John Hume sem hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1998 fyrir þátt hans í að koma á friði á Norður-Írlandi er látinn, 83 ára að aldri. Hann var leiðtogi kaþólskra hófsamra Sósíaldemókrata og deildi friðarverðlaununum með David Trimble, fyrsta ráðherra Norður-Írlands og leiðtoga Ulster-hreyfingar mótmælenda.
Hume gekk til liðs við Mannréttindasamtök Norður Írlands á sjöunda áratugnum og taldi þjóðernishyggju leiða til hnignunar samfélagsins. Hann beitti sér fyrir meiri sjálfstjórn íbúa á Norður-Írlandi þar sem stríðandi fylkingar deildu með sér völdum.
Hume lést í morgun á hjúkrunarheimili í Londonderry í á Norður-Írlandi en hann hafði glímt við elliglöp um árabil.