Gerður festist í vítahring brjóstaaðgerða Stefán Árni Pálsson skrifar 9. janúar 2020 10:30 Gerður opnaði sig um þær aðgerðir sem hún hefur farið í frá sautján ára aldri. Gerður Huld Arinbjarnardóttir er þrjátíu ára gömul og rekur fyrirtækið blush.is. Gerður hefur vakið mikla eftirtekt á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem hún talar opinskátt reynslu sína af fegrunaraðgerðum og fylgikvillum þeirra. Gerður fór í sína fyrstu brjóstaaðgerð fyrir þrettán árum, þá sautján ára gömul. Hún segist vera komin í algjöran vítahring og hvetur ungar stelpur til þess að sleppa því að fara í slíkar aðgerðir. Eva Laufey Kjaran hitti Gerði á dögunum í Íslandi í dag á Stöð 2 og fékk að heyra hennar sögu. „Ég fer fyrst í aðgerð sem kallast brjóstaleiðrétting. Þetta er aðgerð sem er niðurgreidd af tryggingarstofnun og flokkast í raun sem fæðingargalli. Á þessum tíma var ég í rauninni bara með eitt brjóst. Annað óx en hitt ekki,“ segir Gerður en þá eru settar fyllingar í bæði brjóstin, misstórar til að jafna þau út. Gerður segir að fræðslan á þessum tíma hafi ekki verið nægilega mikil. „Ég get ekki sagt það. Ég var boðuð í viðtal hjá lækni sem var rosalega mikið inn á út viðtal. Hann sagði að þetta væri rosalega lítið mál og ég upplifði að af því að honum þætti þetta svona lítið mál ætti mér að finnast það. Ég sem sautján ára barn var ekkert að spá í því hvað myndi síðan gerast eftir tíu ár.“ Glímdi alltaf við sama misræmið Gerður segir að með tímanum heldur annað brjóstið áfram að stækka. „Það fylgir þessu þegar maður er með þetta misræmi, þá er vaxtarkirtillinn í öðru brjóstinu miklu virkari. Ég lét setja fyllingar í bæði brjóstin en annað brjóstið hélt áfram að stækka en hitt ekki, svo ég var komin í sama pakkann,“ segir Gerður sem ákvað þarna að bíða með aðra aðgerð því sú aðgerð yrði ekki greidd af ríkinu. „Tíu árum eftir fyrstu aðgerðina mína fer ég í minnkun og lagfæringu. Það var rosalega fínt í nokkra mánuði þangað til að það fer að gerast það nákvæmlega sama. Ég var alltaf að eltast við sama vandamálið,“ segir Gerði sem fer þá í þriðju aðgerðina og þá er kirtillinn tekinn og klofinn. „Það er gert til að koma í veg fyrir það að brjóstið haldi áfram að stækka. Sú aðgerð heppnaðist ótrúlega vel en eftir hana léttist ég um einhver tuttugu kíló og þá fannst mér brjóstin alltof stór. Ég fer þá í mína fjórðu aðgerð, núna nýlega. Ég ætla ekki að segja að hún hafi verið nauðsynleg en mér fannst þau of stór og mig langaði aðeins að láta laga þetta.“ Gerður segist hafa fest í vítahring aðgerða og má hlusta á viðtalið við hana hér að neðan. Ísland í dag Lýtalækningar Mest lesið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Tíska og hönnun Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Lífið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Fleiri fréttir Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sjá meira
Gerður Huld Arinbjarnardóttir er þrjátíu ára gömul og rekur fyrirtækið blush.is. Gerður hefur vakið mikla eftirtekt á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem hún talar opinskátt reynslu sína af fegrunaraðgerðum og fylgikvillum þeirra. Gerður fór í sína fyrstu brjóstaaðgerð fyrir þrettán árum, þá sautján ára gömul. Hún segist vera komin í algjöran vítahring og hvetur ungar stelpur til þess að sleppa því að fara í slíkar aðgerðir. Eva Laufey Kjaran hitti Gerði á dögunum í Íslandi í dag á Stöð 2 og fékk að heyra hennar sögu. „Ég fer fyrst í aðgerð sem kallast brjóstaleiðrétting. Þetta er aðgerð sem er niðurgreidd af tryggingarstofnun og flokkast í raun sem fæðingargalli. Á þessum tíma var ég í rauninni bara með eitt brjóst. Annað óx en hitt ekki,“ segir Gerður en þá eru settar fyllingar í bæði brjóstin, misstórar til að jafna þau út. Gerður segir að fræðslan á þessum tíma hafi ekki verið nægilega mikil. „Ég get ekki sagt það. Ég var boðuð í viðtal hjá lækni sem var rosalega mikið inn á út viðtal. Hann sagði að þetta væri rosalega lítið mál og ég upplifði að af því að honum þætti þetta svona lítið mál ætti mér að finnast það. Ég sem sautján ára barn var ekkert að spá í því hvað myndi síðan gerast eftir tíu ár.“ Glímdi alltaf við sama misræmið Gerður segir að með tímanum heldur annað brjóstið áfram að stækka. „Það fylgir þessu þegar maður er með þetta misræmi, þá er vaxtarkirtillinn í öðru brjóstinu miklu virkari. Ég lét setja fyllingar í bæði brjóstin en annað brjóstið hélt áfram að stækka en hitt ekki, svo ég var komin í sama pakkann,“ segir Gerður sem ákvað þarna að bíða með aðra aðgerð því sú aðgerð yrði ekki greidd af ríkinu. „Tíu árum eftir fyrstu aðgerðina mína fer ég í minnkun og lagfæringu. Það var rosalega fínt í nokkra mánuði þangað til að það fer að gerast það nákvæmlega sama. Ég var alltaf að eltast við sama vandamálið,“ segir Gerði sem fer þá í þriðju aðgerðina og þá er kirtillinn tekinn og klofinn. „Það er gert til að koma í veg fyrir það að brjóstið haldi áfram að stækka. Sú aðgerð heppnaðist ótrúlega vel en eftir hana léttist ég um einhver tuttugu kíló og þá fannst mér brjóstin alltof stór. Ég fer þá í mína fjórðu aðgerð, núna nýlega. Ég ætla ekki að segja að hún hafi verið nauðsynleg en mér fannst þau of stór og mig langaði aðeins að láta laga þetta.“ Gerður segist hafa fest í vítahring aðgerða og má hlusta á viðtalið við hana hér að neðan.
Ísland í dag Lýtalækningar Mest lesið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Tíska og hönnun Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Lífið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Fleiri fréttir Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”