Grafningsvegur verður kláraður með sem minnstum tilkostnaði Kristján Már Unnarsson skrifar 5. ágúst 2020 22:45 Frá Grafningsvegi neðri. Þar er í sumar unnið að því að lengja malbikið milli Hlíðarár vestan Bíldsfells og Úlfljótsvatns. Stöð 2/Einar Árnason. „Það væri vissulega skynsamlegt að klára þessa 1.200 metra sem eftir eru og unnið í því að koma því á áætlun. Það eru hinsvegar víða þarfirnar og mikill þrýstingur víða um að fá bundið slitlag á vegi. Nægir að nefna vegi í Rangárþingi ytra og eystra og miklu víðar,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, í tilefni undirskriftasöfnunar þar sem skorað er á Vegagerðina að klára Grafningsveg en skilja ekki eftir einn stuttan kafla vestan Írafossvirkjunar. G. Pétur segir þær skýringar ekki réttar, sem höfundur undirskriftalistans, Jakob Guðnason, staðarhaldari skáta á Úlfljótsvatni, sagðist hafa heyrt, að Landsvirkjun ætti þennan stutta kafla, né að kröpp beygja næst brúnni við virkjunina kæmi í veg fyrir endurbætur. Sjá hér: Skorað á Vegagerðina að klára síðasta kafla Grafningsvegar G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar.VÍSIR/SKJÁSKOT „Við höfum einfaldlega verið að vinna Grafningsveginn í áföngum. Það var byrjað á að taka kaflann um Úlfljótsvatn til að losa skátana við mesta rykið á sumrin. Svo kom nokkurt hlé en síðan hefur verið unnið við kaflann frá Úlfljótsvatni að Nesjavöllum og er hann að klárast nú í sumar. Það hefur verið mestur áhugi hjá heimamönnum að klára þann kafla,“ segir upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Hér má sjá hvernig Grafningsvegur liggur í brekku og kröppum beygjum að brúnni við Írafossvirkjun. Fjær sést Ljósafossvirkjun.Stöð 2/Einar Árnason. Varðandi það hvort veglínu verði breytt í brekkunni næst brúnni við Írafoss segir G. Pétur að til sé gömul hönnun frá því fyrir hrun fyrir þennan kafla sem geri ráð fyrir miklum skeringum og dýrri vegagerð. „Það liggur fyrir að ekki verður unnið eftir henni þegar að þessum kafla kemur heldur unnið eftir hugmyndafræði um að koma bundnu slitlagi á tengivegi með sem minnstum tilkostnaði sem þýðir að litið verður hróflað við plan og hæðarlegu en frekar sett upp merki með leiðbeinandi hraða auk þess sem öryggissvæði verður lagfært,“ segir upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá því í fyrrasumar um lagningu bundins slitlags á Grafningsveg: Samgöngur Umferðaröryggi Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Fleiri fréttir „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Sjá meira
„Það væri vissulega skynsamlegt að klára þessa 1.200 metra sem eftir eru og unnið í því að koma því á áætlun. Það eru hinsvegar víða þarfirnar og mikill þrýstingur víða um að fá bundið slitlag á vegi. Nægir að nefna vegi í Rangárþingi ytra og eystra og miklu víðar,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, í tilefni undirskriftasöfnunar þar sem skorað er á Vegagerðina að klára Grafningsveg en skilja ekki eftir einn stuttan kafla vestan Írafossvirkjunar. G. Pétur segir þær skýringar ekki réttar, sem höfundur undirskriftalistans, Jakob Guðnason, staðarhaldari skáta á Úlfljótsvatni, sagðist hafa heyrt, að Landsvirkjun ætti þennan stutta kafla, né að kröpp beygja næst brúnni við virkjunina kæmi í veg fyrir endurbætur. Sjá hér: Skorað á Vegagerðina að klára síðasta kafla Grafningsvegar G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar.VÍSIR/SKJÁSKOT „Við höfum einfaldlega verið að vinna Grafningsveginn í áföngum. Það var byrjað á að taka kaflann um Úlfljótsvatn til að losa skátana við mesta rykið á sumrin. Svo kom nokkurt hlé en síðan hefur verið unnið við kaflann frá Úlfljótsvatni að Nesjavöllum og er hann að klárast nú í sumar. Það hefur verið mestur áhugi hjá heimamönnum að klára þann kafla,“ segir upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Hér má sjá hvernig Grafningsvegur liggur í brekku og kröppum beygjum að brúnni við Írafossvirkjun. Fjær sést Ljósafossvirkjun.Stöð 2/Einar Árnason. Varðandi það hvort veglínu verði breytt í brekkunni næst brúnni við Írafoss segir G. Pétur að til sé gömul hönnun frá því fyrir hrun fyrir þennan kafla sem geri ráð fyrir miklum skeringum og dýrri vegagerð. „Það liggur fyrir að ekki verður unnið eftir henni þegar að þessum kafla kemur heldur unnið eftir hugmyndafræði um að koma bundnu slitlagi á tengivegi með sem minnstum tilkostnaði sem þýðir að litið verður hróflað við plan og hæðarlegu en frekar sett upp merki með leiðbeinandi hraða auk þess sem öryggissvæði verður lagfært,“ segir upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá því í fyrrasumar um lagningu bundins slitlags á Grafningsveg:
Samgöngur Umferðaröryggi Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Fleiri fréttir „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Sjá meira