Grípa þyrfti til frekari takmarkana ef kveða ætti faraldurinn niður á þremur vikum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Birgir Olgeirsson skrifa 8. ágúst 2020 12:53 Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, sem fer fyrir teyminu við HÍ sem vinnur spálíkan um líklega þróun Covid-19 hér á Íslandi. Vísir Ef kveða ætti seinni bylgju kórónuveirufaraldursins niður á þremur vikum hér á landi þyrfti að grípa til herts samkomubanns. Þetta segir prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands. Hver einstaklingur sem smitaður er af kórónuveirunni á Íslandi í dag smitar að jafnaði 2 - 3 til viðbótar eins og staðan er. Thor Aspelund prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands segir tölur dagsins vera ákveðinn létti þó erfitt sé að draga stórar ályktanir út frá einum degi. Þrír greindust innanlands í gær og tveir á landamærum en tveir bíða eftir niðurstöðum úr mótefnamælingum þaðan. „Svo horfa menn líka á að það eru helmingi færri innanlandssýni, gegn um spítalann og Íslenska erfðagreiningu, þannig að það hefur kannski einhver áhrif líka. Ég myndi nú halda að það sé eitthvað eftir inni, ekki kannski fjórtán en sjö, átta á dag næstu daga jafnvel.“ Hann segir Íslendinga vera á fimmtánda degi í annarri bylgju faraldursins og staðan virðist að einhverju leiti jákvæðari en á sama tíma í fyrri bylgju faraldursins. Thor segir smithlutfallið á svipuðum stað og í fyrri bylgjunni. Hver sýktur einstaklingur smiti því um tvo til viðbótar að jafnaði. „Það fór alveg upp í rúmlega tvo þannig að þetta er frekar líkt og var í þriðju viku í mars síðast.“ Thor segir að teymið sem vinnur að spálíkani fyrir kórónuveirufaraldurinn geti jafnvel skilað af sér spá á föstudag. „Myndin er orðin að einhverju leiti skýr á þriðjudag, myndi ég giska á núna, þá sjáum við alveg skýrt hvort þetta hefur beygt af vextinum miðað við síðast. Þá er ekkert óraunhæft að koma með spálíkan til dæmis á föstudaginn,“ segir Thor. Ef allir færu eftir sóttvarnarreglum væri mögulegt að mati Thors að ná þessari seinni bylgju niður á jafnvel þremur vikum. „Þá myndum við geta náð henni niður bara á þremur vikum, ég myndi halda það, ef við færum öll í gírinn en þá þyrftum við líklega 20 manna bannið, samkomutakmörkunina, til að ná þessu alveg hart niður. Það er besta ágiskunin mín núna,“ segir Thor. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mælir með notkun gríma: „Manni fannst fráleitt þegar talað var um buff eða bómullargrímur“ Smitsjúkdómalæknir á Landspítalanum mælir með að fólk noti grímur þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra regluna. Buff og taugrímur geti jafnvel verið nóg. 8. ágúst 2020 12:27 Þrjú innanlandssmit og tvö virk smit á landamærunum Þrír greindust með veiruna innanlands síðasta sólarhringinn, allir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. 8. ágúst 2020 11:03 Tölunum svipar til þess þegar faraldurinn fór fyrst á flug Teymið sem vinnur að spálíkani fyrir kórónuveirufaraldurinn ákvað að bíða aðeins með að gefa út spá eftir tíðindi dagsins. 7. ágúst 2020 20:03 Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Fleiri fréttir Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Sjá meira
Ef kveða ætti seinni bylgju kórónuveirufaraldursins niður á þremur vikum hér á landi þyrfti að grípa til herts samkomubanns. Þetta segir prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands. Hver einstaklingur sem smitaður er af kórónuveirunni á Íslandi í dag smitar að jafnaði 2 - 3 til viðbótar eins og staðan er. Thor Aspelund prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands segir tölur dagsins vera ákveðinn létti þó erfitt sé að draga stórar ályktanir út frá einum degi. Þrír greindust innanlands í gær og tveir á landamærum en tveir bíða eftir niðurstöðum úr mótefnamælingum þaðan. „Svo horfa menn líka á að það eru helmingi færri innanlandssýni, gegn um spítalann og Íslenska erfðagreiningu, þannig að það hefur kannski einhver áhrif líka. Ég myndi nú halda að það sé eitthvað eftir inni, ekki kannski fjórtán en sjö, átta á dag næstu daga jafnvel.“ Hann segir Íslendinga vera á fimmtánda degi í annarri bylgju faraldursins og staðan virðist að einhverju leiti jákvæðari en á sama tíma í fyrri bylgju faraldursins. Thor segir smithlutfallið á svipuðum stað og í fyrri bylgjunni. Hver sýktur einstaklingur smiti því um tvo til viðbótar að jafnaði. „Það fór alveg upp í rúmlega tvo þannig að þetta er frekar líkt og var í þriðju viku í mars síðast.“ Thor segir að teymið sem vinnur að spálíkani fyrir kórónuveirufaraldurinn geti jafnvel skilað af sér spá á föstudag. „Myndin er orðin að einhverju leiti skýr á þriðjudag, myndi ég giska á núna, þá sjáum við alveg skýrt hvort þetta hefur beygt af vextinum miðað við síðast. Þá er ekkert óraunhæft að koma með spálíkan til dæmis á föstudaginn,“ segir Thor. Ef allir færu eftir sóttvarnarreglum væri mögulegt að mati Thors að ná þessari seinni bylgju niður á jafnvel þremur vikum. „Þá myndum við geta náð henni niður bara á þremur vikum, ég myndi halda það, ef við færum öll í gírinn en þá þyrftum við líklega 20 manna bannið, samkomutakmörkunina, til að ná þessu alveg hart niður. Það er besta ágiskunin mín núna,“ segir Thor.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mælir með notkun gríma: „Manni fannst fráleitt þegar talað var um buff eða bómullargrímur“ Smitsjúkdómalæknir á Landspítalanum mælir með að fólk noti grímur þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra regluna. Buff og taugrímur geti jafnvel verið nóg. 8. ágúst 2020 12:27 Þrjú innanlandssmit og tvö virk smit á landamærunum Þrír greindust með veiruna innanlands síðasta sólarhringinn, allir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. 8. ágúst 2020 11:03 Tölunum svipar til þess þegar faraldurinn fór fyrst á flug Teymið sem vinnur að spálíkani fyrir kórónuveirufaraldurinn ákvað að bíða aðeins með að gefa út spá eftir tíðindi dagsins. 7. ágúst 2020 20:03 Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Fleiri fréttir Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Sjá meira
Mælir með notkun gríma: „Manni fannst fráleitt þegar talað var um buff eða bómullargrímur“ Smitsjúkdómalæknir á Landspítalanum mælir með að fólk noti grímur þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra regluna. Buff og taugrímur geti jafnvel verið nóg. 8. ágúst 2020 12:27
Þrjú innanlandssmit og tvö virk smit á landamærunum Þrír greindust með veiruna innanlands síðasta sólarhringinn, allir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. 8. ágúst 2020 11:03
Tölunum svipar til þess þegar faraldurinn fór fyrst á flug Teymið sem vinnur að spálíkani fyrir kórónuveirufaraldurinn ákvað að bíða aðeins með að gefa út spá eftir tíðindi dagsins. 7. ágúst 2020 20:03