Twitter merkir reikninga ríkisfjölmiðla Kjartan Kjartansson skrifar 6. ágúst 2020 20:24 Rússneski fjölmiðillinn RT framleiðir efni á ensku og er rekinn af rússneska ríkinu. Vestræn ríki telja miðilinn verkfæri stjórnvalda í Kreml. Vísir/Getty Tístum frá ríkisfjölmiðlum verður ekki lengur haldið að notendum samfélagsmiðilsins Twitter og byrjar er að merkja reikninga miðlanna sérstaklega. Rússneski fjölmiðillinn RT og kínverska Xinhua-ríkisfréttastofan eru á meðal þeirra sem verða fyrir áhrifum af breytingunum. Ólíklegra verður nú að tíst frá fjölmiðlum sem eru taldir undir stjórn ríkisins í heimalöndum sínum rati í leitarniðurstöður, tilkynningar og í tímalínu notenda, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Twitter segir að breytingunni sé ætla að gefa notendum meira samhengi um tíst sem þeir sjá. Auk ríkisfjölmiðlanna verða reikningar ákveðinna „lykilembættismanna“ fastaríkjanna fimm í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna; Kína, Frakklands, Rússlands, Bretlands og Bandaríkjanna, merktir sérstaklega. Á meðal þeirra eru utanríkisráðherrar, stofnanir, sendiherrar og talsmenn. Persónulegir reikningar stjórnmálaleiðtoga verða ekki endilega merktir. Þannig er opinber Twitter-aðgangur Donalds Trump Bandaríkjaforseta merktur sem slíkur en ekki persónulegur aðgangur hans sem hann notar langsamlega mest dags daglega. Merkingarnar ná til fjölmiðla þar sem „ríkisvaldið hefur stjórn á ritstjórnarefni með fjárveitingum, pólitískum þrýstingi eða með stjórn á framleiðslu og dreifingu“, að sögn Twitter. Opinberir fjölmiðlar sem fá fjárveitingar úr opinberum sjóðum en njóta ritstjórnarlegs sjálfstæðis verða ekki merktir sérstaklega, þar á meðal BBC og bandaríski miðillinn NPR. Twitter has begun labeling the Chinese Communist Party s propaganda outlets as Chinese state-affiliated media. pic.twitter.com/OSEmiTjjge— JERRY DUNLEAVY (@JerryDunleavy) August 6, 2020 Twitter Samfélagsmiðlar Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Tístum frá ríkisfjölmiðlum verður ekki lengur haldið að notendum samfélagsmiðilsins Twitter og byrjar er að merkja reikninga miðlanna sérstaklega. Rússneski fjölmiðillinn RT og kínverska Xinhua-ríkisfréttastofan eru á meðal þeirra sem verða fyrir áhrifum af breytingunum. Ólíklegra verður nú að tíst frá fjölmiðlum sem eru taldir undir stjórn ríkisins í heimalöndum sínum rati í leitarniðurstöður, tilkynningar og í tímalínu notenda, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Twitter segir að breytingunni sé ætla að gefa notendum meira samhengi um tíst sem þeir sjá. Auk ríkisfjölmiðlanna verða reikningar ákveðinna „lykilembættismanna“ fastaríkjanna fimm í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna; Kína, Frakklands, Rússlands, Bretlands og Bandaríkjanna, merktir sérstaklega. Á meðal þeirra eru utanríkisráðherrar, stofnanir, sendiherrar og talsmenn. Persónulegir reikningar stjórnmálaleiðtoga verða ekki endilega merktir. Þannig er opinber Twitter-aðgangur Donalds Trump Bandaríkjaforseta merktur sem slíkur en ekki persónulegur aðgangur hans sem hann notar langsamlega mest dags daglega. Merkingarnar ná til fjölmiðla þar sem „ríkisvaldið hefur stjórn á ritstjórnarefni með fjárveitingum, pólitískum þrýstingi eða með stjórn á framleiðslu og dreifingu“, að sögn Twitter. Opinberir fjölmiðlar sem fá fjárveitingar úr opinberum sjóðum en njóta ritstjórnarlegs sjálfstæðis verða ekki merktir sérstaklega, þar á meðal BBC og bandaríski miðillinn NPR. Twitter has begun labeling the Chinese Communist Party s propaganda outlets as Chinese state-affiliated media. pic.twitter.com/OSEmiTjjge— JERRY DUNLEAVY (@JerryDunleavy) August 6, 2020
Twitter Samfélagsmiðlar Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira