John Hume sem hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1998 fyrir þátt hans í að koma á friði á Norður Írlandi er látinn 83 ára að aldri. Hann var leiðtogi kaþólskra hófsamra Sósíal demókrata og deildi friðarverðlaununum með David Trimble lávarði og fyrsta ráðherra Norður Írlands og leiðtoga Ulster hreyfingar mótmælenda.
Hume var vel tengdur í Bandaríkjunum og náin vinur hinnar kaþólsku Kennedy fjölskyldu og Bill Clintons þáverandi Bandaríkjaforseta sem aðstoðaði við að miðla málum milli stríðandi fylkinga á Norður Írlandi.
Tony Blair var forsætisráðherra þegar föstudagsins langa friðarsamkomulagið var undirritað og átti sinn þátt í það náðist.

„Það var John Hume öðrum fremur sem settist niður með mér og sagði: Ég veit að þú ert nýr forsætisráðherra og ég veit að fjölmargir munu segja þér að þetta sé ógerlegt að þetta er hægt. Það er því rétt hjá þér að gera þetta að forgangsmáli. Þú mátt ekki gefast upp við það. Ég veit af langri reynslu minni á þessu sviði að það verður hægt að koma á friði á þessu stigi," sagði Blair þegar hann minntis Hume í dag.