Innlent

Bein út­sending: Þjóð­kirkjan kynnir Eina sögu - eitt skref og biðst fyrir­gefningar á mis­rétti gagn­vart hin­segin fólki

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Þjóðkirkjan í samstarfi við Samtökin ´78 boðar til kynningarfundar á verkefninu Ein saga - eitt skref.
Þjóðkirkjan í samstarfi við Samtökin ´78 boðar til kynningarfundar á verkefninu Ein saga - eitt skref. Getty - Vísir/Vilhelm

Þjóðkirkjan í samstarfi við Samtökin ´78 hefur boðað til kynningarfundar í dag á verkefninu Ein saga – eitt skref. Tilgangur verkefnisins er að biðjast fyrirgefningar, gera upp og læra af sögu misréttis gagnvart hinsegin fólki innan kirkjunnar. Fundinum verður streymt í beinni útsendingu klukkan 13 og verður sýndur hér á Vísi.

Persónulegum reynslusögum verður safnað af fordómum og andstöðu þjóðkirkjunnar við réttindi hinsegin fólks í gegn um árin að því er fram kemur í grein sem Frú Agnes M. Sigurðardóttir biskup skrifar og birtist í Morgunblaðinu í morgun. Sett hefur verið upp síða þar sem hver og einn sem geymir sögu og vill deila getur skilað inn hér.

Næsta vor verða sögurnar gerðar opinberar. Sögurnar veðra hengdar upp í kirkjum landsins til vitnisburðar og lærdóms. Klukkan 14 í dag verður svo regnbogafáninn dreginn að húni við kirkjur víðs vegar um landið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×