Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Þór/KA | María tryggði Þór/KA stig Sindri Sverrisson skrifar 16. ágúst 2020 18:55 Stjarnan - KR Pepsí Max deild kvenna Ksí knattspyrna Stjarnan og Þór/KA gerðu 1-1 jafntefli í fyrstu umferð Pepsi Max deildar kvenna eftir að deildin fór aftur af stað eftir kórónuveiruhlé. Aníta Ýr Þorvaldsdóttir kom Stjörnunni yfir með stórbrotnu marki um miðjan seinni hálfleik en María Catharina Ólafsdóttir jafnaði metin á síðustu mínútu leiksins. Þar með munar áfram þremur stigum á liðunum en Þór/KA er með 11 stig í 5. sæti og Stjarnan með 8 stig í 7. sæti. Nýir leikmenn í liði Stjörnunnar Arna Sif Ásgrímsdóttir var hársbreidd frá því að koma Þór/KA yfir strax í upphafi leiks en skalli hennar eftir hornspyrnu Jakobínu Hjörvarsdóttur fór ofan á þverslána. Þær Jakobína og Arna Sif komu að öllum helstu færum Þórs/KA í fyrri hálfleiknum, sem fólust í því að Arna skallaði boltann eftir horn Jakobínu en inn vildi boltinn ekki. Eftir að gestirnir höfðu verið sterkari á upphafsmínútum leiksins vann Stjarnan sig vel inn í leikinn og jafnræði var með liðunum. Sáralítið reyndi á Erin McLeod í fyrri hálfleiknum, en þessi kanadíski markvörður með glæsilega ferilskrá lék sinn fyrsta leik fyrir Stjörnuna. Annar nýr leikmaður Stjörnunnar, sóknarmaðurinn Angela Pia Caloia kom inn á eftir hálftíma leik en þá höfðu tveir leikmenn liðsins farið meiddir af velli. Caloia kom inn á fyrir Jönu Sól Valdimarsdóttur og áður hafði Sædís Rún Heiðarsdóttir leyst Hugrúnu Elvarsdóttur af. Staðan var markalaus í hálfleik eftir að Betsy Hassett hafði átt langbestu tilraun Stjörnunnar rétt fyrir leikhlé, með skoti sem fór afar naumlega framhjá. Guillen hefði átt að sjá rautt Stjarnan komst yfir með stórglæsilegu marki á 66. mínútu. Hin efnilega Aníta hafði verið inná í nokkrar mínútur þegar hún smellti boltanum, utan teigs í stöng og inn. Í aðdragandanum höfðu tveir leikmenn Þórs/KA skollið saman en ekki var hægt að stöðva mjög álitlega sókn Stjörnunnar af þeim sökum. Skömmu eftir þetta var Aníta svo toguð niður í annarri álitlegri sókn Stjörnunnar. Það gerði Gabriela Guillen sem var stálheppin að fá ekki sitt annað gula spjald og þar með rautt. Sóknarþungi Þórs/KA jókst svo mikið þegar leið að leikslokum, Arna Sif var send fram og olli þar usla, og á síðustu stundu skoraði hin unga og eldfljóta María Catharina Ólafsdóttir jöfnunarmarkið, úr fínu færi vinstra megin í teignum. Af hverju gerðu liðin jafntefli? Þeim gekk illa að skapa sér góð færi stóran hluta leiksins og greinilegt að varnarleikurinn var mun betur í hávegum hafður hjá Stjörnunni en í 5-5 jafnteflinu við Þrótt í síðustu umferð. Þór/KA var ívið sterkara liðið úti á velli, að minnsta kosti í fyrri hálfleik og sérstaklega á lokakaflanum, og átti skilið að jafna metin. Tæpara mátti það þó ekki standa. Hverjar stóðu upp úr? Arna Sif Ásgrímsdóttir var mjög áberandi í báðum vítateigum og skallaði boltann í hvert sinn sem hann fór í loftið, en hefði að ósekju mátt koma honum í markið í einni af sínum góðu tilraunum. Þær Hulda Björg Hannesdóttir gáfu varla færi á sér. Stjörnuliðið varðist skipulega fram að lokakaflanum og erfitt að pikka út leikmann þar, en Aníta Ýr átti mjög flotta innkomu af bekknum og McLeod var mjög örugg þó að meira hefði mátt reyna á han. Hvað gekk illa? Eins og fyrr segir var ekki mikið um að liðin sköpuðu sér dauðafæri en þar að auki voru skotin oft slök, sérstaklega miðað