Trufluðu fyrirtöku í máli Twitter-hakkara með klámi Kjartan Kjartansson skrifar 5. ágúst 2020 22:12 Fyrirtakan fór fram í gegnum fjarfundarforritið Zoom sem hefur notið mikilla vinsælda á tímum kórónuveirufaraldursins. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Getty Stöðva þurfti fyrirtöku sem var haldin í fjarfundi í máli tánings sem er grunaður um innbrot í tölvukerfi Twitter í dag eftir að boðflennur trufluðu hana ítrekað með klámi. Dómarinn féllst á endanum ekki á að lækka tryggingargjald sem pilturinn þarf að greiða til að losna úr fangelsi. Fyrirtakan fór fram með Zoom-fjarfundarforritinu vegna kórónuveirufaraldursins. Ekki þurfti lykilorð til að komst inn á fundinn og því gátu notendur forritsins komist óboðnir á hann með því að þykjast vera starfsmenn fjölmiðla eins og CNN og breska ríkisútvarpsins BBC. Sumar boðflennurnar spiluðu tónlist en aðrar spiluðu klámefni inn á fundinn. Það varð til þess að dómarinn frestaði fundi tímabundið. Tölvuöryggissérfræðingur segir fyrirsjáanlegt að fyrirtakan hafi verið trufluð og furðar sig á að ekki hafi hvarflað að dómaranum að koma í veg fyrir að aðrir notendur gætu tekið yfir það sem birtist sem aðalmynd á fundinum, að sögn BBC. „Dómarar sem halda fyrirtökur á Zoom þurfa að bæta ráð sitt,“ segir Brian Krebs. Tryggingargjaldið sem pilturinn, sem er sautján ára, þarf að greiða var ákveðið 750.000 dollarar, jafnvirði meira en hundrað milljóna íslenskra króna. Hann er sakaður um fjársvik þegar hann notaði auðkenni Twitter-starfsmanna sem hann komst yfir með blekkingum til þess að taka yfir reikninga fjölda þekktra einstaklinga og biðja fylgjendur þeirra um að senda sér greiðslur í rafmyntinni bitcoin. Auk piltsins, sem neitar sök, eru nítján ára gamall Breti og 22 ára gamall Bandaríkjamaður ákærðir fyrir aðild að innbrotinu og svikum. Twitter Tölvuárásir Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Táningur segist saklaus af innbroti hjá Twitter Sautján ára gamall piltur sem er sakaður um að hafa brotist inn í tölvukerfi samfélagsmiðilsins Twitter neitaði sök þegar hann kom fyrir dómara á Flórída í Bandaríkjunum í dag. 4. ágúst 2020 21:01 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Stöðva þurfti fyrirtöku sem var haldin í fjarfundi í máli tánings sem er grunaður um innbrot í tölvukerfi Twitter í dag eftir að boðflennur trufluðu hana ítrekað með klámi. Dómarinn féllst á endanum ekki á að lækka tryggingargjald sem pilturinn þarf að greiða til að losna úr fangelsi. Fyrirtakan fór fram með Zoom-fjarfundarforritinu vegna kórónuveirufaraldursins. Ekki þurfti lykilorð til að komst inn á fundinn og því gátu notendur forritsins komist óboðnir á hann með því að þykjast vera starfsmenn fjölmiðla eins og CNN og breska ríkisútvarpsins BBC. Sumar boðflennurnar spiluðu tónlist en aðrar spiluðu klámefni inn á fundinn. Það varð til þess að dómarinn frestaði fundi tímabundið. Tölvuöryggissérfræðingur segir fyrirsjáanlegt að fyrirtakan hafi verið trufluð og furðar sig á að ekki hafi hvarflað að dómaranum að koma í veg fyrir að aðrir notendur gætu tekið yfir það sem birtist sem aðalmynd á fundinum, að sögn BBC. „Dómarar sem halda fyrirtökur á Zoom þurfa að bæta ráð sitt,“ segir Brian Krebs. Tryggingargjaldið sem pilturinn, sem er sautján ára, þarf að greiða var ákveðið 750.000 dollarar, jafnvirði meira en hundrað milljóna íslenskra króna. Hann er sakaður um fjársvik þegar hann notaði auðkenni Twitter-starfsmanna sem hann komst yfir með blekkingum til þess að taka yfir reikninga fjölda þekktra einstaklinga og biðja fylgjendur þeirra um að senda sér greiðslur í rafmyntinni bitcoin. Auk piltsins, sem neitar sök, eru nítján ára gamall Breti og 22 ára gamall Bandaríkjamaður ákærðir fyrir aðild að innbrotinu og svikum.
Twitter Tölvuárásir Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Táningur segist saklaus af innbroti hjá Twitter Sautján ára gamall piltur sem er sakaður um að hafa brotist inn í tölvukerfi samfélagsmiðilsins Twitter neitaði sök þegar hann kom fyrir dómara á Flórída í Bandaríkjunum í dag. 4. ágúst 2020 21:01 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Táningur segist saklaus af innbroti hjá Twitter Sautján ára gamall piltur sem er sakaður um að hafa brotist inn í tölvukerfi samfélagsmiðilsins Twitter neitaði sök þegar hann kom fyrir dómara á Flórída í Bandaríkjunum í dag. 4. ágúst 2020 21:01