Hafa áhyggjur af bóluefni Rússa Samúel Karl Ólason skrifar 7. ágúst 2020 12:03 Heilbrigðisstarfsmenn að störfum í Rússlandi. AP/Pavel Golovkin Vísindamenn hafa áhyggjur af yfirlýsingum Rússa um þeir verði fyrstir til að bólusetja íbúa landsins. Til stendur að hefja umfangsmiklar bólusetningar gegn Covid-19 í Rússlandi í október með bóluefni sem hefur ekki enn verið farið í gegnum tilraunir sem tryggja eiga öryggi þess og virkni. Yfirvöld í Moskvu sjá mikinn áróðurssigur í því að verða fyrstir að hefja bólusetningar. Tilraunir á mönnum hófust hins vegar fyrir minna en tveimur mánuðum og þá á mjög fáum aðilum, eða alls 76 manns. Samkvæmt AP fréttaveitunni er engar vísindalegar vísbendingar sem styðja það hefja bólusetningar svo snemma. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) gaf í síðustu viku út yfirlit fyrir 26 bóluefni sem verið væri að þróa. Þar voru 26 bóluefni sem byrjað er að prófa á mönnum. Bóluefni Rússa, sem þróað er af Gamaleya rannsóknarstofnuninni, var þar skráð á þann veg að tilraunir væru í fyrsta fasa, af þremur. 139 bóluefni hafa ekki enn náð í tilraunir á mönnum. Þrátt fyrir að þróunarvinna Rússa hafi byrjað seinna en víða annarsstaðar segir Mikhail Murashko, heilbrigðisráðherra Rússa, að meðferðarrannsóknum á bóluefni þeirra sé lokið. Eftir yfirlýsingar Murashko gaf WHO út yfirlýsingu um að Rússar ættu að fylgja hefðbundnum ferlum til að tryggja virkni og öryggi bóluefna. Í frétt Moscow Times segir enn fremur að talsmaður WHO hafi sagt blaðamönnum að stofnuninni hafi ekki borist opinber tilkynning um bóluefni Rússa væri svo langt komið í tilraunaferlinu. Þriðja fasa rannsóknir á bóluefnum ná yfirleitt til tuga þúsunda einstaklinga og er það í raun eina leiðin til að sannreyna að bóluefni virki eins og skyldi og séu örugg. Þeim fasa hefur ekki verið lokið í Rússlandi en samt stendur til að samþykkja bóluefnið á næstu dögum. Gamaleya ætlar að framkvæma þriðja fasa prófanir eftir að bóluefnið hefur verið samþykkt og þá á einungis 1.600 manns. Framkvæmdastjóri rússnesku samtakanna Association of Clinical Trials Organizations, sem eru samtök fyrirtækja og stofnanna sem eiga í tilraunum á lyfjum, sagði AP að það tæki yfirleitt nokkur ár að þróa lyf. Það að Gamaleya ætlaði að nota lyf sem hafi verið prófað á 76 sjálfboðaliðum í fyrstu og annars fasa tilraunum sem fullkláraða vöru sé alvarlegt. Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Erlent Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Fleiri fréttir „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Sjá meira
Vísindamenn hafa áhyggjur af yfirlýsingum Rússa um þeir verði fyrstir til að bólusetja íbúa landsins. Til stendur að hefja umfangsmiklar bólusetningar gegn Covid-19 í Rússlandi í október með bóluefni sem hefur ekki enn verið farið í gegnum tilraunir sem tryggja eiga öryggi þess og virkni. Yfirvöld í Moskvu sjá mikinn áróðurssigur í því að verða fyrstir að hefja bólusetningar. Tilraunir á mönnum hófust hins vegar fyrir minna en tveimur mánuðum og þá á mjög fáum aðilum, eða alls 76 manns. Samkvæmt AP fréttaveitunni er engar vísindalegar vísbendingar sem styðja það hefja bólusetningar svo snemma. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) gaf í síðustu viku út yfirlit fyrir 26 bóluefni sem verið væri að þróa. Þar voru 26 bóluefni sem byrjað er að prófa á mönnum. Bóluefni Rússa, sem þróað er af Gamaleya rannsóknarstofnuninni, var þar skráð á þann veg að tilraunir væru í fyrsta fasa, af þremur. 139 bóluefni hafa ekki enn náð í tilraunir á mönnum. Þrátt fyrir að þróunarvinna Rússa hafi byrjað seinna en víða annarsstaðar segir Mikhail Murashko, heilbrigðisráðherra Rússa, að meðferðarrannsóknum á bóluefni þeirra sé lokið. Eftir yfirlýsingar Murashko gaf WHO út yfirlýsingu um að Rússar ættu að fylgja hefðbundnum ferlum til að tryggja virkni og öryggi bóluefna. Í frétt Moscow Times segir enn fremur að talsmaður WHO hafi sagt blaðamönnum að stofnuninni hafi ekki borist opinber tilkynning um bóluefni Rússa væri svo langt komið í tilraunaferlinu. Þriðja fasa rannsóknir á bóluefnum ná yfirleitt til tuga þúsunda einstaklinga og er það í raun eina leiðin til að sannreyna að bóluefni virki eins og skyldi og séu örugg. Þeim fasa hefur ekki verið lokið í Rússlandi en samt stendur til að samþykkja bóluefnið á næstu dögum. Gamaleya ætlar að framkvæma þriðja fasa prófanir eftir að bóluefnið hefur verið samþykkt og þá á einungis 1.600 manns. Framkvæmdastjóri rússnesku samtakanna Association of Clinical Trials Organizations, sem eru samtök fyrirtækja og stofnanna sem eiga í tilraunum á lyfjum, sagði AP að það tæki yfirleitt nokkur ár að þróa lyf. Það að Gamaleya ætlaði að nota lyf sem hafi verið prófað á 76 sjálfboðaliðum í fyrstu og annars fasa tilraunum sem fullkláraða vöru sé alvarlegt.
Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Erlent Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Fleiri fréttir „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Sjá meira