Októberfest SHÍ blásin af Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. ágúst 2020 14:21 Októberfest er hátíð haldin í Vatnsmýrinni af Stúdentaráði Háskóla Íslands. VÍSIR/Andri Marinó Októberfest Stúdentaráðs Háskóla Íslands fer ekki fram í ár samkvæmt tilkynningu frá hátíðinni. Tekin hafi verið ákvörðun um að sýna samfélagslega ábyrgð í ár og fresta Októberfest um óákveðinn tíma. „Hátíðin hefur vaxið og dafnað á síðustu árum og var hátíðin í fyrra sú stærsta síðan við byrjuðum. Í ár ætluðum við að toppa okkur enn frekar og sprengja skalann, en vegna ástandsins í samfélaginu ætlum við að ýta á bremsurnar og eiga það inni,“ segir í tilkynningu frá Októberfest. Guðný Ljósbrá Hreinsdóttir, varaforseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands.Aðsend Guðný Ljósbrá Hreinsdóttir, varaforseti SHÍ og samskiptafulltrúi Október 2018 og 2019, segir í samtali við fréttastofu að beðið hafi verið fram að síðustu stundu með að tilkynna um hátíðina vegna ástandsins. Það hafi svo komið í ljós um verslunarmannahelgina að ekki yrði skynsamlegt að halda hátíðina. „Ég ætlaði alltaf að sjá hvernig færi með verslunarmannahelgina og ákveða þetta eftir það, og versló fór nú ekki vel.“ Hún segir enn koma til greina að Októberfest veðri haldin síðar í haust eða í vetur með breyttu sniði. Tíminn verði þó að leiða það í ljós. „Það fer allt bara eftir samkomutakmörkunum og hvernig faraldurinn þróast. Þannig að við erum ekki búin að afskrifa hátíðina og ég vil klárlega halda í vonina en við sjáum til,“ segir Guðný. Tengdar fréttir Ekkert Oktoberfest í München í ár Stjórnvöld í Bæjaralandi hafa tilkynnt að ekkert verði úr Oktoberfest í ár vegna faraldurs kórónuveirunnar. 22. apríl 2020 10:07 Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Októberfest Stúdentaráðs Háskóla Íslands fer ekki fram í ár samkvæmt tilkynningu frá hátíðinni. Tekin hafi verið ákvörðun um að sýna samfélagslega ábyrgð í ár og fresta Októberfest um óákveðinn tíma. „Hátíðin hefur vaxið og dafnað á síðustu árum og var hátíðin í fyrra sú stærsta síðan við byrjuðum. Í ár ætluðum við að toppa okkur enn frekar og sprengja skalann, en vegna ástandsins í samfélaginu ætlum við að ýta á bremsurnar og eiga það inni,“ segir í tilkynningu frá Októberfest. Guðný Ljósbrá Hreinsdóttir, varaforseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands.Aðsend Guðný Ljósbrá Hreinsdóttir, varaforseti SHÍ og samskiptafulltrúi Október 2018 og 2019, segir í samtali við fréttastofu að beðið hafi verið fram að síðustu stundu með að tilkynna um hátíðina vegna ástandsins. Það hafi svo komið í ljós um verslunarmannahelgina að ekki yrði skynsamlegt að halda hátíðina. „Ég ætlaði alltaf að sjá hvernig færi með verslunarmannahelgina og ákveða þetta eftir það, og versló fór nú ekki vel.“ Hún segir enn koma til greina að Októberfest veðri haldin síðar í haust eða í vetur með breyttu sniði. Tíminn verði þó að leiða það í ljós. „Það fer allt bara eftir samkomutakmörkunum og hvernig faraldurinn þróast. Þannig að við erum ekki búin að afskrifa hátíðina og ég vil klárlega halda í vonina en við sjáum til,“ segir Guðný.
Tengdar fréttir Ekkert Oktoberfest í München í ár Stjórnvöld í Bæjaralandi hafa tilkynnt að ekkert verði úr Oktoberfest í ár vegna faraldurs kórónuveirunnar. 22. apríl 2020 10:07 Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Ekkert Oktoberfest í München í ár Stjórnvöld í Bæjaralandi hafa tilkynnt að ekkert verði úr Oktoberfest í ár vegna faraldurs kórónuveirunnar. 22. apríl 2020 10:07