við draumaskot Anítu. Stjarnan hélt boltanum afar illa á síðasta stundarfjórðungnum og leyfði Þór/KA að halda uppi stífri pressu sem skilaði árangri. Hvað gerist næst? Þór/KA leikur aftur strax á miðvikudag þegar liðið sækir topplið Breiðabliks heim í Kópavoginn, og Akureyringar leika þriðja útileikinn í röð í Eyjum eftir viku. Stjarnan mætir næst botnliði FH í Kaplakrika eftir átta daga. María: Mikilvægt að ég geti nýtt þennan hraða „Ég er bara mjög ánægð. Ég hefði viljað fá þrjú stig en ég er bara sátt með eitt úr því sem komið var. Þetta gekk ekki nógu vel á köflum hjá okkur. Þær tóku yfir um tíma, og svo við, en við hefðum getað gert betur finnst mér,“ sagði María eftir að hafa tryggt Þór/KA stig sem gæti reynst mikilvægt. Liðið er nú í 5. sæti deildarinnar með 11 stig eftir átta leiki, fjórum stigum á eftir Fylki sem er í 3. sæti. Ef sú staða er vonbrigði er ekki við Maríu að sakast en hún hefur nýtt hraða sinn vel í sumar og er sífellt hættuleg andstæðingunum, og hefur skorað þrjú mörk. „Mér finnst að við hefðum getað gert betur í sumum leikjum í sumar en ég er samt stolt af liðinu. Ég er mjög ánægð með hvernig mér hefur gengið og það er bara mjög mikilvægt að ég geti nýtt þennan hraða,“ sagði María. Kristján: Eins og það gildi önnur lögmál í dómgæslu á leikjum kvenna Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var ómyrkur í máli þegar hann ræddi um rauða spjaldið sem Gabriella Guillen hefði líklega átt að fá. „Það vantar „guts“ þegar það er verið að dæma leiki hjá konum. Þá er eins og það gildi önnur lögmál, en þannig er það ekki. Menn þurfa að fara að læra það,“ sagði Kristján, skiljanlega óánægður. Kristján var sömuleiðis afar óánægður með lokakafla leiksins hjá sínu liði. „Við vorum búin að standa þetta af okkur fram að þessu en það er algjörlega óþolandi að við höfum ekki getað staðið rétt undir lokin. Það lá á okkur, og þegar við fórum fram héldum við ekkert boltanum heldur töpuðum honum í hvert einasta skipti. Síðustu tólf mínúturnar voru erfiðar að því leyti til,“ sagði Kristján. „Tilfinningin er að jafntefli sé réttlát úrslit. Við fundum engan takt í fyrri hálfleik og náðum ekki að spila okkur út úr fyrstu pressunni þeirra, sem við höfðum samt reynt að undirbúa okkur fyrir. Við löguðum þetta í seinni hálfleik og það skilaði sér í þessu marki sem tryggði okkur eitt stig,“ sagði Kristján. Hann fékk nú að sjá þær Erin McLeod og Angelu Pia Caloia spila í fyrsta sinn. „Mér líst mjög vel á þær báðar. Það er auðvitað langt síðan að þær hafa spilað leik en þær eru að koma inn í þetta, hafa æft með okkur í 2-3 vikur, svo það kemur allt saman.“ Andri Hjörvar: Arna sefur ekki á kvöldin eftir svona „Ég hefði viljað fá þrjú stig en úr því sem komið var þá fagna ég stiginu vel og innilega því það gæti skipt miklu máli þegar upp verður staðið. Þetta eru samt tvö töpuð stig,“ sagði Andri Hjörvar Albertsson, þjálfari Þórs/KA. „Við fengum helling af hornspyrnum og þetta er eitthvað sem við hömrum mikið á – að nýta okkur þær, en því miður gekk það ekki í dag. Það vantaði oft herslumuninn. Færin létu á sér standa en við nýttum eitt í lokin,“ sagði Andri, en eins og fyrr segir var Arna Sif fyrirliði oft nálægt því að skora: „Hún sefur ekki á kvöldin þegar hún skorar ekki eftir föst leikatriði, það er bara þannig. Hún er því kannski ósátt við sjálfa sig að ná ekki að skora. En hún bætti fyrir það með því að fara fram í lokin og valda usla, og átti nokkrar góðar sendingar inn fyrir vörnina.“ Pepsi Max-deild kvenna Stjarnan Þór Akureyri KA
