Áskorun frá KSÍ: Allt samfélagið horfir til okkar og fylgist með Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2020 08:45 Íslandsmótið í knattspyrnu hefst á ný í kvöld og Beitir Ólafsson og félagar í KR mæta þá FH. Vísir/Daníel Þór Knattspyrnusamband Íslands fékk í gær formlega staðfestingu frá ÍSÍ og heilbrigðisyfirvöldum um það, að ný reglugerð KSÍ um framkvæmd æfinga og leikja, fylgi öllum kröfum um nauðsynlegar sóttvarnir. KSÍ segir frá þessu á heimasíðu sinni en leikir á Íslandsmótinu í knattspyrnu geta því hafist að nýju samkvæmt fyrirliggjandi dagskrá sem birt hefur verið á vef KSÍ. KSÍ tókst að fá grænt ljós frá heilbrigðisyfirvöldum eftir að sambandið útbjó mjög ítarlega og mun harðari sóttvarnarreglur en áður voru við lýði. Markmið reglnanna er að tryggja að umgjörð leikja og æfinga í knattspyrnu sé með þeim hætti að hægt sé að halda áfram að leika knattspyrnu á Íslandi þrátt fyrir að COVID-19 sé enn við lýði í íslensku samfélagi og útlit fyrir að svo kunni að verða áfram næstu misseri. Reglur KSÍ um sóttvarnir hafa verið staðfestar - Knattspyrnusamband Íslands https://t.co/EfOnOZ8QBa— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) August 13, 2020 Öll félög þurfa meðal annars að fylla út sérstakt eyðublað em allra fyrst og senda til KSÍ á covid19@ksi.is. Einnig er þarna að finna gátlista fyrir sóttvarnarfulltrúa og reglugerð þá sem stjórn KSÍ staðfesti fyrr í dag. „Töluverður fjöldi spurninga hefur borist KSÍ undanfarna daga. Meðal efnis hér á vefnum verða helstu spurningar og svör þar sem allar spurningarnar eru birtar ásamt svörum við þeim. Allir sem hafa spurningar ættu að leita fyrst að svörum hér á vefnum og ef spurningunni hefur ekki þegar verið svarað þá er um að gera að senda frekari fyrirspurnir til KSÍ á netfangið covid19@ksi.is,“ segir í fréttinni á heimasíðu Knattspyrnusambands Íslands. Þar kemur einnig fram áskorun á alla sem lifa í íslenska knattspyrnuheiminum á tímum kórónuveirunnar. „Allir hagsmunaaðilar; leikmenn, forráðamenn félaga, starfsmenn félaga og mannvirkja, dómarar, fjölmiðlar og allt áhugafólk um knattspyrnu, þurfa nú að snúa bökum saman og sýna að við erum traustsins verð,“ segir í áskorun KSÍ. Þar kemur líka fram að ábyrgðin er mikil hjá íslensku knattspyrnufjölskyldunni. „Við skulum ekki efast um það eina einustu mínútu að samfélagið allt horfir til okkar og fylgist með því hvernig tekst til að framfylgja þessum reglum. Með sameiginlegu átaki allra hagsmunaaðila getum við tryggt að hægt sé að stunda knattspyrnu áfram þó að takmarkanir séu miklar,“ segir í fréttinni á KSÍ. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Íslenski boltinn „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Handbolti Fleiri fréttir Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands fékk í gær formlega staðfestingu frá ÍSÍ og heilbrigðisyfirvöldum um það, að ný reglugerð KSÍ um framkvæmd æfinga og leikja, fylgi öllum kröfum um nauðsynlegar sóttvarnir. KSÍ segir frá þessu á heimasíðu sinni en leikir á Íslandsmótinu í knattspyrnu geta því hafist að nýju samkvæmt fyrirliggjandi dagskrá sem birt hefur verið á vef KSÍ. KSÍ tókst að fá grænt ljós frá heilbrigðisyfirvöldum eftir að sambandið útbjó mjög ítarlega og mun harðari sóttvarnarreglur en áður voru við lýði. Markmið reglnanna er að tryggja að umgjörð leikja og æfinga í knattspyrnu sé með þeim hætti að hægt sé að halda áfram að leika knattspyrnu á Íslandi þrátt fyrir að COVID-19 sé enn við lýði í íslensku samfélagi og útlit fyrir að svo kunni að verða áfram næstu misseri. Reglur KSÍ um sóttvarnir hafa verið staðfestar - Knattspyrnusamband Íslands https://t.co/EfOnOZ8QBa— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) August 13, 2020 Öll félög þurfa meðal annars að fylla út sérstakt eyðublað em allra fyrst og senda til KSÍ á covid19@ksi.is. Einnig er þarna að finna gátlista fyrir sóttvarnarfulltrúa og reglugerð þá sem stjórn KSÍ staðfesti fyrr í dag. „Töluverður fjöldi spurninga hefur borist KSÍ undanfarna daga. Meðal efnis hér á vefnum verða helstu spurningar og svör þar sem allar spurningarnar eru birtar ásamt svörum við þeim. Allir sem hafa spurningar ættu að leita fyrst að svörum hér á vefnum og ef spurningunni hefur ekki þegar verið svarað þá er um að gera að senda frekari fyrirspurnir til KSÍ á netfangið covid19@ksi.is,“ segir í fréttinni á heimasíðu Knattspyrnusambands Íslands. Þar kemur einnig fram áskorun á alla sem lifa í íslenska knattspyrnuheiminum á tímum kórónuveirunnar. „Allir hagsmunaaðilar; leikmenn, forráðamenn félaga, starfsmenn félaga og mannvirkja, dómarar, fjölmiðlar og allt áhugafólk um knattspyrnu, þurfa nú að snúa bökum saman og sýna að við erum traustsins verð,“ segir í áskorun KSÍ. Þar kemur líka fram að ábyrgðin er mikil hjá íslensku knattspyrnufjölskyldunni. „Við skulum ekki efast um það eina einustu mínútu að samfélagið allt horfir til okkar og fylgist með því hvernig tekst til að framfylgja þessum reglum. Með sameiginlegu átaki allra hagsmunaaðila getum við tryggt að hægt sé að stunda knattspyrnu áfram þó að takmarkanir séu miklar,“ segir í fréttinni á KSÍ.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Íslenski boltinn „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Handbolti Fleiri fréttir Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sjá meira