Segja mikilvægt að allri leynd af gögnum verði aflétt Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. ágúst 2020 13:44 Sævar Gunnarsson, fyrrverandi formaður Sjómannasambands Íslands, og Guðmundur Ragnarsson, fyrrverandi formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna, áttu báðir sæti í úrskurðarnefndinni. Tveir fyrrverandi fulltrúar sjómanna í úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna segja mikilvægt að allri leynd af gögnum Verðlagsstofu skiptaverðs verði aflétt. Verið sé að höndla með mikla hagsmuni og mikilvægt að almenningur fái greiðan aðgang að upplýsingum um auðlindir hafsins. Hlutverk Verðlagsstofu skiptaverðs samkvæmt lögum frá 1998 er að fylgjast með fiskverði og stuðla að réttu uppgjöri á aflahlut sjómanna. Úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna hefur síðan það hlutverk að ákveða fiskverð. Víki fiskverð við uppgjör í verulegum atriðum frá því sem algengast er á Verðlagsstofa að taka málið til athugunar. Ef ekki koma fram fullnægjandi skýringar á hún skjóta málinu til úrskurðarnefndar sjómanna og útvegsmanna. Verðlagsstofan og úrskurðarnefndin hafa verið til umfjöllunar undanfarið vegna upplýsinga þaðan sem komu fram í Kastljóssþætti í mars 2012 þar sem vísað var í skýrslu og sagt frá karfarannsókn Samherja og var fyrirtækið sakað þar um selja dótturfélagi sínu í Þýskalandi karfa á undirvirði á árunum 2010 og 2011 og þannig brotið lög. Fréttastofa hefur óskað eftir að fá umrædd gögn frá Verðlagsstofu en samkvæmt upplýsingum frá stofnuninni voru þau sett fram í Excelskjali og um að ræða trúnaðargögn. Að neðan má hlusta á fréttina í heild sinni. Sömu gögn Sævar Gunnarsson, fyrrverandi formaður Sjómannasambands Íslands, sem var í úrskurðarnefndinni frá upphafi og til ársins 2014 hefur staðfest að gögnin í Kastljósi séu þau sömu og komu fyrir úrskurðarnefndina á sínum tíma. Forstjóri Samherja sagði í fréttum í gær að ekki sé um skýrslu að ræða heldur vinnuskjal og Samherji hafi átt að fá að gera athugasemdir við það. Sævar Gunnarsson segir að í ljós þess hversu mikla hagsmuni sé að ræða þurfi að aflétta leynd af gögnum Verðlagsstofu. „Það besta sem væri gert fyrir íslenska sjómannastétt og reyndar þjóðfélagið allt væri að Verðlagsstofa skiptaverðs opnaði bara gögnin. Stjórnvöld beittu sér þá fyrir því að breyta lögum þannig að gögnin væru bara opnuð. Það væri það besta.“ Ekki einsdæmi Guðmundur Ragnarsson, fyrrverandi formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna sat í úrskurðarnefndinni 2008 til 2018 segist einnig hafa séð umrædd gögn en þetta mál hafi ekki verið einsdæmi. „Það var algengt að við vorum að fá svona mál á okkar borð en í flestum tilfellum varð það lagfært. Auðvitað átti ekki svona mál að koma inná okkar borð ef menn fara að lögum. Ég tel að þetta sé alveg eins nú og þá. Þetta á ekkert að vera leyndarmál ef stofnun stendur einhvern að verki að vera að svindla þá á viðkomandi náttúrulega að fá refsingu fyrir það. Þetta á að vera uppá borði en ekki undir og svo er mönnum bara klappað á öxlina og beðnir um að gera þetta ekki aftur. Það eru svo miklir fjármunir í húfi,“ segir Guðmundur. Samherji og Seðlabankinn Sjávarútvegur Tengdar fréttir „Það skiptir ekki nokkru máli hvort þetta heiti skýrsla eða minnisblað“ Tveir fyrrverandi fulltrúar sjómanna í úrskurðarnefnd útvegsmanna og sjómanna segjast eiga sömu gögn um karfarannsókn á Samherja og komu fram í Kastljósi í mars árið 2012. 12. ágúst 2020 20:48 Treystir ekki RÚV og segir enga skýrslu vera til Þorsteinn Már Baldvinsson segir Verðlagsstofu hafa staðfest að engin skýrsla hafi verið unnin um karfaútflutning á árunum 2010 og 2011. Verðlagsstofa staðfesti þó að starfsmaður stofnunarinnar hafi tekið saman slíkar upplýsingar 12. ágúst 2020 19:07 Verðlagsstofan segist ekki hafa skrifað sérstaka skýrslu en tekið saman Excel-skjal Verðlagsstofa skiptaverðs segist ekki hafa gert sérstaka skýrslu um karfaútflutning á árunum 2010 og 2011, hins vegar hafi starfsmaður stofnunarinnar tekið saman upplýsingar um slíkan útflutning og sent úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna í byrjun árs 2012, án þess að efnislegt mat hafi verið lagt á þær upplýsingar 12. ágúst 2020 15:15 Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Tveir fyrrverandi fulltrúar sjómanna í úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna segja mikilvægt að allri leynd af gögnum Verðlagsstofu skiptaverðs verði aflétt. Verið sé að höndla með mikla hagsmuni og mikilvægt að almenningur fái greiðan aðgang að upplýsingum um auðlindir hafsins. Hlutverk Verðlagsstofu skiptaverðs samkvæmt lögum frá 1998 er að fylgjast með fiskverði og stuðla að réttu uppgjöri á aflahlut sjómanna. Úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna hefur síðan það hlutverk að ákveða fiskverð. Víki fiskverð við uppgjör í verulegum atriðum frá því sem algengast er á Verðlagsstofa að taka málið til athugunar. Ef ekki koma fram fullnægjandi skýringar á hún skjóta málinu til úrskurðarnefndar sjómanna og útvegsmanna. Verðlagsstofan og úrskurðarnefndin hafa verið til umfjöllunar undanfarið vegna upplýsinga þaðan sem komu fram í Kastljóssþætti í mars 2012 þar sem vísað var í skýrslu og sagt frá karfarannsókn Samherja og var fyrirtækið sakað þar um selja dótturfélagi sínu í Þýskalandi karfa á undirvirði á árunum 2010 og 2011 og þannig brotið lög. Fréttastofa hefur óskað eftir að fá umrædd gögn frá Verðlagsstofu en samkvæmt upplýsingum frá stofnuninni voru þau sett fram í Excelskjali og um að ræða trúnaðargögn. Að neðan má hlusta á fréttina í heild sinni. Sömu gögn Sævar Gunnarsson, fyrrverandi formaður Sjómannasambands Íslands, sem var í úrskurðarnefndinni frá upphafi og til ársins 2014 hefur staðfest að gögnin í Kastljósi séu þau sömu og komu fyrir úrskurðarnefndina á sínum tíma. Forstjóri Samherja sagði í fréttum í gær að ekki sé um skýrslu að ræða heldur vinnuskjal og Samherji hafi átt að fá að gera athugasemdir við það. Sævar Gunnarsson segir að í ljós þess hversu mikla hagsmuni sé að ræða þurfi að aflétta leynd af gögnum Verðlagsstofu. „Það besta sem væri gert fyrir íslenska sjómannastétt og reyndar þjóðfélagið allt væri að Verðlagsstofa skiptaverðs opnaði bara gögnin. Stjórnvöld beittu sér þá fyrir því að breyta lögum þannig að gögnin væru bara opnuð. Það væri það besta.“ Ekki einsdæmi Guðmundur Ragnarsson, fyrrverandi formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna sat í úrskurðarnefndinni 2008 til 2018 segist einnig hafa séð umrædd gögn en þetta mál hafi ekki verið einsdæmi. „Það var algengt að við vorum að fá svona mál á okkar borð en í flestum tilfellum varð það lagfært. Auðvitað átti ekki svona mál að koma inná okkar borð ef menn fara að lögum. Ég tel að þetta sé alveg eins nú og þá. Þetta á ekkert að vera leyndarmál ef stofnun stendur einhvern að verki að vera að svindla þá á viðkomandi náttúrulega að fá refsingu fyrir það. Þetta á að vera uppá borði en ekki undir og svo er mönnum bara klappað á öxlina og beðnir um að gera þetta ekki aftur. Það eru svo miklir fjármunir í húfi,“ segir Guðmundur.
Samherji og Seðlabankinn Sjávarútvegur Tengdar fréttir „Það skiptir ekki nokkru máli hvort þetta heiti skýrsla eða minnisblað“ Tveir fyrrverandi fulltrúar sjómanna í úrskurðarnefnd útvegsmanna og sjómanna segjast eiga sömu gögn um karfarannsókn á Samherja og komu fram í Kastljósi í mars árið 2012. 12. ágúst 2020 20:48 Treystir ekki RÚV og segir enga skýrslu vera til Þorsteinn Már Baldvinsson segir Verðlagsstofu hafa staðfest að engin skýrsla hafi verið unnin um karfaútflutning á árunum 2010 og 2011. Verðlagsstofa staðfesti þó að starfsmaður stofnunarinnar hafi tekið saman slíkar upplýsingar 12. ágúst 2020 19:07 Verðlagsstofan segist ekki hafa skrifað sérstaka skýrslu en tekið saman Excel-skjal Verðlagsstofa skiptaverðs segist ekki hafa gert sérstaka skýrslu um karfaútflutning á árunum 2010 og 2011, hins vegar hafi starfsmaður stofnunarinnar tekið saman upplýsingar um slíkan útflutning og sent úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna í byrjun árs 2012, án þess að efnislegt mat hafi verið lagt á þær upplýsingar 12. ágúst 2020 15:15 Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
„Það skiptir ekki nokkru máli hvort þetta heiti skýrsla eða minnisblað“ Tveir fyrrverandi fulltrúar sjómanna í úrskurðarnefnd útvegsmanna og sjómanna segjast eiga sömu gögn um karfarannsókn á Samherja og komu fram í Kastljósi í mars árið 2012. 12. ágúst 2020 20:48
Treystir ekki RÚV og segir enga skýrslu vera til Þorsteinn Már Baldvinsson segir Verðlagsstofu hafa staðfest að engin skýrsla hafi verið unnin um karfaútflutning á árunum 2010 og 2011. Verðlagsstofa staðfesti þó að starfsmaður stofnunarinnar hafi tekið saman slíkar upplýsingar 12. ágúst 2020 19:07
Verðlagsstofan segist ekki hafa skrifað sérstaka skýrslu en tekið saman Excel-skjal Verðlagsstofa skiptaverðs segist ekki hafa gert sérstaka skýrslu um karfaútflutning á árunum 2010 og 2011, hins vegar hafi starfsmaður stofnunarinnar tekið saman upplýsingar um slíkan útflutning og sent úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna í byrjun árs 2012, án þess að efnislegt mat hafi verið lagt á þær upplýsingar 12. ágúst 2020 15:15