Heildarafli íslenskra skipa minnkaði um 17 prósent milli ára Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. ágúst 2020 12:18 Heildarafli íslenskra skipa minnkaði um 17 prósent frá 2018 til 2019. Vísir/Vilhelm Heildarafli íslenskra skipa árið 2019 var 17 prósentum minni en árið 2018 og skýrist samdráttur í aflamagni að mestu af minni uppsjávarafla. Fram kemur hjá Hagstofu Íslands að aflaverðmæti fyrstu sölu hafi hins vegar aukist um 13,4 prósent milli ára og hafi numið 145 milljörðum króna árið 2019. Heildaraflinn sem veiddist var 1.047.568 tonn, af þeim voru rúmlega 480 þúsund tonn af botnfiski sem er álíka mikið og árið 2018. Aflaverðmæti botnfiskaflans var 112,3 milljarðar króna sem er 24 prósent aukning frá árinu áður. Afli og aflaverðmæti helstu tegunda 2018-2019.Hagstofa Íslands/skjáskot Mest veiddist af þorski árið 2019 og var hann sem fyrr verðmætasta tegundin. Þorskaflinn nam tæplega 273 þúsund tonnum og nam aflaverðmæti fyrstu sölu tæpum 70 milljörðum króna. Þá var uppsjávartegundaaflinn ríflega 534 þúsund tonn í fyrra sem er 27,7 prósentum minna en á fyrra ári. Samkvæmt Hagstofunni munar þar mest um að loðnu hafi ekki verið landað á árinu sem hefur ekki gerst síðan loðnuveiðar hófust árið 1962. Loðnuaflinn nam 178 þúsund tonnum árið 2018 og var aflaverðmætið um 4,7 milljarðar króna. Af uppsjávarafla veiddist mest af kolmunna eða rúm 268 þúsund tonn. Aflaverðmæti uppsjávaraflans samanstóð af makríl, að verðmæti tæplega 85 milljarða krona, kolmunna að verðmæti 7,2 milljarða og síld, að verðmæti 5,9 milljarða. Heildarafli íslenskra fiskiskipa á árunum 1983-2019.Hagstofa Íslands/skjáskot Rúmlega 22 þúsund tonn veiddust af flatfiski árið 2019 sem er 18,1 prósentum minna en árið áður. Aflaverðmæti hans nam 9,3 milljörðum sem er um 8,3 prósentum lægra en árið áður. Þá minnkaði löndun á skelfisk og krabbadýrum um 2,5 þúsund tonn, úr 12,5 þúsund tonnum árið 2018 niður í 10 þúsund tonn árið 2019. Verðmæti skel- og krabbadýra nam tæplega 1,9 milljörðum sem er 28,5 prósentum minna en árið áður. Fiskur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Veltir fyrir sér hvort að smábátaeigendur á Akranesi séu nú ólöglegir Grásleppuveiðar voru stöðvar á miðnætti. Smábátaeigendur á Akranesi hafa harðlega gagnrýnt hversu skammur fyrirfari sé á stöðvuninni þá sé misskipt milli landshluta hversu mikið sjómenn hafa getað veitt. Siglt var frá Akranesi í morgun til að ná upp veiðarfærum hjá bátum á grásleppuveiðum. 3. maí 2020 14:06 Snögg stöðvun grásleppuveiða mikið áfall fyrir sjómenn „Þarna hefur sjávarútvegsráðuneytið sofið á verðinum um það að stöðva veiðarnar eða gefa út viðvörunarljós um að það væri að nálgast hámark og útfæra þá stöðvun svo að það væri tekið tillit til þeirra sem eru á veiðum. Þannig að menn væru með nokkuð jafn marga daga til sóknar,“ segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda. 2. maí 2020 16:15 Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira
