Öðru norsku skemmtiferðaskipi bannað að hleypa farþegum frá borði Andri Eysteinsson skrifar 5. ágúst 2020 12:36 Sea Dream 1 við höfn í Bodø AP/Sondre Skjelvik Farþegum hefur verið gert að halda sig um borð í norska skemmtiferðaskipinu SeaDream 1 eftir ferðamaður sem hafði verið um borð í skipinu greindist smitaður af kórónuveirunni við komuna heim til Danmerkur. Sá smitaði hafði farið frá borði í norður-norska bænum Tromsø og hélt þaðan til heimalandsins. Við komuna var honum gert að fara í sýnatöku þar sem hann greindist smitaður. Í ljósi þeirra upplýsinga var tekin ákvörðun um að SeaDream 1 skuli liggja við bryggju í Bodø og engum skuli hleypt frá borði. Allir áhafnarmeðlimir skipsins, 85 talsins, verða sendir í sýnatöku og segir Ida Pinnerød, borgarstjóri Bodø í samtali við NRK að til skoðunar sé hvort að farþegarnir 123 verði einnig sendir í skimun. Ný ferð skipsins milli Tromsø og Bodø hófst 2. Ágúst síðastliðinn og hafði hinn smitaði því ekki verið á meðal farþega í þessari ferð sem um ræðir. Farþegar í fyrri ferð skipsins hafa verið skipaðir í tíu daga sóttkví. „Við vonum svo sannarlega að enginn um borð sé smitaður af COVID-19. Við höfum ekki vitneskju um fleiri smit á meðal farþega eða áhafnarmeðlima og enginn sýnir einkenni,“ segir rekstraraðili skemmtiferðaskipsins í yfirlýsingu. Þá hafa 44 greinst smitaðir af veirunni um borð í skemmtiferðaskipinu MS Roald Amundsen sem liggur við bryggju í Tromsø. Níu farþegar, allir búsettir í Noregi, og 35 áhafnarmeðlimir hafa fengið staðfestingu á smiti. Ekki liggur fyrir hvernig smit barst í skipin tvö en eftir smitin í Roald Amundsen tók rekstraraðili þess ákvörðun um að hætta öllum siglingum í tvær vikur. Þá ákváðu norsk stjórnvöld að loka skuli höfnum landsins fyrir skemmtiferðaskipum yfir sama tímabil. Ekki liggur fyrir hvers vegna Sea Dream 1 fékk leyfi til þess að leggja að í Bodø. Noregur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Sjá meira
Farþegum hefur verið gert að halda sig um borð í norska skemmtiferðaskipinu SeaDream 1 eftir ferðamaður sem hafði verið um borð í skipinu greindist smitaður af kórónuveirunni við komuna heim til Danmerkur. Sá smitaði hafði farið frá borði í norður-norska bænum Tromsø og hélt þaðan til heimalandsins. Við komuna var honum gert að fara í sýnatöku þar sem hann greindist smitaður. Í ljósi þeirra upplýsinga var tekin ákvörðun um að SeaDream 1 skuli liggja við bryggju í Bodø og engum skuli hleypt frá borði. Allir áhafnarmeðlimir skipsins, 85 talsins, verða sendir í sýnatöku og segir Ida Pinnerød, borgarstjóri Bodø í samtali við NRK að til skoðunar sé hvort að farþegarnir 123 verði einnig sendir í skimun. Ný ferð skipsins milli Tromsø og Bodø hófst 2. Ágúst síðastliðinn og hafði hinn smitaði því ekki verið á meðal farþega í þessari ferð sem um ræðir. Farþegar í fyrri ferð skipsins hafa verið skipaðir í tíu daga sóttkví. „Við vonum svo sannarlega að enginn um borð sé smitaður af COVID-19. Við höfum ekki vitneskju um fleiri smit á meðal farþega eða áhafnarmeðlima og enginn sýnir einkenni,“ segir rekstraraðili skemmtiferðaskipsins í yfirlýsingu. Þá hafa 44 greinst smitaðir af veirunni um borð í skemmtiferðaskipinu MS Roald Amundsen sem liggur við bryggju í Tromsø. Níu farþegar, allir búsettir í Noregi, og 35 áhafnarmeðlimir hafa fengið staðfestingu á smiti. Ekki liggur fyrir hvernig smit barst í skipin tvö en eftir smitin í Roald Amundsen tók rekstraraðili þess ákvörðun um að hætta öllum siglingum í tvær vikur. Þá ákváðu norsk stjórnvöld að loka skuli höfnum landsins fyrir skemmtiferðaskipum yfir sama tímabil. Ekki liggur fyrir hvers vegna Sea Dream 1 fékk leyfi til þess að leggja að í Bodø.
Noregur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila