Vonir bundnar við nýtt alzheimer-lyf sem nú er í þróun Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. ágúst 2020 20:00 Nýtt lyf við alzheimer-sjúkdómnum sem nú er í þróun í Bandaríkjunum gæti orðið algjör bylting að sögn öldrunarlæknis. Lyfið er það fyrsta við sjúkdómnum frá aldamótum sem sótt er um skráningu fyrir. Lyfið Aducanumab, sem nú er í þróun í Bandaríkjunum, gæti orðið fyrsta lyfið á markaði til að snúa við hrörnun af völdum alzheimers. Breska blaðið Telegraph fjallaði um lyfið á dögunum, en það hefur fengið flýtimeðferð hjá eftirlitsstofnunum í Bandaríkjunum. „Þetta er náttúrlega allt annarrar tegundar en þau sem eru notuð í dag og hafa verið notuð frá aldamótum. Þetta verkar beint á það sem við teljum vera orsök sjúkdómsins, að minnsta kosti margir. Þannig að það er auðvitað töluverð bylting í því,“ segir Jón Snædal öldrunarlæknir í samtali við fréttastofu. Hann hefur fylgst þróuninni undanfarin ár og birtist grein eftir hann þar sem fjallað eru um lyfið á vef Alzheimersamtakanna í gær. Hann segir lyfið um margt frábrugðið þeim sem nú eru á markaði. „Lyfin sem eru til í dag eru svona tiltölulega einföld efnasambönd sem eru tekin um munn í töfluformi eða í vissum tilvikum sem plástur. En í þessu tilfelli er um að ræða líftæknilyf sem gefa þarf í æð á fjögurra vikna fresti og það er náttúrlega heilmikill munur á þessu tvennu,“ útskýrir Jón. Gangi þróun lyfsins að óskum myndi það fyrst komast á markað í Bandaríkjunum, hugsanlega eftir sex mánuði. „Það er hugsanlegt aðþað fái takmarkaða skráningu vegna aðdragandans sem er svolítið sérstakur. Ef svo er þá verður þaðvæntanlega bara alfariðbundið við Bandaríkin. En ef þetta verður almennari skráning þá geri ég ráðfyrir að þaðverði mjög fljótt farið inn á Evrópumarkað. Ég geri ráð fyrir aðþetta gæti veriðspurning um eitt til tvö ár,“ segir Jón. Hann kveðst hóflega bjartsýnn. „Þetta er náttúrlega miklu fleira sem er í pípunum heldur en þetta. Þetta er hins vegar óskaplega langt ferli og erfitt. Þetta er fyrsta lyfiðfrá aldamótum sem er veriðað sækja um skráningu á en þetta er svona, viðerum í upphafi áratugar sem að mér sýnist einkennast af meiri bjartsýni heldur en að veriðhefur undanfarin ár og áratugi,“segir Jón. Heilbrigðismál Lyf Eldri borgarar Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent Fleiri fréttir Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Sjá meira
Nýtt lyf við alzheimer-sjúkdómnum sem nú er í þróun í Bandaríkjunum gæti orðið algjör bylting að sögn öldrunarlæknis. Lyfið er það fyrsta við sjúkdómnum frá aldamótum sem sótt er um skráningu fyrir. Lyfið Aducanumab, sem nú er í þróun í Bandaríkjunum, gæti orðið fyrsta lyfið á markaði til að snúa við hrörnun af völdum alzheimers. Breska blaðið Telegraph fjallaði um lyfið á dögunum, en það hefur fengið flýtimeðferð hjá eftirlitsstofnunum í Bandaríkjunum. „Þetta er náttúrlega allt annarrar tegundar en þau sem eru notuð í dag og hafa verið notuð frá aldamótum. Þetta verkar beint á það sem við teljum vera orsök sjúkdómsins, að minnsta kosti margir. Þannig að það er auðvitað töluverð bylting í því,“ segir Jón Snædal öldrunarlæknir í samtali við fréttastofu. Hann hefur fylgst þróuninni undanfarin ár og birtist grein eftir hann þar sem fjallað eru um lyfið á vef Alzheimersamtakanna í gær. Hann segir lyfið um margt frábrugðið þeim sem nú eru á markaði. „Lyfin sem eru til í dag eru svona tiltölulega einföld efnasambönd sem eru tekin um munn í töfluformi eða í vissum tilvikum sem plástur. En í þessu tilfelli er um að ræða líftæknilyf sem gefa þarf í æð á fjögurra vikna fresti og það er náttúrlega heilmikill munur á þessu tvennu,“ útskýrir Jón. Gangi þróun lyfsins að óskum myndi það fyrst komast á markað í Bandaríkjunum, hugsanlega eftir sex mánuði. „Það er hugsanlegt aðþað fái takmarkaða skráningu vegna aðdragandans sem er svolítið sérstakur. Ef svo er þá verður þaðvæntanlega bara alfariðbundið við Bandaríkin. En ef þetta verður almennari skráning þá geri ég ráðfyrir að þaðverði mjög fljótt farið inn á Evrópumarkað. Ég geri ráð fyrir aðþetta gæti veriðspurning um eitt til tvö ár,“ segir Jón. Hann kveðst hóflega bjartsýnn. „Þetta er náttúrlega miklu fleira sem er í pípunum heldur en þetta. Þetta er hins vegar óskaplega langt ferli og erfitt. Þetta er fyrsta lyfiðfrá aldamótum sem er veriðað sækja um skráningu á en þetta er svona, viðerum í upphafi áratugar sem að mér sýnist einkennast af meiri bjartsýni heldur en að veriðhefur undanfarin ár og áratugi,“segir Jón.
Heilbrigðismál Lyf Eldri borgarar Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent Fleiri fréttir Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Sjá meira