Tveggja barna móðir öskureið og skilur ekki að svona geti gerst á Íslandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. janúar 2020 14:25 Frá aðstæðum uppi á jökli í nótt. Landsbjörg Virginia Galvai frá Brasilíu segist reið út í forsvarmenn Mountaineers of Iceland eftir að hafa ásamt ungum drengjum sínum tveimur lent í háska á Langjökli í vélsleðaferð. „Auðvitað er ég reið. Reið út í þess menn því þeir hafa ekki burði til að standa fyrir svona ferðum,“ sagði Virginia í samtali við Ríkisútvarpið í fjöldahjálparstöðinni á Gullfossi í morgun. Virginia var á meðal þeirra 39 ferðalanga sem lögðu upp í vélsleðaferð við Langjökul í gær. Drengir hennar ellefu og fjórtán ára voru með í för en sá yngist í hópnum var sex ára gamall. Hún segir ferðina hafa byrjað ljómandi vel. Sögðust vita af gulri viðvörun „Þeir létu okkur fá galla en útskýrðu ekki hvernig gallarnir áttu að nýtast í svona veðri. Þegar veðrið skall á tók ég eftir því að vindurinn blés undir skálmina.“ Eftir um klukkustund voru þau komin að jöklinum og þá hafi leiðsögumennirnir tjáð fólkinu að líklega yrði ekkert af ferðum á jökulinn daginn eftir vegna veðurs. Þá hafi þeir tjáð fólkinu að gul viðvörun væri í gangi og þeir því vitað það. „Þegar við höfðum snúið við var veðrið orðið mjög slæmt. Við ókum í um klukkustund og þá var fólk farið að falla af vélsleðunum. Það var eins og við kæmumst bara nokkra metra áfram á klukkutíma.“ Eftir annan klukkutíma hafi ferð þeirra verið stöðvuð. Allir hafi farið af sleðunum og við hafi tekið löng bið. Eftir nokkrar klukkustundir var þeim troðið í stóra bíla á vegum fyrirtækisins en það var svo ekki fyrr en klukkan eitt í nótt, hálfum sólarhring eftir að lagt var á jökulinn, sem björgunarsveitarfólk kom ferðalöngunum og tíu leiðsögumönnum til bjargar. „Þetta var ekki góður dagur. Hvernig getur land á borð við Ísland, sem gerir út á ferðaþjónustu, leyft svona fyrirtæki að starfa?“ spyr Virginia í samtali við Ríkisútvarpið. Hræddur þegar fólkið gróf sig í fönn Rob, ferðamaður frá Englandi, segist líkt og Virginia hafa verið hræddur. Ekki síst þegar þau voru að grafa sig í fönn í snjónum og ekki vitað hvenær von væri á aðstoð. „Ég held að allir hefðu verið það.“ Björgunarsveitarmaðurinn Kristinn Ólafsson sem tók þátt í aðgerðum segir að félagarnir hafi rætt það á leiðinni upp eftir hve undrandi þeir væru á ákvörðun Mountaineers of Iceland að fara í ferðina þrátt fyrir slæma veðurspá. „Mér finnst það mjög undarleg ákvörðun. Það var gul viðvörun og þetta útkall kom okkur mjög mikið á óvart. Við ræddum það á leiðinni. Við áttum ekki von á að neitt svona væri að fara að gerast. Það voru flestir sem héldu sig heima.“ 39 bjargað á Langjökli Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Veður Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Sjá meira
Virginia Galvai frá Brasilíu segist reið út í forsvarmenn Mountaineers of Iceland eftir að hafa ásamt ungum drengjum sínum tveimur lent í háska á Langjökli í vélsleðaferð. „Auðvitað er ég reið. Reið út í þess menn því þeir hafa ekki burði til að standa fyrir svona ferðum,“ sagði Virginia í samtali við Ríkisútvarpið í fjöldahjálparstöðinni á Gullfossi í morgun. Virginia var á meðal þeirra 39 ferðalanga sem lögðu upp í vélsleðaferð við Langjökul í gær. Drengir hennar ellefu og fjórtán ára voru með í för en sá yngist í hópnum var sex ára gamall. Hún segir ferðina hafa byrjað ljómandi vel. Sögðust vita af gulri viðvörun „Þeir létu okkur fá galla en útskýrðu ekki hvernig gallarnir áttu að nýtast í svona veðri. Þegar veðrið skall á tók ég eftir því að vindurinn blés undir skálmina.“ Eftir um klukkustund voru þau komin að jöklinum og þá hafi leiðsögumennirnir tjáð fólkinu að líklega yrði ekkert af ferðum á jökulinn daginn eftir vegna veðurs. Þá hafi þeir tjáð fólkinu að gul viðvörun væri í gangi og þeir því vitað það. „Þegar við höfðum snúið við var veðrið orðið mjög slæmt. Við ókum í um klukkustund og þá var fólk farið að falla af vélsleðunum. Það var eins og við kæmumst bara nokkra metra áfram á klukkutíma.“ Eftir annan klukkutíma hafi ferð þeirra verið stöðvuð. Allir hafi farið af sleðunum og við hafi tekið löng bið. Eftir nokkrar klukkustundir var þeim troðið í stóra bíla á vegum fyrirtækisins en það var svo ekki fyrr en klukkan eitt í nótt, hálfum sólarhring eftir að lagt var á jökulinn, sem björgunarsveitarfólk kom ferðalöngunum og tíu leiðsögumönnum til bjargar. „Þetta var ekki góður dagur. Hvernig getur land á borð við Ísland, sem gerir út á ferðaþjónustu, leyft svona fyrirtæki að starfa?“ spyr Virginia í samtali við Ríkisútvarpið. Hræddur þegar fólkið gróf sig í fönn Rob, ferðamaður frá Englandi, segist líkt og Virginia hafa verið hræddur. Ekki síst þegar þau voru að grafa sig í fönn í snjónum og ekki vitað hvenær von væri á aðstoð. „Ég held að allir hefðu verið það.“ Björgunarsveitarmaðurinn Kristinn Ólafsson sem tók þátt í aðgerðum segir að félagarnir hafi rætt það á leiðinni upp eftir hve undrandi þeir væru á ákvörðun Mountaineers of Iceland að fara í ferðina þrátt fyrir slæma veðurspá. „Mér finnst það mjög undarleg ákvörðun. Það var gul viðvörun og þetta útkall kom okkur mjög mikið á óvart. Við ræddum það á leiðinni. Við áttum ekki von á að neitt svona væri að fara að gerast. Það voru flestir sem héldu sig heima.“
39 bjargað á Langjökli Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Veður Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Sjá meira