„Manni fannst fráleitt þegar talað var um buff eða bómullargrímur“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. ágúst 2020 12:27 Bryndís Sigurðardóttir, smitsjúkdómalæknir á Landspítalanum, mælir með notkun gríma til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Vísir Smitsjúkdómalæknir á Landspítalanum mælir með að fólk noti grímur þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra regluna. Buff og taugrímur geti jafnvel verið nóg til að minnka áhættuna á smiti og ef meirihluti einstaklinga í lokuðu rými sé með grímur sé hugsanlega hægt að minnka útbreiðslu kórónuveirunnar. Bryndís Sigurðardóttir, smitsjúkdómalæknir á Landspítalanum, segir það hafa verið fráleita tilhugsun fyrir nokkrum vikum og mánuðum að buff eða bómullargrímur gætu skilað árangri. Það virðist hins vegar skipta máli og þegar smit er komið inn í samfélagið geti það haft mikil áhrif. „Manni fannst fráleitt þegar var verið að tala hérna um buff eða bómullargrímur, maður bara svolítið hló að því fyrir nokkrum mánuðum, en þetta virðist skipta máli og þegar við erum bara komin á þetta stig að veiran er komin aftur inn í samfélagið þá held ég að við sem heilbrigðisstarfsmenn myndum vilja gera allt til að vernda einstaklingana,“ segir Bryndís í vikulokunum á Rás 1 í morgun. Henni hafi þótt það fráleit hugmynd fyrir nokkrum mánuðum að Íslendingar færu að ganga um með grímur eða fara út í búð með grímur. „Eins og við kannski munum voru bæði CDC (sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna) og WHO (Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin) sem mæltu með í mars og apríl almennri grímunotkun.“ Grímur minnki útbreiðslu veirunnar Ástæða þess að fólk hafi ekki notað grímur í upphafi sé að hluta til að almennur skortur var á grímum og áhyggjur hafi verið uppi að heilbrigðisstarfsfólk hafði jafnvel ekki nægilegan aðgang að grímum. Þá séu einnig tvær tegundir af grímum sem hægt hafi verið að nota. Það væru skurðstofugrímur, sem fást í flestum lyfjaverslunum, og veirugrímur, sem eru mun þéttari og eru notaðar þegar berklasjúklingum, sjúklingum með hlaupabólu og sjúklingum með mislinga er sinnt. „Þær eru ekki fyrir almenning enda engin þörf á þeim fyrir almenning, en það sem við erum að tala um eru þessar almennu skurðstofugrímur. Þegar maður var að skoða þessar upplýsingar enn og aftur í vor, vitandi þá það sem maður vissi um veiruna, og það er alveg ljóst að við vitum meira nú og þessi veira hún er ekki að hegða sér eins og aðrar veirur,“ segir Bryndís. Nú þurfi að grípa til hvaða aðgerða sem er til að minnka útbreiðsluna. „Þá er talið að þessar venjulegu, hefðbundnu skurðstofugrímur sem eru bara lausar að þær hjálpi við að minnka útbreiðslu veirunnar. Þannig að það er ekki hundrað prósent en það er enginn að tala um hundrað prósent, við vitum að við hundrað prósent losnum ekki við veiruna.“ „Hugmyndin er sú og upplýsingar sýna að með því að minnka veirumagn sem sýktur smitar frá sér miðað við það sem ekki smitaður andar að sér þá getum við minnkað magn veikindanna en hugsanlega getur sá einstaklingur líka myndað mótefni þannig að við aukum einkennalaust smit,“ segir Bryndís. Fólk þurfi einnig að meta aðstæðurnar hvar grímunotkun sé nauðsynleg, það sé til að mynda ekki nauðsynlegt að vera með grímu þegar fólk er úti að ganga. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Ef fjarlægðartakmörkunum er viðhaldið eru grímur í raun belti með axlaböndum“ Ávinningur er af því að nota grímur út í samfélaginu ef grímurnar eru rétt notaðar en ef fjarlægðartakmörkunum er viðhaldið eru grímur í raun belti með axlaböndum að sögn Jóns Magnúsar Jóhannessonar deildarlæknis á Landspítalanum. 6. ágúst 2020 11:30 „Ástæðan fyrir því að Covid er komið aftur“ Almannavarnir hafa fengið fjölda tilkynninga frá áhyggjufullum borgurum sem kvarta undan samferðafólki sem fer ekki eftir tveggja metra reglunni. Svo virðist sem fólk hafi gleymt sér um stund en sé að gera sér grein fyrir alvörunni nú þegar smituðum fjölgar. 6. ágúst 2020 22:00 Engin grímuskylda í ferðum á höfuðborgarsvæðinu Ekki verður skylda fyrir farþega að nota hlífðargrímu um borð í Strætó þó mælt sé með því ef vagnar fyllast. 1. ágúst 2020 15:58 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