Stjarnan og Þór/KA gerðu 1-1 jafntefli í fyrstu umferð Pepsi Max deildar kvenna eftir að deildin fór aftur af stað eftir kórónuveiruhlé. Aníta Ýr Þorvaldsdóttir kom Stjörnunni yfir með stórbrotnu marki um miðjan seinni hálfleik en María Catharina Ólafsdóttir jafnaði metin á síðustu mínútu leiksins. Þar með munar áfram þremur stigum á liðunum en Þór/KA er með 11 stig í 5. sæti og Stjarnan með 8 stig í 7. sæti. Nýir leikmenn í liði Stjörnunnar Arna Sif Ásgrímsdóttir var hársbreidd frá því að koma Þór/KA yfir strax í upphafi leiks en skalli hennar eftir hornspyrnu Jakobínu Hjörvarsdóttur fór ofan á þverslána. Þær Jakobína og Arna Sif komu að öllum helstu færum Þórs/KA í fyrri hálfleiknum, sem fólust í því að Arna skallaði boltann eftir horn Jakobínu en inn vildi boltinn ekki. Eftir að gestirnir höfðu verið sterkari á upphafsmínútum leiksins vann Stjarnan sig vel inn í leikinn og jafnræði var með liðunum. Sáralítið reyndi á Erin McLeod í fyrri hálfleiknum, en þessi kanadíski markvörður með glæsilega ferilskrá lék sinn fyrsta leik fyrir Stjörnuna. Annar nýr leikmaður Stjörnunnar, sóknarmaðurinn Angela Pia Caloia kom inn á eftir hálftíma leik en þá höfðu tveir leikmenn liðsins farið meiddir af velli. Caloia kom inn á fyrir Jönu Sól Valdimarsdóttur og áður hafði Sædís Rún Heiðarsdóttir leyst Hugrúnu Elvarsdóttur af. Staðan var markalaus í hálfleik eftir að Betsy Hassett hafði átt langbestu tilraun Stjörnunnar rétt fyrir leikhlé, með skoti sem fór afar naumlega framhjá. Guillen hefði átt að sjá rautt Stjarnan komst yfir með stórglæsilegu marki á 66. mínútu. Hin efnilega Aníta hafði verið inná í nokkrar mínútur þegar hún smellti boltanum, utan teigs í stöng og inn. Í aðdragandanum höfðu tveir leikmenn Þórs/KA skollið saman en ekki var hægt að stöðva mjög álitlega sókn Stjörnunnar af þeim sökum. Skömmu eftir þetta var Aníta svo toguð niður í annarri álitlegri sókn Stjörnunnar. Það gerði Gabriela Guillen sem var stálheppin að fá ekki sitt annað gula spjald og þar með rautt. Sóknarþungi Þórs/KA jókst svo mikið þegar leið að leikslokum, Arna Sif var send fram og olli þar usla, og á síðustu stundu skoraði hin unga og eldfljóta María Catharina Ólafsdóttir jöfnunarmarkið, úr fínu færi vinstra megin í teignum. Af hverju gerðu liðin jafntefli? Þeim gekk illa að skapa sér góð færi stóran hluta leiksins og greinilegt að varnarleikurinn var mun betur í hávegum hafður hjá Stjörnunni en í 5-5 jafnteflinu við Þrótt í síðustu umferð. Þór/KA var ívið sterkara liðið úti á velli, að minnsta kosti í fyrri hálfleik og sérstaklega á lokakaflanum, og átti skilið að jafna metin. Tæpara mátti það þó ekki standa. Hverjar stóðu upp úr? Arna Sif Ásgrímsdóttir var mjög áberandi í báðum vítateigum og skallaði boltann í hvert sinn sem hann fór í loftið, en hefði að ósekju mátt koma honum í markið í einni af sínum góðu tilraunum. Þær Hulda Björg Hannesdóttir gáfu varla færi á sér. Stjörnuliðið varðist skipulega fram að lokakaflanum og erfitt að pikka út leikmann þar, en Aníta Ýr átti mjög flotta innkomu af bekknum og McLeod var mjög örugg þó að meira hefði mátt reyna á han. Hvað gekk illa? Eins og fyrr segir var ekki mikið um að liðin sköpuðu sér dauðafæri en þar að auki voru skotin oft slök, sérstaklega miðað við draumaskot Anítu. Stjarnan hélt boltanum afar illa á síðasta stundarfjórðungnum og leyfði