Heildarafli íslenskra skipa árið 2019 var 17 prósentum minni en árið 2018 og skýrist samdráttur í aflamagni að mestu af minni uppsjávarafla. Fram kemur hjá Hagstofu Íslands að aflaverðmæti fyrstu sölu hafi hins vegar aukist um 13,4 prósent milli ára og hafi numið 145 milljörðum króna árið 2019. Heildaraflinn sem veiddist var 1.047.568 tonn, af þeim voru rúmlega 480 þúsund tonn af botnfiski sem er álíka mikið og árið 2018. Aflaverðmæti botnfiskaflans var 112,3 milljarðar króna sem er 24 prósent aukning frá árinu áður. Afli og aflaverðmæti helstu tegunda 2018-2019.Hagstofa Íslands/skjáskot Mest veiddist af þorski árið 2019 og var hann sem fyrr verðmætasta tegundin. Þorskaflinn nam tæplega 273 þúsund tonnum og nam aflaverðmæti fyrstu sölu tæpum 70 milljörðum króna. Þá var uppsjávartegundaaflinn ríflega 534 þúsund tonn í fyrra sem er 27,7 prósentum minna en á fyrra ári. Samkvæmt Hagstofunni munar þar mest um að loðnu hafi ekki verið landað á árinu sem hefur ekki gerst síðan loðnuveiðar hófust árið 1962. Loðnuaflinn nam 178 þúsund tonnum árið 2018 og var aflaverðmætið um 4,7 milljarðar króna. Af uppsjávarafla veiddist mest af kolmunna eða rúm 268 þúsund tonn. Aflaverðmæti uppsjávaraflans samanstóð af makríl, að verðmæti tæplega 85 milljarða krona, kolmunna að verðmæti 7,2 milljarða og síld, að verðmæti 5,9 milljarða. Heildarafli íslenskra fiskiskipa á árunum 1983-2019.Hagstofa Íslands/skjáskot Rúmlega 22 þúsund tonn veiddust af flatfiski árið 2019 sem er 18,1 prósentum minna en árið áður. Aflaverðmæti hans nam 9,3 milljörðum sem er um 8,3 prósentum lægra en árið áður. Þá minnkaði löndun á skelfisk og krabbadýrum um 2,5 þúsund tonn, úr 12,5 þúsund tonnum árið 2018 niður í 10 þúsund tonn árið 2019. Verðmæti skel- og krabbadýra nam tæplega 1,9 milljörðum sem er 28,5 prósentum minna en árið áður.
Fiskur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Veltir fyrir sér hvort að smábátaeigendur á Akranesi séu nú ólöglegir Grásleppuveiðar voru stöðvar á miðnætti. Smábátaeigendur á Akranesi hafa harðlega gagnrýnt hversu skammur fyrirfari sé á stöðvuninni þá sé misskipt milli landshluta hversu mikið sjómenn hafa getað veitt. Siglt var frá Akranesi í morgun til að ná upp veiðarfærum hjá bátum á grásleppuveiðum. 3. maí 2020 14:06 Snögg stöðvun grásleppuveiða mikið áfall fyrir sjómenn „Þarna hefur sjávarútvegsráðuneytið sofið á verðinum um það að stöðva veiðarnar eða gefa út viðvörunarljós um að það væri að nálgast hámark og útfæra þá stöðvun svo að það væri tekið tillit til þeirra sem eru á veiðum. Þannig að menn væru með nokkuð jafn marga daga til sóknar,“ segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda. 2. maí 2020 16:15 Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira
Veltir fyrir sér hvort að smábátaeigendur á Akranesi séu nú ólöglegir Grásleppuveiðar voru stöðvar á miðnætti. Smábátaeigendur á Akranesi hafa harðlega gagnrýnt hversu skammur fyrirfari sé á stöðvuninni þá sé misskipt milli landshluta hversu mikið sjómenn hafa getað veitt. Siglt var frá Akranesi í morgun til að ná upp veiðarfærum hjá bátum á grásleppuveiðum. 3. maí 2020 14:06
Snögg stöðvun grásleppuveiða mikið áfall fyrir sjómenn „Þarna hefur sjávarútvegsráðuneytið sofið á verðinum um það að stöðva veiðarnar eða gefa út viðvörunarljós um að það væri að nálgast hámark og útfæra þá stöðvun svo að það væri tekið tillit til þeirra sem eru á veiðum. Þannig að menn væru með nokkuð jafn marga daga til sóknar,“ segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda. 2. maí 2020 16:15