Synti án nærfata í Gjánni í Þjórsárdal Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. ágúst 2020 21:04 Barbara Olguins frá Hellu, sem skellti sér í sund í Gjánni í öllum fötunum og sagði það hafa verið æðislegt. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Örtröð hefur verið um helgina í Þjórsárdal, ekki síst í Gjánni þar sem fólk naut náttúrufegurðar staðarins. Sumir brugðu á það ráð að synda í Gjánni á meðan tólf ára strákur stökk upp á borð og dansaði og söng fyrir viðstadda. Það er mikil náttúrufegurð í Þjórsárdal og margir fengu þá hugmynd um að nýta verslunarmannahelgina til að skoða sig þar um enda veðrið frábært og allir nutu sín hvort sem farið var að bænum Stöng, gengið að Háafossi eða farið í Gjánna þar sem fossar og falleg náttúra umlykur allt. „Þetta er svo fallegt land sem við eigum og það er gaman að sjá hvað það er mikið af Íslendingum hérna,“ segir Guðbjörg Bergsveinsdóttir íbúi á Selfossi, sem var með fjölskyldu sinni í Þjórsárdal. Guðbjörg Bergsveindsóttir, sem var hæstánægð með fjölskylduferðina í Þjórsárdal um helgina í blíðskapar veðri.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Hjónin Ragnhildur Inga Guðbjartsdóttir og Steinar Ingi Matthíasson, sem búa í Brussel komu í frí til Íslands til að njóta og slaka á innan um íslenska náttúru. „Þetta er bara magnað, mögnuð fegurð, hér er endalaus fegurð, ólíkt og stórbrotið. Hingað komum við til að fá innblástur, ekki spurning, sérstaklega af því að við búum erlendis, þetta er eins og vítamínsprauta, algjörlega,“ segja þau. Hjónin Ragnhildur Inga Guðbjartsdóttir og Steinar Ingi Matthíasson sóttu sér innblástur í íslenska náttúru í Þjórsárdalnum þegar þau voru þar á ferðinni í gær með börnum sínum.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Það er nokkuð vinsælt að skella sér til sunds í Gjánni þó hún sé ísköld. „Þetta var geggjað, þetta er bara yndislegt og yndislegur staður,“ segir Barbara Olguins íbúi á Hellu, sem skellti sér í sund í öllum fötunum. Hvernig stóð á því? „Ég er ekki í nærfötum því ég var líka að synda í Hjálparfossi, þannig að ég neyddist til að vera í fötunum í Gjánni,“ segir Barbara skellihlæjandi. Baldur Björn, sem skemmti gestum í Þjórsárdal í gær með dansi og söng en hann er aðeins 12 ára gamall. Baldur Björn býr í Árbænum með fjölskyldu sinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Ferðamennska á Íslandi Sund Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Sjá meira
Örtröð hefur verið um helgina í Þjórsárdal, ekki síst í Gjánni þar sem fólk naut náttúrufegurðar staðarins. Sumir brugðu á það ráð að synda í Gjánni á meðan tólf ára strákur stökk upp á borð og dansaði og söng fyrir viðstadda. Það er mikil náttúrufegurð í Þjórsárdal og margir fengu þá hugmynd um að nýta verslunarmannahelgina til að skoða sig þar um enda veðrið frábært og allir nutu sín hvort sem farið var að bænum Stöng, gengið að Háafossi eða farið í Gjánna þar sem fossar og falleg náttúra umlykur allt. „Þetta er svo fallegt land sem við eigum og það er gaman að sjá hvað það er mikið af Íslendingum hérna,“ segir Guðbjörg Bergsveinsdóttir íbúi á Selfossi, sem var með fjölskyldu sinni í Þjórsárdal. Guðbjörg Bergsveindsóttir, sem var hæstánægð með fjölskylduferðina í Þjórsárdal um helgina í blíðskapar veðri.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Hjónin Ragnhildur Inga Guðbjartsdóttir og Steinar Ingi Matthíasson, sem búa í Brussel komu í frí til Íslands til að njóta og slaka á innan um íslenska náttúru. „Þetta er bara magnað, mögnuð fegurð, hér er endalaus fegurð, ólíkt og stórbrotið. Hingað komum við til að fá innblástur, ekki spurning, sérstaklega af því að við búum erlendis, þetta er eins og vítamínsprauta, algjörlega,“ segja þau. Hjónin Ragnhildur Inga Guðbjartsdóttir og Steinar Ingi Matthíasson sóttu sér innblástur í íslenska náttúru í Þjórsárdalnum þegar þau voru þar á ferðinni í gær með börnum sínum.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Það er nokkuð vinsælt að skella sér til sunds í Gjánni þó hún sé ísköld. „Þetta var geggjað, þetta er bara yndislegt og yndislegur staður,“ segir Barbara Olguins íbúi á Hellu, sem skellti sér í sund í öllum fötunum. Hvernig stóð á því? „Ég er ekki í nærfötum því ég var líka að synda í Hjálparfossi, þannig að ég neyddist til að vera í fötunum í Gjánni,“ segir Barbara skellihlæjandi. Baldur Björn, sem skemmti gestum í Þjórsárdal í gær með dansi og söng en hann er aðeins 12 ára gamall. Baldur Björn býr í Árbænum með fjölskyldu sinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Ferðamennska á Íslandi Sund Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Sjá meira