Útlit fyrir að kennsla verði að stórum hluta rafræn í vetur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. ágúst 2020 11:53 Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands telur ólíklegt að engin fjarkennsla verði við skólann í vetur. Vísir/Vilhelm Útlit er fyrir að kennsla við Háskóla verði að stórum hluta rafræn í vetur. Stefnt er að því að skólinn verði opinn nemendum og er áhersla lögð á að nýnemar fái kennslu með hefðbundnu sniði. Að sögn rektors er þetta ein tillagna sem lögð hefur verið fram af yfirvöldum skólans en lokaákvörðun hefur ekki verið tekin. „Við erum að fara yfir málið og höfum verið að funda á undanförnum dögum og miðað við þá auglýsingu sem er í gildi er erfitt að segja um annað en að rafræn kennsla verði talsvert mikið notuð í vetur hér í Háskóla Íslands. Við vitum það að sú auglýsing sem er í gildi rennur út 13. ágúst og þá kemur ný tilkynning. Við verðum hreinlega bara að bíða og sjá hvernig hún verður áður en við tökum endanlega ákvörðum,“ segir Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands í samtali við fréttastofu. Hann segir enga endanlega mynd komna á það hvernig slíkri fjarkennslu yrði háttað en ef aðstæður verði áfram sem horfir bendi allt til þess að hún verði með svipuðu sniði og kennslan var í vor. Að ýmsu þurfi hins vegar að huga. „Í fyrsta lagi er stór hópur nýnema að koma og við viljum tryggja það að það sé vel tekið á móti þeim, þau njóti þess að vera í háskólanum með venjulegu sniði. Háskólar eru samfélög og það er nauðsynlegt að fólk taki þátt í rökræðum innan bygginganna, kennararnir kynnist nemendunum og þess háttar. Þannig að það er mjög mikilvægt að við sinnum þeim vel og til viðbótar þarf líka að huga að verklegri kennslu, klínískri kennslu og vettvangsnámi,“ segir Jón Atli. Þá geri tveggja metra reglan skólanum erfitt fyrir. „Tveggja metra reglan eins og hún er gengur ekki upp hvað það varðar svo það þarf að breyta ýmsu bara svo að skólastarfið geti gengið áfram með eðlilegu sniði,“ segir hann. Vonast til að komi til tilslakana þannig að starfið verði auðveldara Jón Atli segir að komi til þess að fjarkennsla verði við skólann verði munurinn sá miðað við hvernig henni var háttað í vor að skólinn verði opinn nemendum, ekki lokaður. Þess verði líklega freistað að bjóða upp á umræðutíma og fleira þess háttar í stærri stofum. Tveggja metra reglan þvælist þó enn fyrir hvað það varði. „Við vonumst til þess að það verði einhvers konar tilslakanir þannig að starfið verði auðveldara og við erum í samtali við stjórnvöld um það hvaða takmarkanir þessi tveggja metra regla setur. Við vitum, og höfum það í huga, að sóttvarnir eru algjört lykilatriði og við höfum ekki áhuga á því að fólk sýkist hér innan stofnunarinnar,“ segir Jón Atli. Kemur til greina að fámennari námskeið verði með óbreyttu sniði Eru fleiri tillögur á borðinu? „Við erum að skoða málið og ein hugmynd væri þá að vera með kennslu í lykilnámskeiðum fyrir nýnema en þetta er flókið. Sumar greinar eru þannig að við erum með einhvers konar bekkjakerfi, aðrar eru bara þannig að þetta er einhvers konar eininganám. Þess vegna er ekki endilega einfalt að segja hvaða námskeið eru nýnemanámskeið,“ segir Jón Atli. „Svo aftur kemur þetta með tveggja metra regluna, hvernig við getum gert það. Það eru margar hugmyndir á lofti en við viljum tryggja það að við tökum vel á móti okkar nemendum, við sinnum kennslunni eins vel og hægt er og að við tryggjum sóttvarnir.