Aukinn sveigjanleiki í skólastarfi með eins metra reglunni Sylvía Hall skrifar 12. ágúst 2020 17:30 Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra. Vísir/vilhelm Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra segir það fagnaðarefni fyrir skólasamfélagið að eins metra reglan verði í gildi í framhalds- og háskólum. Markmiðið sé að skólastarf á öllum stigum geti farið fram með sem hefðbundnustum hætti og með þessum breytingum sé minni röskun en hefði orðið með tveggja metra reglunni. Ný auglýsing heilbrigðisráðherra tekur gildi þann 14. ágúst og verður eins metra reglan viðmið í skólastarfi í framhalds- og háskólum. Því munu nemendur og starfsfólk ekki þurfa að nota andlitsgrímur ef þeim fjarlægðarmörkum er viðhaldið. Áhersla er þó lögð á að sameiginlegur búnaður sé sótthreinsaður minnst einu sinni á dag og ítrekað mikilvægi einstaklingsbundinna sóttvarna. Þessi breyting breytir engu hvað varðar skólastarf á yngstu stigum þar sem fjarlægðarmörk gilda ekki fyrir börn á leik- og grunnskólaaldri. „Kennarar og skólastjórnendur fá aukið svigrúm til að sinna sínum verkefnum, en af samskiptum við þá mátti ráða að tveggja metra fjarlægðarmörk myndu skapa krefjandi aðstæður skólum. Kennarar og skólastjórnendur voru reiðubúnir til að takast á við þá áskorun, en það er mjög gleðilegt að sveigjanleiki hefur aukist,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra í tilkynningu frá ráðuneytinu. Unnið er nú að uppfærðum leiðbeiningum varðandi framkvæmd skólastarfs á öllum skólastigum í samvinnu við sóttvarnaryfirvöld. Þeim verður í framhaldinu miðlað á næstu dögum en að sögn Lilju er keppikefli að skólastarf fari fram í svipaðri mynd og áður. „Það kallar á sveigjanleika og þrautseigu af hálfu okkar allra. Skólarnir eru hjartað í okkar samfélagi, við viljum standa vörð um þeirra mikilvæga starf og þrátt fyrir að við upplifum flókna tíma nú er markmiðið einfalt – að tryggja nemendum menntun. Við eigum öll okkar hlutverki að gegna í því – unga fólkið, kennarar, foreldrar, aðstandendur og stjórnendur.“ Skóla - og menntamál Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Skólastjórnendur útfæra skólahald: Áhersla lögð á móttöku nýnema Útlit er fyrir að kennsla í framhalds- og háskólum verði að stórum hluta með rafrænum hætti í vetur. Rektor Háskóla Íslands leggur áherslu á aukinn fjárstuðning frá ríkinu ef breyttu skólahaldi fylgir aukinn kostnaður. 6. ágúst 2020 20:02 „Forgangsmál“ að halda skólastarfi gangandi Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir mikilvægt að skólastarf geti verið með eðlilegum hætti í upphafi skólaárs. Hins vegar gæti þurft að grípa til harðari sóttvarnaaðgerða náist ekki að halda kórónufaraldrinum í skefjum. 4. ágúst 2020 19:30 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Fleiri fréttir Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra segir það fagnaðarefni fyrir skólasamfélagið að eins metra reglan verði í gildi í framhalds- og háskólum. Markmiðið sé að skólastarf á öllum stigum geti farið fram með sem hefðbundnustum hætti og með þessum breytingum sé minni röskun en hefði orðið með tveggja metra reglunni. Ný auglýsing heilbrigðisráðherra tekur gildi þann 14. ágúst og verður eins metra reglan viðmið í skólastarfi í framhalds- og háskólum. Því munu nemendur og starfsfólk ekki þurfa að nota andlitsgrímur ef þeim fjarlægðarmörkum er viðhaldið. Áhersla er þó lögð á að sameiginlegur búnaður sé sótthreinsaður minnst einu sinni á dag og ítrekað mikilvægi einstaklingsbundinna sóttvarna. Þessi breyting breytir engu hvað varðar skólastarf á yngstu stigum þar sem fjarlægðarmörk gilda ekki fyrir börn á leik- og grunnskólaaldri. „Kennarar og skólastjórnendur fá aukið svigrúm til að sinna sínum verkefnum, en af samskiptum við þá mátti ráða að tveggja metra fjarlægðarmörk myndu skapa krefjandi aðstæður skólum. Kennarar og skólastjórnendur voru reiðubúnir til að takast á við þá áskorun, en það er mjög gleðilegt að sveigjanleiki hefur aukist,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra í tilkynningu frá ráðuneytinu. Unnið er nú að uppfærðum leiðbeiningum varðandi framkvæmd skólastarfs á öllum skólastigum í samvinnu við sóttvarnaryfirvöld. Þeim verður í framhaldinu miðlað á næstu dögum en að sögn Lilju er keppikefli að skólastarf fari fram í svipaðri mynd og áður. „Það kallar á sveigjanleika og þrautseigu af hálfu okkar allra. Skólarnir eru hjartað í okkar samfélagi, við viljum standa vörð um þeirra mikilvæga starf og þrátt fyrir að við upplifum flókna tíma nú er markmiðið einfalt – að tryggja nemendum menntun. Við eigum öll okkar hlutverki að gegna í því – unga fólkið, kennarar, foreldrar, aðstandendur og stjórnendur.“
Skóla - og menntamál Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Skólastjórnendur útfæra skólahald: Áhersla lögð á móttöku nýnema Útlit er fyrir að kennsla í framhalds- og háskólum verði að stórum hluta með rafrænum hætti í vetur. Rektor Háskóla Íslands leggur áherslu á aukinn fjárstuðning frá ríkinu ef breyttu skólahaldi fylgir aukinn kostnaður. 6. ágúst 2020 20:02 „Forgangsmál“ að halda skólastarfi gangandi Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir mikilvægt að skólastarf geti verið með eðlilegum hætti í upphafi skólaárs. Hins vegar gæti þurft að grípa til harðari sóttvarnaaðgerða náist ekki að halda kórónufaraldrinum í skefjum. 4. ágúst 2020 19:30 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Fleiri fréttir Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Sjá meira
Skólastjórnendur útfæra skólahald: Áhersla lögð á móttöku nýnema Útlit er fyrir að kennsla í framhalds- og háskólum verði að stórum hluta með rafrænum hætti í vetur. Rektor Háskóla Íslands leggur áherslu á aukinn fjárstuðning frá ríkinu ef breyttu skólahaldi fylgir aukinn kostnaður. 6. ágúst 2020 20:02
„Forgangsmál“ að halda skólastarfi gangandi Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir mikilvægt að skólastarf geti verið með eðlilegum hætti í upphafi skólaárs. Hins vegar gæti þurft að grípa til harðari sóttvarnaaðgerða náist ekki að halda kórónufaraldrinum í skefjum. 4. ágúst 2020 19:30