Kínverskur maður dó úr svarta dauða Samúel Karl Ólason skrifar 7. ágúst 2020 14:09 Bræður sem borðuðu múrmelsdýr smituðust af svarta dauða fyrr í sumar. Ekki liggur fyrir hvernig maðurinn sem dó smitaðist. Vísir/Getty Yfirvöld í Innri Mongólíu í Kína hafa girt þorp af eftir að maður dó þar úr svarta dauða. Sjúkdómi sem olli versta faraldri sögunnar. Maðurinn er sá þriðji sem smitast í Kína á þessu ári en sá fyrsti sem deyr. Maðurinn dó á sunnudaginn og svo var staðfest í gær að hann hefði dáið vegna svarta dauða. Ekki liggur fyrir hvernig maðurinn smitaðist af veikinni en þorpið Suji Xincun hefur verið lokað af vegna málsins. Öll heimili þorpsins eru sótthreinsuð einu sinni á dag en hingað til hefur enginn annar íbúi greinst með svarta dauða. Alls hafa 26 verið sendir í sóttkví. Þorpið Suji Xincun er staðsett í Baotou héraði. Fyrr í sumar greindist maður í Bayannur, héraði við hlið Baotou, með svarta dauða. Þar smituðust bræður eftir að þeir borðuðu múrmeldýr. Á Vísindavefnum segir að baktería sem nefnist Yersinia pestis valdi svartadauða. Sjúkdómurinn er fyrst og fremst bundinn við nagdýr, til dæmis rottur, en hann getur borist í menn með flóm nagdýra og valdið lungna- og kýlapest. Eins og tekið er fram í frétt CNN er talið að eitt til tvö þúsund manns smitist af svarta dauða á ári hverju. Líklegt er að sjúkdómurinn finnist á hverri heimsálfu og þá sérstaklega í vesturhluta Bandaríkjanna, Brasilíu, suðausturhluta Afríku, Indlandi, Kína og Mið-Austurlöndum. Árið 2015 dóu til að mynda tvær manneskjur í Colorado í Bandaríkjunum. Árið áður greindust átta með svarta dauða í ríkinu Who segir tiltölulega auðvelt að bregðast við sjúkdómnum með sýklalyfjum og hefðbundnum sóttvörnum. Yfirvöld í Baotou hafa varað íbúa við því umgangast villt dýr og forðast veiðar. Þá er þeim ráðlagt að leita til læknis sýni þau einkenni sjúkdómsins eins og hita og/eða hósta. Kína Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Fleiri fréttir Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Sjá meira
Yfirvöld í Innri Mongólíu í Kína hafa girt þorp af eftir að maður dó þar úr svarta dauða. Sjúkdómi sem olli versta faraldri sögunnar. Maðurinn er sá þriðji sem smitast í Kína á þessu ári en sá fyrsti sem deyr. Maðurinn dó á sunnudaginn og svo var staðfest í gær að hann hefði dáið vegna svarta dauða. Ekki liggur fyrir hvernig maðurinn smitaðist af veikinni en þorpið Suji Xincun hefur verið lokað af vegna málsins. Öll heimili þorpsins eru sótthreinsuð einu sinni á dag en hingað til hefur enginn annar íbúi greinst með svarta dauða. Alls hafa 26 verið sendir í sóttkví. Þorpið Suji Xincun er staðsett í Baotou héraði. Fyrr í sumar greindist maður í Bayannur, héraði við hlið Baotou, með svarta dauða. Þar smituðust bræður eftir að þeir borðuðu múrmeldýr. Á Vísindavefnum segir að baktería sem nefnist Yersinia pestis valdi svartadauða. Sjúkdómurinn er fyrst og fremst bundinn við nagdýr, til dæmis rottur, en hann getur borist í menn með flóm nagdýra og valdið lungna- og kýlapest. Eins og tekið er fram í frétt CNN er talið að eitt til tvö þúsund manns smitist af svarta dauða á ári hverju. Líklegt er að sjúkdómurinn finnist á hverri heimsálfu og þá sérstaklega í vesturhluta Bandaríkjanna, Brasilíu, suðausturhluta Afríku, Indlandi, Kína og Mið-Austurlöndum. Árið 2015 dóu til að mynda tvær manneskjur í Colorado í Bandaríkjunum. Árið áður greindust átta með svarta dauða í ríkinu Who segir tiltölulega auðvelt að bregðast við sjúkdómnum með sýklalyfjum og hefðbundnum sóttvörnum. Yfirvöld í Baotou hafa varað íbúa við því umgangast villt dýr og forðast veiðar. Þá er þeim ráðlagt að leita til læknis sýni þau einkenni sjúkdómsins eins og hita og/eða hósta.
Kína Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Fleiri fréttir Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Sjá meira