“ Þá komi það til greina, ef til fjarkennslu kemur, að kennsla verði óbreytt í fámennari námskeiðum en það fari eftir því hvaða stofur verði hægt að nota. „Ef við erum að tala um sal sem tekur 200 manns að jafnaði, þegar þú ert með tveggja metra regluna þá dettur það niður í kannski 30-40 manns svo þetta verður alltaf svo flókið. En við gerum allt hvað við getum og það verður þá einfaldara í minni námskeiðum en spurningin er alltaf „hvar á að draga línuna?“ svo það er verkefni okkar.“ Enn sé beðið eftir viðbrögðum stjórnvalda og næstu skref ráðist af þeim. Þegar viðbrögð stjórnvalda berist verði ákvörðun tekin. Jón Atli segir að vonandi verði þetta orðið skýrt fyrir byrjun næstu viku. Auglýsing heilbrigðisyfirvalda rennur út þann 13. ágúst en Jón Atli segir að ýjað hafi verið að því að ákvörðun verði jafnvel komin áður. Telur ólíklegt að engin fjarkennsla verði við skólann Skólinn er í einhverjum tilvikum byrjaður en í smáu sniði. Upp úr miðjum mánuði fer kennsla að byrja og verður farin alveg á fullt eftir þriðju vikuna í mánuðinum. „Við höfum eiginlega tvær vikur til þess að ganga frá málinu, hvernig þetta verður.“ Þá telur hann ólíklegt að engin fjarkennsla verði við skólann miðað við stöðuna eins og hún er í dag. „Ég myndi halda að það verði einhver fjarkennsla. Spurningin er eiginlega hvernig hún verður útfærð.“ Morgunblaðið greindi frá því í morgun að Háskólinn í Reykjavík hafi sett upp ýmsar sviðsmyndir fyrir komandi skólaár um það hvernig kennslu verði háttað. Ráðgert sé að kórónuveirufaraldurinn muni með einhverjum hætti setja mark sitt á skólastarf í vetur. Búið sé að undirbúa allar sviðsmyndir, allt frá eðlilegu skólastarfi til algerrar lokunnar og alls þar á milli. Haft er eftir Ara Kristni Jónssyni, rektor HR, að búist sé við að staðnám verði í bland við fjarkennslu í vetur. Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hagsmunir stúdenta Tengdar fréttir Háskóli Íslands kom 10 milljóna króna sjóði á fót fyrir stúdenta í bágri fjárhagsstöðu Stúdentaráð Háskóla Íslands, Háskóli Íslands og Félagsstofnun Stúdenta settu á fót tíu milljóna króna stuðningssjóð í byrjun sumars til að bregðast við bágri stöðu stúdenta við skólann sem búsettir eru á Stúdentagörðum og eru í miklum greiðsluvanda. 5. ágúst 2020 15:00 Skólar og aðrar stofnanir þurfa að undirbúa skerta starfsemi Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir skynsamlegt að skólastjórnendur og fyrirtæki undirbúi sig ef grípa þarf til hertari aðgerða í haust. 31. júlí 2020 15:10 Helmingur stúdenta óttast að geta ekki mætt útgjöldum sínum Könnun Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS) í samstarfi við Stúdentaráð Háskóla Íslands og mennta- og menningarmálaráðuneytið um atvinnumál og aðstæður stúdenta vegna Covid-19 dregur upp svarta mynd af stöðu stúdenta. 8. júní 2020 15:25 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Sjá meira
Útlit er fyrir að kennsla við Háskóla verði að stórum hluta rafræn í vetur. Stefnt er að því að skólinn verði opinn nemendum og er áhersla lögð á að nýnemar fái kennslu með hefðbundnu sniði. Að sögn rektors er þetta ein tillagna sem lögð hefur verið fram af yfirvöldum skólans en lokaákvörðun hefur ekki verið tekin. „Við erum að fara yfir málið og höfum verið að funda á undanförnum dögum og miðað við þá auglýsingu sem er í gildi er erfitt að segja um annað en að rafræn kennsla verði talsvert mikið notuð í vetur hér í Háskóla Íslands. Við vitum það að sú auglýsing sem er í gildi rennur út 13. ágúst og þá kemur ný tilkynning. Við verðum hreinlega bara að bíða og sjá hvernig hún verður áður en við tökum endanlega ákvörðum,“ segir Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands í samtali við fréttastofu. Hann segir enga endanlega mynd komna á það hvernig slíkri fjarkennslu yrði háttað en ef aðstæður verði áfram sem horfir bendi allt til þess að hún verði með svipuðu sniði og kennslan var í vor. Að ýmsu þurfi hins vegar að huga. „Í fyrsta lagi er stór hópur nýnema að koma og við viljum tryggja það að það sé vel tekið á móti þeim, þau njóti þess að vera í háskólanum með venjulegu sniði. Háskólar eru samfélög og það er nauðsynlegt að fólk taki þátt í rökræðum innan bygginganna, kennararnir kynnist nemendunum og þess háttar. Þannig að það er mjög mikilvægt að við sinnum þeim vel og til viðbótar þarf líka að huga að verklegri kennslu, klínískri kennslu og vettvangsnámi,“ segir Jón Atli. Þá geri tveggja metra reglan skólanum erfitt fyrir. „Tveggja metra reglan eins og hún er gengur ekki upp hvað það varðar svo það þarf að breyta ýmsu bara svo að skólastarfið geti gengið áfram með eðlilegu sniði,“ segir hann. Vonast til að komi til tilslakana þannig að starfið verði auðveldara Jón Atli segir að komi til þess að fjarkennsla verði við skólann verði munurinn sá miðað við hvernig henni var háttað í vor að skólinn verði opinn nemendum, ekki lokaður. Þess verði líklega freistað að bjóða upp á umræðutíma og fleira þess háttar í stærri stofum. Tveggja metra reglan þvælist þó enn fyrir hvað það varði. „Við vonumst til þess að það verði einhvers konar tilslakanir þannig að starfið verði auðveldara og við erum í samtali við stjórnvöld um það hvaða takmarkanir þessi tveggja metra regla setur. Við vitum, og höfum það í huga, að sóttvarnir eru algjört lykilatriði og við höfum ekki áhuga á því að fólk sýkist hér innan stofnunarinnar,“ segir Jón Atli. Kemur til greina að fámennari námskeið verði með óbreyttu sniði Eru fleiri tillögur á borðinu? „Við erum að skoða málið og ein hugmynd væri þá að vera með kennslu í lykilnámskeiðum fyrir nýnema en þetta er flókið. Sumar greinar eru þannig að við erum með einhvers konar bekkjakerfi, aðrar eru bara þannig að þetta er einhvers konar eininganám. Þess vegna er ekki endilega einfalt að segja hvaða námskeið eru nýnemanámskeið,“ segir Jón Atli. „Svo aftur kemur þetta með tveggja metra regluna, hvernig við getum gert það. Það eru margar hugmyndir á lofti en við viljum tryggja það að við tökum vel á móti okkar nemendum, við sinnum kennslunni eins vel og hægt er og að við tryggjum sóttvarnir.“ Þá komi það til greina, ef til fjarkennslu kemur, að kennsla verði óbreytt í fámennari námskeiðum en það fari eftir því hvaða stofur verði hægt að nota. „Ef við erum að tala um sal sem tekur 200 manns að jafnaði, þegar þú ert með tveggja metra regluna þá dettur það niður í kannski 30-40 manns svo þetta verður alltaf svo flókið. En við gerum allt hvað við getum og það verður þá einfaldara í minni námskeiðum en spurningin er alltaf „hvar á að draga línuna?“ svo það er verkefni okkar.“ Enn sé beðið eftir viðbrögðum stjórnvalda og næstu skref ráðist af þeim. Þegar viðbrögð stjórnvalda berist verði ákvörðun tekin. Jón Atli segir að vonandi verði þetta orðið skýrt fyrir byrjun næstu viku. Auglýsing heilbrigðisyfirvalda rennur út þann 13. ágúst en Jón Atli segir að ýjað hafi verið að því að ákvörðun verði jafnvel komin áður. Telur ólíklegt að engin fjarkennsla verði við skólann Skólinn er í einhverjum tilvikum byrjaður en í smáu sniði. Upp úr miðjum mánuði fer kennsla að byrja og verður farin alveg á fullt eftir þriðju vikuna í mánuðinum. „Við höfum eiginlega tvær vikur til þess að ganga frá málinu, hvernig þetta verður.“ Þá telur hann ólíklegt að engin fjarkennsla verði við skólann miðað við stöðuna eins og hún er í dag. „Ég myndi halda að það verði einhver fjarkennsla. Spurningin er eiginlega hvernig hún verður útfærð.“ Morgunblaðið greindi frá því í morgun að Háskólinn í Reykjavík hafi sett upp ýmsar sviðsmyndir fyrir komandi skólaár um það hvernig kennslu verði háttað. Ráðgert sé að kórónuveirufaraldurinn muni með einhverjum hætti setja mark sitt á skólastarf í vetur. Búið sé að undirbúa allar sviðsmyndir, allt frá eðlilegu skólastarfi til algerrar lokunnar og alls þar á milli. Haft er eftir Ara Kristni Jónssyni, rektor HR, að búist sé við að staðnám verði í bland við fjarkennslu í vetur.
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hagsmunir stúdenta Tengdar fréttir Háskóli Íslands kom 10 milljóna króna sjóði á fót fyrir stúdenta í bágri fjárhagsstöðu Stúdentaráð Háskóla Íslands, Háskóli Íslands og Félagsstofnun Stúdenta settu á fót tíu milljóna króna stuðningssjóð í byrjun sumars til að bregðast við bágri stöðu stúdenta við skólann sem búsettir eru á Stúdentagörðum og eru í miklum greiðsluvanda. 5. ágúst 2020 15:00 Skólar og aðrar stofnanir þurfa að undirbúa skerta starfsemi Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir skynsamlegt að skólastjórnendur og fyrirtæki undirbúi sig ef grípa þarf til hertari aðgerða í haust. 31. júlí 2020 15:10 Helmingur stúdenta óttast að geta ekki mætt útgjöldum sínum Könnun Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS) í samstarfi við Stúdentaráð Háskóla Íslands og mennta- og menningarmálaráðuneytið um atvinnumál og aðstæður stúdenta vegna Covid-19 dregur upp svarta mynd af stöðu stúdenta. 8. júní 2020 15:25 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Sjá meira
Háskóli Íslands kom 10 milljóna króna sjóði á fót fyrir stúdenta í bágri fjárhagsstöðu Stúdentaráð Háskóla Íslands, Háskóli Íslands og Félagsstofnun Stúdenta settu á fót tíu milljóna króna stuðningssjóð í byrjun sumars til að bregðast við bágri stöðu stúdenta við skólann sem búsettir eru á Stúdentagörðum og eru í miklum greiðsluvanda. 5. ágúst 2020 15:00
Skólar og aðrar stofnanir þurfa að undirbúa skerta starfsemi Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir skynsamlegt að skólastjórnendur og fyrirtæki undirbúi sig ef grípa þarf til hertari aðgerða í haust. 31. júlí 2020 15:10
Helmingur stúdenta óttast að geta ekki mætt útgjöldum sínum Könnun Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS) í samstarfi við Stúdentaráð Háskóla Íslands og mennta- og menningarmálaráðuneytið um atvinnumál og aðstæður stúdenta vegna Covid-19 dregur upp svarta mynd af stöðu stúdenta. 8. júní 2020 15:25