Smitsjúkdómalæknir á Landspítalanum mælir með að fólk noti grímur þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra regluna. Buff og taugrímur geti jafnvel verið nóg til að minnka áhættuna á smiti og ef meirihluti einstaklinga í lokuðu rými sé með grímur sé hugsanlega hægt að minnka útbreiðslu kórónuveirunnar. Bryndís Sigurðardóttir, smitsjúkdómalæknir á Landspítalanum, segir það hafa verið fráleita tilhugsun fyrir nokkrum vikum og mánuðum að buff eða bómullargrímur gætu skilað árangri. Það virðist hins vegar skipta máli og þegar smit er komið inn í samfélagið geti það haft mikil áhrif. „Manni fannst fráleitt þegar var verið að tala hérna um buff eða bómullargrímur, maður bara svolítið hló að því fyrir nokkrum mánuðum, en þetta virðist skipta máli og þegar við erum bara komin á þetta stig að veiran er komin aftur inn í samfélagið þá held ég að við sem heilbrigðisstarfsmenn myndum vilja gera allt til að vernda einstaklingana,“ segir Bryndís í vikulokunum á Rás 1 í morgun. Henni hafi þótt það fráleit hugmynd fyrir nokkrum mánuðum að Íslendingar færu að ganga um með grímur eða fara út í búð með grímur. „Eins og við kannski munum voru bæði CDC (sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna) og WHO (Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin) sem mæltu með í mars og apríl almennri grímunotkun.“ Grímur minnki útbreiðslu veirunnar Ástæða þess að fólk hafi ekki notað grímur í upphafi sé að hluta til að almennur skortur var á grímum og áhyggjur hafi verið uppi að heilbrigðisstarfsfólk hafði jafnvel ekki nægilegan aðgang að grímum. Þá séu einnig tvær tegundir af grímum sem hægt hafi verið að nota. Það væru skurðstofugrímur, sem fást í flestum lyfjaverslunum, og veirugrímur, sem eru mun þéttari og eru notaðar þegar berklasjúklingum, sjúklingum með hlaupabólu og sjúklingum með mislinga er sinnt. „Þær eru ekki fyrir almenning enda engin þörf á þeim fyrir almenning, en það sem við erum að tala um eru þessar almennu skurðstofugrímur. Þegar maður var að skoða þessar upplýsingar enn og aftur í vor, vitandi þá það sem maður vissi um veiruna, og það er alveg ljóst að við vitum meira nú og þessi veira hún er ekki að hegða sér eins og aðrar veirur,“ segir Bryndís. Nú þurfi að grípa til hvaða aðgerða sem er til að minnka útbreiðsluna. „Þá er talið að þessar venjulegu, hefðbundnu skurðstofugrímur sem eru bara lausar að þær hjálpi við að minnka útbreiðslu veirunnar. Þannig að það er ekki hundrað prósent en það er enginn að tala um hundrað prósent, við vitum að við hundrað prósent losnum ekki við veiruna.“ „Hugmyndin er sú og upplýsingar sýna að með því að minnka veirumagn sem sýktur smitar frá sér miðað við það sem ekki smitaður andar að sér þá getum við minnkað magn veikindanna en hugsanlega getur sá einstaklingur líka myndað mótefni þannig að við aukum einkennalaust smit,“ segir Bryndís. Fólk þurfi einnig að meta aðstæðurnar hvar grímunotkun sé nauðsynleg, það sé til að mynda ekki nauðsynlegt að vera með grímu þegar fólk er úti að ganga.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Ef fjarlægðartakmörkunum er viðhaldið eru grímur í raun belti með axlaböndum“ Ávinningur er af því að nota grímur út í samfélaginu ef grímurnar eru rétt notaðar en ef fjarlægðartakmörkunum er viðhaldið eru grímur í raun belti með axlaböndum að sögn Jóns Magnúsar Jóhannessonar deildarlæknis á Landspítalanum. 6. ágúst 2020 11:30 „Ástæðan fyrir því að Covid er komið aftur“ Almannavarnir hafa fengið fjölda tilkynninga frá áhyggjufullum borgurum sem kvarta undan samferðafólki sem fer ekki eftir tveggja metra reglunni. Svo virðist sem fólk hafi gleymt sér um stund en sé að gera sér grein fyrir alvörunni nú þegar smituðum fjölgar. 6. ágúst 2020 22:00 Engin grímuskylda í ferðum á höfuðborgarsvæðinu Ekki verður skylda fyrir farþega að nota hlífðargrímu um borð í Strætó þó mælt sé með því ef vagnar fyllast. 1. ágúst 2020 15:58 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
„Ef fjarlægðartakmörkunum er viðhaldið eru grímur í raun belti með axlaböndum“ Ávinningur er af því að nota grímur út í samfélaginu ef grímurnar eru rétt notaðar en ef fjarlægðartakmörkunum er viðhaldið eru grímur í raun belti með axlaböndum að sögn Jóns Magnúsar Jóhannessonar deildarlæknis á Landspítalanum. 6. ágúst 2020 11:30
„Ástæðan fyrir því að Covid er komið aftur“ Almannavarnir hafa fengið fjölda tilkynninga frá áhyggjufullum borgurum sem kvarta undan samferðafólki sem fer ekki eftir tveggja metra reglunni. Svo virðist sem fólk hafi gleymt sér um stund en sé að gera sér grein fyrir alvörunni nú þegar smituðum fjölgar. 6. ágúst 2020 22:00
Engin grímuskylda í ferðum á höfuðborgarsvæðinu Ekki verður skylda fyrir farþega að nota hlífðargrímu um borð í Strætó þó mælt sé með því ef vagnar fyllast. 1. ágúst 2020 15:58
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent