Hitamældur í hvert sinn sem hann kemur heim til sín Birgir Olgeirsson skrifar 3. ágúst 2020 18:49 Gunnar Snorri Gunnarsson sendiherra Íslands í Kína. Sendiherra Íslands í Kína segir samstarf stjórnvalda og almennings á Íslandi hafa skilað jafn góðum árangri í baráttunni við kórónuveiruna og járnaginn í Kína. Íslenskum fyrirtækjum hafi vegnað ágætlega í Kína í þessum faraldri og áhugi á nýtingu jarðvarma aukist til muna þar í landi Sendiherrann segir ástandið þar nú heldur skárra en víða í heimunum sökum strangra sóttvarnaráðstafana. Allir gangi með grímur og krafðir um staðfestingu á að þeir séu einkennalausir. „Í fyrsta lagi er hver einasti maður á ferli með grímu. Ef maður fer inn í verslanahverfi eða miðstöðvar þarf maður að sýna app í símanum sínum til að sýna að maður sé einkennalaus. Síðan er mjög gjarnan tekið hitastig líka, tekið niður símanúmer og ýmsar upplýsingar. Ég bý í fjölbýlishúsi spottakorn frá sendiráðinu og það er tekið hitastig á mér í hvert einasta skipti sem ég kem heim,“ segir Gunnar Snorri Gunnarsson. Öllum útlendingum er bannað að koma til Kína. „Í raun og veru þarf sérstakar ástæður til að fara aftur til Kína. Allar vegabréfsáritanir og dvalarleyfi hafa fallið úr gildi. Ég veit um fólk sem bæði hefur verið viðskiptum og hefur verið lengi, sem er strandaglópar á Íslandi því áritun þeirra var felld úr gildi. Íslenskir námsmenn sem fóru í frí í kringum kínverska nýárið hefur ekki getað snúið til baka sem og þeir sem fóru heim vegna veikinda í fjölskyldu hafa ekki getað farið aftur til Kína.“ Gunnar er í fríi á Íslandi og mun fá að snúa aftur til Kína sökum stöðu hans sem sendiherra. Hann segir dvölina á Íslandi hafa verið dásamlega. „Ég hef oft sagt það sjálfur að fyrst þá gat maður ekki annað en dáðst að því hvað Kínverjar tóku þetta föstum og öruggum tökum. Ég hef hugsað með mér hvort þetta væri hægt annarstaðar. Mér sýnist að hér á Íslandi hafi náðst alveg sami árangur með samstarfi stjórnvalda og almennings en ekki þessum járnaga sem ríkir í Kína.“ Íslenskum fyrirtækjum hefur vegnað ágætlega í Kína í þessum faraldri að sögn Gunnars. Þar á meðal er mikill gangur hjá íslenska fyrirtækinu Arctic Green Energy sem hefur komið að uppbyggingu hitaveitna í 60 borgum í Kína. Gunnar segir áhugan á nýtingu jarðvarma í Kína hafa aukist í faraldrinum. „Eitt af því sem kínversk stjórnvöld eru að gera til að hleypa lífi í efnahaginn aftur er að auka framkvæmdir og fjárfestingar í innviðum. Það hefur komið ágætlega út fyrir framkvæmdir sveitarfélaga og héraðsyfirvalda hér og þar í Kína. Þetta hefur jafnvel orðið til að auka uppbyggingu jarðvarma í Kína.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Utanríkismál Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Framburður Spánverjans að engu hafandi Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
Sendiherra Íslands í Kína segir samstarf stjórnvalda og almennings á Íslandi hafa skilað jafn góðum árangri í baráttunni við kórónuveiruna og járnaginn í Kína. Íslenskum fyrirtækjum hafi vegnað ágætlega í Kína í þessum faraldri og áhugi á nýtingu jarðvarma aukist til muna þar í landi Sendiherrann segir ástandið þar nú heldur skárra en víða í heimunum sökum strangra sóttvarnaráðstafana. Allir gangi með grímur og krafðir um staðfestingu á að þeir séu einkennalausir. „Í fyrsta lagi er hver einasti maður á ferli með grímu. Ef maður fer inn í verslanahverfi eða miðstöðvar þarf maður að sýna app í símanum sínum til að sýna að maður sé einkennalaus. Síðan er mjög gjarnan tekið hitastig líka, tekið niður símanúmer og ýmsar upplýsingar. Ég bý í fjölbýlishúsi spottakorn frá sendiráðinu og það er tekið hitastig á mér í hvert einasta skipti sem ég kem heim,“ segir Gunnar Snorri Gunnarsson. Öllum útlendingum er bannað að koma til Kína. „Í raun og veru þarf sérstakar ástæður til að fara aftur til Kína. Allar vegabréfsáritanir og dvalarleyfi hafa fallið úr gildi. Ég veit um fólk sem bæði hefur verið viðskiptum og hefur verið lengi, sem er strandaglópar á Íslandi því áritun þeirra var felld úr gildi. Íslenskir námsmenn sem fóru í frí í kringum kínverska nýárið hefur ekki getað snúið til baka sem og þeir sem fóru heim vegna veikinda í fjölskyldu hafa ekki getað farið aftur til Kína.“ Gunnar er í fríi á Íslandi og mun fá að snúa aftur til Kína sökum stöðu hans sem sendiherra. Hann segir dvölina á Íslandi hafa verið dásamlega. „Ég hef oft sagt það sjálfur að fyrst þá gat maður ekki annað en dáðst að því hvað Kínverjar tóku þetta föstum og öruggum tökum. Ég hef hugsað með mér hvort þetta væri hægt annarstaðar. Mér sýnist að hér á Íslandi hafi náðst alveg sami árangur með samstarfi stjórnvalda og almennings en ekki þessum járnaga sem ríkir í Kína.“ Íslenskum fyrirtækjum hefur vegnað ágætlega í Kína í þessum faraldri að sögn Gunnars. Þar á meðal er mikill gangur hjá íslenska fyrirtækinu Arctic Green Energy sem hefur komið að uppbyggingu hitaveitna í 60 borgum í Kína. Gunnar segir áhugan á nýtingu jarðvarma í Kína hafa aukist í faraldrinum. „Eitt af því sem kínversk stjórnvöld eru að gera til að hleypa lífi í efnahaginn aftur er að auka framkvæmdir og fjárfestingar í innviðum. Það hefur komið ágætlega út fyrir framkvæmdir sveitarfélaga og héraðsyfirvalda hér og þar í Kína. Þetta hefur jafnvel orðið til að auka uppbyggingu jarðvarma í Kína.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Utanríkismál Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Framburður Spánverjans að engu hafandi Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira