Innlent

Ekki út­lit fyrir tak­markanir á raf­orku­af­hendingu

Atli Ísleifsson skrifar
Þrátt fyrir litla úrkomu og kuldatíð á hálendinu er orkukerfi Landsvirkjunar sagt standa vel.
Þrátt fyrir litla úrkomu og kuldatíð á hálendinu er orkukerfi Landsvirkjunar sagt standa vel. vísir/vilhelm

Þrátt fyrir litla úrkomu og kuldatíð á hálendinu stendur orkukerfi Landsvirkjunar vel og er ekki útlit fyrir takmarkanir á raforkuafhendingu á yfirstandandi vetri.

Þetta kemur fram í umfjöllun á heimasíðu Landsvirkjunar þar sem segir að innrennsli í miðlunarlón Landsvirkjunar hafi verið í minna lagi í haust og engir vetrarblotar náð inn á hálendið það sem af er vetri.

Ennfremur kemur fram að öll miðlunarlón hafi verið full fram yfir miðjan október en niðurdráttur hafi verið síðan þá. Því er heildarstaða miðlana um áramót ekki jafn góð og í fyrra, en svipuð og árið 2017.

Þar er helst nefnt að lítið innrennsli hafi verið á Þjórsársvæði og er staða Þórisvatns því ekki jafn góð og síðustu ár.

Að endingu er bent á að takmarkanir í flutningskerfi Landsnets torveldi Landsvirkjun að jafna stöðu miðlunarlóna milli landshluta og þá höfðu truflanir vegna óveðra í desember einnig áhrif.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×