„Er bara að reyna hjálpa þríeykinu,“ segir leikarinn og uppistandarinn Vilhelm Neto í færslu á Twitter og birtir hann þar myndband og lagastúf.
Vilhelm langar að aðstoða þríeykið Víði Reynisson, Ölmu Möller og Þórólfi Guðnasyni í því að ná til unga fólksins.
Fram kom á upplýsingafundi Almannavarna í vikunni að reynst hefði erfitt að ná til ungs fólks að fara eftir tveggja metra reglunni.
Margir hafa slegið á létta strengi í kjölfarið á samfélagsmiðlum og vilja sumir meina að samfélagsmiðlar á borð við, TikTok, Instagram, Snapchat og fleiri miðlar séu einmitt leiðin.
Er bara að reyna hjálpa þríeykinu pic.twitter.com/bIHD3HMy8P
— Vilhelm Neto (@VilhelmNeto) August 7, 2020