Kínverjar hvattir til að klára af disknum sínum Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. ágúst 2020 13:31 Xi Jingping, forseti Kína, vill setja fæðuöryggi á oddinn. AP/Bikash Dware Kínversk stjórnvöld hafa sagt matarsóun stríð á hendur, ekki síst vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins og flóða á matvælaframleiðslu landsins. Xi Jinping forseti segir matarmagnið sem fer forgörðum „yfirgengi- og tilfinnanlegt.“ Þannig er talið að um 17 til 18 milljón tonn af mat hafi endað í ruslinu í Kína árið 2015. Til að stemma stigu við matarsóun hefur „Hrein diska-herferðinni“ verið ýtt úr vör í Kína. Eins og nafnið gefur til kynna er herferðinni ætlað að fá Kínverja til að klára af diskunum sínum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem sambærileg herferð er kynnt til leiks. Það var jafnframt gert árið 2013 en þá var áherslan lögð á að fækka óhóflegum opinberum móttökum og öðrum viðburðum á vegum stjórnvalda. Nú eru það ekki síst almennir borgarar, allar 1400 milljónirnar, sem eru í forgrunni. Xi segir kórónuveirufaraldurinn hafi vakið fólk til meðvitundar um mikilvægi fæðuöryggis, sem Kínverjar ættu að setja á oddinn. Ekki bætir úr skák að flóð síðustu vikna í suðurhluta landsins hafa komið illa við matvælaframleiðendur á svæðinu. Hópur mínus einn Eftir yfirlýsingar Xi forseta hvöttu Veitingaþjónustusamtök Wuhan matsölustaði til að takmarka fjölda rétta sem viðskiptavinir geta keypt. Að sögn breska ríkisútvarpsins gengur fyrirkomulagið undir heitinu „N-1“ - heildarfjöldi rétta þyrfti því að vera einum lægri en stærð hópsins. Sem dæmi má nefna að 10 manna hópur mætti því aðeins kaupa 9 rétti. Fyrirkomulagið hefur mætt nokkur andspyrnu með íbúa borgarinnar sem segja það of strangt. „Hvað með einstakling sem fer út að borða? Hvað má hann panta marga rétti? Ekki neinn?“ er haft eftir einum notenda samfélagsmiðilsins Weibo. Mörgum þætti þannig eðlilegra að leggja áhersluna áfram á yfirgengilegar veislur hins opinbera, eins og gert var árið 2013. Kínverska ríkissjónvarpið beindi spjótum sínum jafnframt að netverjum sem tekið hafa upp á því að borða óhóflegt magn í beinni útsendingu á netinu. Uppátækið er að jafnaði kallað Mubang og er vinsælt sjónvarpsefni víða í Asíu, ekki síst í Kína. Ríkissjónvarpið kínverska segir að margir matgráðugir netverjar eigi það jafnvel til að kasta upp eftir útsendinguna, þeir eigi í mestu erfiðleikum með að melta allt matarmagnið sem þeir innbyrða fyrir áhorfendur. Kína Landbúnaður Matvælaframleiðsla Umhverfismál Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Kínversk stjórnvöld hafa sagt matarsóun stríð á hendur, ekki síst vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins og flóða á matvælaframleiðslu landsins. Xi Jinping forseti segir matarmagnið sem fer forgörðum „yfirgengi- og tilfinnanlegt.“ Þannig er talið að um 17 til 18 milljón tonn af mat hafi endað í ruslinu í Kína árið 2015. Til að stemma stigu við matarsóun hefur „Hrein diska-herferðinni“ verið ýtt úr vör í Kína. Eins og nafnið gefur til kynna er herferðinni ætlað að fá Kínverja til að klára af diskunum sínum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem sambærileg herferð er kynnt til leiks. Það var jafnframt gert árið 2013 en þá var áherslan lögð á að fækka óhóflegum opinberum móttökum og öðrum viðburðum á vegum stjórnvalda. Nú eru það ekki síst almennir borgarar, allar 1400 milljónirnar, sem eru í forgrunni. Xi segir kórónuveirufaraldurinn hafi vakið fólk til meðvitundar um mikilvægi fæðuöryggis, sem Kínverjar ættu að setja á oddinn. Ekki bætir úr skák að flóð síðustu vikna í suðurhluta landsins hafa komið illa við matvælaframleiðendur á svæðinu. Hópur mínus einn Eftir yfirlýsingar Xi forseta hvöttu Veitingaþjónustusamtök Wuhan matsölustaði til að takmarka fjölda rétta sem viðskiptavinir geta keypt. Að sögn breska ríkisútvarpsins gengur fyrirkomulagið undir heitinu „N-1“ - heildarfjöldi rétta þyrfti því að vera einum lægri en stærð hópsins. Sem dæmi má nefna að 10 manna hópur mætti því aðeins kaupa 9 rétti. Fyrirkomulagið hefur mætt nokkur andspyrnu með íbúa borgarinnar sem segja það of strangt. „Hvað með einstakling sem fer út að borða? Hvað má hann panta marga rétti? Ekki neinn?“ er haft eftir einum notenda samfélagsmiðilsins Weibo. Mörgum þætti þannig eðlilegra að leggja áhersluna áfram á yfirgengilegar veislur hins opinbera, eins og gert var árið 2013. Kínverska ríkissjónvarpið beindi spjótum sínum jafnframt að netverjum sem tekið hafa upp á því að borða óhóflegt magn í beinni útsendingu á netinu. Uppátækið er að jafnaði kallað Mubang og er vinsælt sjónvarpsefni víða í Asíu, ekki síst í Kína. Ríkissjónvarpið kínverska segir að margir matgráðugir netverjar eigi það jafnvel til að kasta upp eftir útsendinguna, þeir eigi í mestu erfiðleikum með að melta allt matarmagnið sem þeir innbyrða fyrir áhorfendur.
Kína Landbúnaður Matvælaframleiðsla Umhverfismál Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira