Fjórfalt fleiri farþegar milli mánaða en 87 prósent færri en í fyrra Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. ágúst 2020 16:10 Flugfloti Icelandair á Keflavíkurflugvelli í samgöngubanni Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Þó svo að farþegaflutningar Icelandair í nýliðnum júlímánuði hafi dregist saman milli ára jukust þeir engu að síður umtalsvert milli mánaða, ef marka má mánaðarlegar flutningatölur félagsins. Þær bera með sér að Icelandair hafi flutt næstum fjórfalt fleiri farþega í júlí en í júní, eftir að ferðatakmörkunum í Evrópu vegna kórónuveirunnar var aflétt um miðjan júnímánuð. Farþegafjöldinn hafi þannig aukist úr úr um 18.500 í júní í um 73.200 í júlí. Fjöldi farþega til Íslands í síðasta mánuði hafi verið um 58.200 og um 13.300 frá Íslandi. Þrátt fyrir aukninguna hafi farþegafjöldinn í júlí dregist saman um 87 prósent milli ára. Icelandair nefnir í því samhengi að tengiflug milli Evrópu og Norður Ameríku hafi verið í algjöru lágmarki í júlí vegna ferðatakmarkana í Bandaríkjunum og á ytri landamærum Schengen. Þar að auki hafi heildarframboð minnkað um 89 prósent milli ára. Betri staða í fraktflutningum Í orðsendingu sinni segir Icelandair að fjöld farþega hjá Air Iceland Connect hafi verið tæplega 15 þúsund í júlímánuði og þannig fækkað um 48 prósent á milli ára. Framboð í innanlandsflugi hafi aukinheldur minnkað um 64 prósent. „Seldir blokktímar í leiguflugstarfsemi félagsins drógust saman um 81% á milli ára í júlí en hafa dregist saman um tæp 40% á milli ára það sem af er ári. Flutningastarfsemi félagsins gekk samkvæmt áætlun í júlímánuði og drógust fraktflutningar mun minna saman en farþegaflug eða um 15% á milli ára. Samdrætti í farþegaflugi hefur á liðnum mánuðum verið mætt með auknum ferðum fraktvéla félagsins, bæði til Bandaríkjanna og Evrópu,“ segir jafnframt í orðsendingu Icelandair. Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Þó svo að farþegaflutningar Icelandair í nýliðnum júlímánuði hafi dregist saman milli ára jukust þeir engu að síður umtalsvert milli mánaða, ef marka má mánaðarlegar flutningatölur félagsins. Þær bera með sér að Icelandair hafi flutt næstum fjórfalt fleiri farþega í júlí en í júní, eftir að ferðatakmörkunum í Evrópu vegna kórónuveirunnar var aflétt um miðjan júnímánuð. Farþegafjöldinn hafi þannig aukist úr úr um 18.500 í júní í um 73.200 í júlí. Fjöldi farþega til Íslands í síðasta mánuði hafi verið um 58.200 og um 13.300 frá Íslandi. Þrátt fyrir aukninguna hafi farþegafjöldinn í júlí dregist saman um 87 prósent milli ára. Icelandair nefnir í því samhengi að tengiflug milli Evrópu og Norður Ameríku hafi verið í algjöru lágmarki í júlí vegna ferðatakmarkana í Bandaríkjunum og á ytri landamærum Schengen. Þar að auki hafi heildarframboð minnkað um 89 prósent milli ára. Betri staða í fraktflutningum Í orðsendingu sinni segir Icelandair að fjöld farþega hjá Air Iceland Connect hafi verið tæplega 15 þúsund í júlímánuði og þannig fækkað um 48 prósent á milli ára. Framboð í innanlandsflugi hafi aukinheldur minnkað um 64 prósent. „Seldir blokktímar í leiguflugstarfsemi félagsins drógust saman um 81% á milli ára í júlí en hafa dregist saman um tæp 40% á milli ára það sem af er ári. Flutningastarfsemi félagsins gekk samkvæmt áætlun í júlímánuði og drógust fraktflutningar mun minna saman en farþegaflug eða um 15% á milli ára. Samdrætti í farþegaflugi hefur á liðnum mánuðum verið mætt með auknum ferðum fraktvéla félagsins, bæði til Bandaríkjanna og Evrópu,“ segir jafnframt í orðsendingu Icelandair.
Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira