Synti yfir alla laugina með fullt kókómjólkurglas á höfðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. ágúst 2020 08:30 Katie Ledecky er ein af stórstjörnum sundsögunnar og ætlar sér að bæta við gullverðlunum í framtíðinni. EPA/Tibor Illyes Bandaríska sunddrottningin Katie Ledecky hefði að öllu eðlilegu átt að vera að keppa á Ólympíuleikunum í Tókýó þessa dagana en eins og allir vita þá var Ólympíuleikunum frestað um eitt ár vegna kórónuveirufaraldarins. Katie Ledecky getur því leyft sér að bregða aðeins á leik til að létta lundina á þessum óvissutímum. Þetta uppátæki vakti athygli margra. Team USA swimmer @katieledecky posted a video on Instagram of herself swimming a full length with chocolate milk balanced on her head. I'm not convinced it's more impressive than winning five Olympic golds, but I'm also not not convinced. pic.twitter.com/KqgrDcGxTr— Peter Baugh (@Peter_Baugh) August 3, 2020 Hin 23 ára gamla Katie Ledecky er þegar búin að tryggja það að nafn hennar verður í sögubókunum. Hún er fimmfaldur Ólympíumeistari og hefur unnið fimmtán gull á heimsmeistaramótum. Katie Ledecky á líka ríkjandi heimsmet í 400, 800 og 1500 metra skriðsundi. Það er því óhætt að segja að Katie sé á heimavelli í sundlauginni þar sem hún hefur eytt stórum hluta af sinni ævi. Katie Ledecky hefur vissulega verið í sérflokki í keppnislauginni og það gæti einnig verið mjög erfitt að leika það eftir sem hún gerði á dögunum í æfingalauginni sinni. Eins og sjá má hér fyrir neðan þá tók hún upp á því að synda yfir alla laugina, 50 metra, með fullt kókómjólkurglas á höfðinu. Það besta við það er að hún helti ekkert niður og drakk síðan kókómjólkina sína á eftir. Katie setti myndbandið inn á Instagram síðu sína. View this post on Instagram Possibly one of the best swims of my career! Check out the full swim here. What can you do without spilling a drop?! #gotmilk #ad Check out the #gotmilkchallenge on Tik Tok! [Link in bio] A post shared by Katie Ledecky (@katieledecky) on Aug 3, 2020 at 9:53am PDT Sund Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Tiger syrgir móður sína Golf „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sport Fleiri fréttir Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Arteta vonsvikinn „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sonur Jordans handtekinn með kókaín Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Sjá meira
Bandaríska sunddrottningin Katie Ledecky hefði að öllu eðlilegu átt að vera að keppa á Ólympíuleikunum í Tókýó þessa dagana en eins og allir vita þá var Ólympíuleikunum frestað um eitt ár vegna kórónuveirufaraldarins. Katie Ledecky getur því leyft sér að bregða aðeins á leik til að létta lundina á þessum óvissutímum. Þetta uppátæki vakti athygli margra. Team USA swimmer @katieledecky posted a video on Instagram of herself swimming a full length with chocolate milk balanced on her head. I'm not convinced it's more impressive than winning five Olympic golds, but I'm also not not convinced. pic.twitter.com/KqgrDcGxTr— Peter Baugh (@Peter_Baugh) August 3, 2020 Hin 23 ára gamla Katie Ledecky er þegar búin að tryggja það að nafn hennar verður í sögubókunum. Hún er fimmfaldur Ólympíumeistari og hefur unnið fimmtán gull á heimsmeistaramótum. Katie Ledecky á líka ríkjandi heimsmet í 400, 800 og 1500 metra skriðsundi. Það er því óhætt að segja að Katie sé á heimavelli í sundlauginni þar sem hún hefur eytt stórum hluta af sinni ævi. Katie Ledecky hefur vissulega verið í sérflokki í keppnislauginni og það gæti einnig verið mjög erfitt að leika það eftir sem hún gerði á dögunum í æfingalauginni sinni. Eins og sjá má hér fyrir neðan þá tók hún upp á því að synda yfir alla laugina, 50 metra, með fullt kókómjólkurglas á höfðinu. Það besta við það er að hún helti ekkert niður og drakk síðan kókómjólkina sína á eftir. Katie setti myndbandið inn á Instagram síðu sína. View this post on Instagram Possibly one of the best swims of my career! Check out the full swim here. What can you do without spilling a drop?! #gotmilk #ad Check out the #gotmilkchallenge on Tik Tok! [Link in bio] A post shared by Katie Ledecky (@katieledecky) on Aug 3, 2020 at 9:53am PDT
Sund Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Tiger syrgir móður sína Golf „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sport Fleiri fréttir Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Arteta vonsvikinn „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sonur Jordans handtekinn með kókaín Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Sjá meira