Þór/KA að halda uppi stífri pressu sem skilaði árangri. Hvað gerist næst? Þór/KA leikur aftur strax á miðvikudag þegar liðið sækir topplið Breiðabliks heim í Kópavoginn, og Akureyringar leika þriðja útileikinn í röð í Eyjum eftir viku. Stjarnan mætir næst botnliði FH í Kaplakrika eftir átta daga. María: Mikilvægt að ég geti nýtt þennan hraða „Ég er bara mjög ánægð. Ég hefði viljað fá þrjú stig en ég er bara sátt með eitt úr því sem komið var. Þetta gekk ekki nógu vel á köflum hjá okkur. Þær tóku yfir um tíma, og svo við, en við hefðum getað gert betur finnst mér,“ sagði María eftir að hafa tryggt Þór/KA stig sem gæti reynst mikilvægt. Liðið er nú í 5. sæti deildarinnar með 11 stig eftir átta leiki, fjórum stigum á eftir Fylki sem er í 3. sæti. Ef sú staða er vonbrigði er ekki við Maríu að sakast en hún hefur nýtt hraða sinn vel í sumar og er sífellt hættuleg andstæðingunum, og hefur skorað þrjú mörk. „Mér finnst að við hefðum getað gert betur í sumum leikjum í sumar en ég er samt stolt af liðinu. Ég er mjög ánægð með hvernig mér hefur gengið og það er bara mjög mikilvægt að ég geti nýtt þennan hraða,“ sagði María. Kristján: Eins og það gildi önnur lögmál í dómgæslu á leikjum kvenna Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var ómyrkur í máli þegar hann ræddi um rauða spjaldið sem Gabriella Guillen hefði líklega átt að fá. „Það vantar „guts“ þegar það er verið að dæma leiki hjá konum. Þá er eins og það gildi önnur lögmál, en þannig er það ekki. Menn þurfa að fara að læra það,“ sagði Kristján, skiljanlega óánægður. Kristján var sömuleiðis afar óánægður með lokakafla leiksins hjá sínu liði. „Við vorum búin að standa þetta af okkur fram að þessu en það er algjörlega óþolandi að við höfum ekki getað staðið rétt undir lokin. Það lá á okkur, og þegar við fórum fram héldum við ekkert boltanum heldur töpuðum honum í hvert einasta skipti. Síðustu tólf mínúturnar voru erfiðar að því leyti til,“ sagði Kristján. „Tilfinningin er að jafntefli sé réttlát úrslit. Við fundum engan takt í fyrri hálfleik og náðum ekki að spila okkur út úr fyrstu pressunni þeirra, sem við höfðum samt reynt að undirbúa okkur fyrir. Við löguðum þetta í seinni hálfleik og það skilaði sér í þessu marki sem tryggði okkur eitt stig,“ sagði Kristján. Hann fékk nú að sjá þær Erin McLeod og Angelu Pia Caloia spila í fyrsta sinn. „Mér líst mjög vel á þær báðar. Það er auðvitað langt síðan að þær hafa spilað leik en þær eru að koma inn í þetta, hafa æft með okkur í 2-3 vikur, svo það kemur allt saman.“ Andri Hjörvar: Arna sefur ekki á kvöldin eftir svona „Ég hefði viljað fá þrjú stig en úr því sem komið var þá fagna ég stiginu vel og innilega því það gæti skipt miklu máli þegar upp verður staðið. Þetta eru samt tvö töpuð stig,“ sagði Andri Hjörvar Albertsson, þjálfari Þórs/KA. „Við fengum helling af hornspyrnum og þetta er eitthvað sem við hömrum mikið á – að nýta okkur þær, en því miður gekk það ekki í dag. Það vantaði oft herslumuninn. Færin létu á sér standa en við nýttum eitt í lokin,“ sagði Andri, en eins og fyrr segir var Arna Sif fyrirliði oft nálægt því að skora: „Hún sefur ekki á kvöldin þegar hún skorar ekki eftir föst leikatriði, það er bara þannig. Hún er því kannski ósátt við sjálfa sig að ná ekki að skora. En hún bætti fyrir það með því að fara fram í lokin og valda usla, og átti nokkrar góðar sendingar inn fyrir vörnina.“
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti