Lokaspretturinn eftir hjá Icelandair Stefán Ó. Jónsson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 12. ágúst 2020 11:33 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segist ætla að aðgerðir síðustu vikna muni ekki hafa í för með sér teljandi breytingar á rekstri Icelandair. Vísir/vilhelm Forstjóri Icelandair Group segir að nú sé lokaspretturinn eftir í fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins. Enn eigi eftir að klára samninga við stjórnvöld, sem byggir á því að Icelandair talist að safna nýju hlutafé. Sú vinna sé að hefjast. Forsvarsmenn félagsins greindu frá því í gærkvöld að þeir hefðu lokið viðræðum við kröfuhafa félagsins og náð endanlegu samkomulagi við Boeing vegna kyrrsetningar MAX flugvélanna. Hætt er við kaup á fjórum vélum og afhendingu sex vélum seinkað. Þar að auki væri búið að semja við kröfuhafa Icelandair og að samningaviðræður við ríkið um ríkisábyrgð standi enn yfir. „Viðræður við stjórnvöld hafa gengið ágætlega. Þau hafa gefið félaginu vilyrði um lánalínu ef Icelandair tekst að safna hlutafé. Auðvitað byggir þetta allt á því,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group. Aðspurður hvað sé rætt um mikið hlutafé í þessu samhengi eða hvort ríkið geri aðrar kröfur segir Bogi það enn í vinnslu og að hann geti ekki tjáð sig nánar um það á þessu stigi. Nýtt hlutafé sé lykilforsendan og segir Bogi að ráð sé gert fyrir að birta fjárfestingakynningu á næstu dögum. „Síðan fer þetta allt í gang, skráningarlýsing og hlutafjárútboðið.“ Endurráðningar hafnar en áfram óvissa Bogi segist ekki sjá að þessu muni fylgja miklar breytingar á rekstri Icelandair. „Nei, öll þessi vinna; samningar við starfsmenn, lánadrottna og Boeing, miðar að því að stykja samkeppnishæfni félagsins og sveigjanleika þess. Þannig að við erum með öllu þessu bara að styrkja rekstur og fjárhagsstöðu félagsins.“ Icelandair sagði upp um 2000 starfsmönnum í vor vegna eftirspurnahrunsins í kjölfar kórónuveirunnar. „En við höfum sem betur fer verið eitthvað að endurráða fyrir síðustu mánaðamót vegna þess að við erum að fljúga meira núna en við gerðum í vor. Það er mjög gleðilegt að geta endurráðið þó svo að, því miður, margir hafi ekki ennþá getað fengið vinnu. Staðan er ennþá mjög óviss hvað þetta varðar,“ segir Bogi. Að sama skapi segir hann erfitt að segja til um hvort frekari ráðningar séu framundan hjá félaginu. Það ráðist af eftirspurn og hvernig opnun landamæra miðar. „Óvissan er ennþá mjög mikil.“ Icelandair Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Forstjóri Icelandair Group segir að nú sé lokaspretturinn eftir í fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins. Enn eigi eftir að klára samninga við stjórnvöld, sem byggir á því að Icelandair talist að safna nýju hlutafé. Sú vinna sé að hefjast. Forsvarsmenn félagsins greindu frá því í gærkvöld að þeir hefðu lokið viðræðum við kröfuhafa félagsins og náð endanlegu samkomulagi við Boeing vegna kyrrsetningar MAX flugvélanna. Hætt er við kaup á fjórum vélum og afhendingu sex vélum seinkað. Þar að auki væri búið að semja við kröfuhafa Icelandair og að samningaviðræður við ríkið um ríkisábyrgð standi enn yfir. „Viðræður við stjórnvöld hafa gengið ágætlega. Þau hafa gefið félaginu vilyrði um lánalínu ef Icelandair tekst að safna hlutafé. Auðvitað byggir þetta allt á því,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group. Aðspurður hvað sé rætt um mikið hlutafé í þessu samhengi eða hvort ríkið geri aðrar kröfur segir Bogi það enn í vinnslu og að hann geti ekki tjáð sig nánar um það á þessu stigi. Nýtt hlutafé sé lykilforsendan og segir Bogi að ráð sé gert fyrir að birta fjárfestingakynningu á næstu dögum. „Síðan fer þetta allt í gang, skráningarlýsing og hlutafjárútboðið.“ Endurráðningar hafnar en áfram óvissa Bogi segist ekki sjá að þessu muni fylgja miklar breytingar á rekstri Icelandair. „Nei, öll þessi vinna; samningar við starfsmenn, lánadrottna og Boeing, miðar að því að stykja samkeppnishæfni félagsins og sveigjanleika þess. Þannig að við erum með öllu þessu bara að styrkja rekstur og fjárhagsstöðu félagsins.“ Icelandair sagði upp um 2000 starfsmönnum í vor vegna eftirspurnahrunsins í kjölfar kórónuveirunnar. „En við höfum sem betur fer verið eitthvað að endurráða fyrir síðustu mánaðamót vegna þess að við erum að fljúga meira núna en við gerðum í vor. Það er mjög gleðilegt að geta endurráðið þó svo að, því miður, margir hafi ekki ennþá getað fengið vinnu. Staðan er ennþá mjög óviss hvað þetta varðar,“ segir Bogi. Að sama skapi segir hann erfitt að segja til um hvort frekari ráðningar séu framundan hjá félaginu. Það ráðist af eftirspurn og hvernig opnun landamæra miðar. „Óvissan er ennþá mjög mikil.“
Icelandair Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira