Eva Björk Ben fetar í fótspor bróður síns Gumma Stefán Árni Pálsson skrifar 8. janúar 2020 14:30 Eva hóf störf á íþróttadeild RÚV í gær. vísir „Mér líst bara mjög vel á þetta annars hefði ég ekki leitast eftir því að fara út í þetta,“ segir Eva Björk Benediktsdóttir sem hefur verið ráðin sem íþróttafréttakona á RÚV. Hún mun leysa af þær Eddu Sif Pálsdóttur og Kristjönu Arnarsdóttur en Edda fer í fæðingarorlof og Kristjana ætlar að taka sér leyfi eins og Vísir greindi frá í lok síðasta árs. „Ég var bara að byrja í gær og er svona enn að læra inn á þetta. Það er gott vera ekkert að færa sig úr húsi úr fréttunum. Maður er með ágætis grunn í þetta starf og þetta er ótrúlega spennandi tækifæri,“ segir Eva sem var fréttamaður RÚV á Norðurlandi árið 2018 og færði sig í borgina þar sem hún hefur verið á fréttastofunni frá því í apríl á síðasta ári. „Ég var sjálf lengi í fótbolta og lék með Þór/KA í meistaraflokki þar til að ég meiddist. Ég fékk brjósklos í baki þegar ég var tvítug sem hefur verið að stríða mér síðan 2011,“ segir Eva sem varð að leggja skóna á hilluna snemma á ferlinum. Eva var mjög efnilega knattspyrnukona á sínum tíma. Gummi Ben er eldri bróðir Evu Bjarkar. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á boltaíþróttum og það er mikill boltaáhugi í minni fjölskyldu og ég hef alltaf fylgst mikið með.“ Eva Björk er systir Guðmundar Benediktssonar sem hefur í áraraðir verið einn vinsælasti íþróttalýsandi landsins og er í raun orðinn að þjóðareign. „Hann hefur ekki gefið mér nein sérstök ráð og ég býst nú ekki við því, en maður hefur fylgst vel með honum í gegnum tíðina. Það er örugglega eitthvað hægt að læra af honum ef maður leggur sig fram við það,“ segir Eva á léttu nótunum. Fjölmiðlar Vistaskipti Tengdar fréttir Kristjana og Haraldur halda á vit ævintýranna í Barcelona Kristjana Arnarsdóttir ætlar að taka sér frí frá RÚV og flytja til Spánar með kærasta sínum, Haraldi Franklín. 20. nóvember 2019 08:30 Edda Sif og Vilhjálmur eiga von á dreng Sjónvarpskonan Edda Sif Pálsdóttir og Vilhjálmur Siggeirsson eiga von á barni en Edda er gengin sex mánuði á leið. 5. nóvember 2019 10:30 Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Sjá meira
„Mér líst bara mjög vel á þetta annars hefði ég ekki leitast eftir því að fara út í þetta,“ segir Eva Björk Benediktsdóttir sem hefur verið ráðin sem íþróttafréttakona á RÚV. Hún mun leysa af þær Eddu Sif Pálsdóttur og Kristjönu Arnarsdóttur en Edda fer í fæðingarorlof og Kristjana ætlar að taka sér leyfi eins og Vísir greindi frá í lok síðasta árs. „Ég var bara að byrja í gær og er svona enn að læra inn á þetta. Það er gott vera ekkert að færa sig úr húsi úr fréttunum. Maður er með ágætis grunn í þetta starf og þetta er ótrúlega spennandi tækifæri,“ segir Eva sem var fréttamaður RÚV á Norðurlandi árið 2018 og færði sig í borgina þar sem hún hefur verið á fréttastofunni frá því í apríl á síðasta ári. „Ég var sjálf lengi í fótbolta og lék með Þór/KA í meistaraflokki þar til að ég meiddist. Ég fékk brjósklos í baki þegar ég var tvítug sem hefur verið að stríða mér síðan 2011,“ segir Eva sem varð að leggja skóna á hilluna snemma á ferlinum. Eva var mjög efnilega knattspyrnukona á sínum tíma. Gummi Ben er eldri bróðir Evu Bjarkar. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á boltaíþróttum og það er mikill boltaáhugi í minni fjölskyldu og ég hef alltaf fylgst mikið með.“ Eva Björk er systir Guðmundar Benediktssonar sem hefur í áraraðir verið einn vinsælasti íþróttalýsandi landsins og er í raun orðinn að þjóðareign. „Hann hefur ekki gefið mér nein sérstök ráð og ég býst nú ekki við því, en maður hefur fylgst vel með honum í gegnum tíðina. Það er örugglega eitthvað hægt að læra af honum ef maður leggur sig fram við það,“ segir Eva á léttu nótunum.
Fjölmiðlar Vistaskipti Tengdar fréttir Kristjana og Haraldur halda á vit ævintýranna í Barcelona Kristjana Arnarsdóttir ætlar að taka sér frí frá RÚV og flytja til Spánar með kærasta sínum, Haraldi Franklín. 20. nóvember 2019 08:30 Edda Sif og Vilhjálmur eiga von á dreng Sjónvarpskonan Edda Sif Pálsdóttir og Vilhjálmur Siggeirsson eiga von á barni en Edda er gengin sex mánuði á leið. 5. nóvember 2019 10:30 Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Sjá meira
Kristjana og Haraldur halda á vit ævintýranna í Barcelona Kristjana Arnarsdóttir ætlar að taka sér frí frá RÚV og flytja til Spánar með kærasta sínum, Haraldi Franklín. 20. nóvember 2019 08:30
Edda Sif og Vilhjálmur eiga von á dreng Sjónvarpskonan Edda Sif Pálsdóttir og Vilhjálmur Siggeirsson eiga von á barni en Edda er gengin sex mánuði á leið. 5. nóvember 2019 10:30