Neyðarástandi lýst yfir í Púertó Ríkó Samúel Karl Ólason skrifar 8. janúar 2020 10:44 Embættismenn í Púertó Ríkó segja minnst 346 manns hafa misst heimili sín. AP/Carlos Giusti Wanda Vazquez, ríkisstjóri Púertó Ríkó, hefur lýst yfir neyðarástandi á eyjunni eftir að sterkur jarðskjálfti skall þar á í gær. Minnst einn lést í jarðskjálftanum og hús hrundu víða. Skjálftinn olli því einnig að nánast öll eyjan er á rafmagns en rúmlega þrjár milljónir búa á Púertó Ríkó. Skjálftar hafa verið að leika íbúa eyjunnar grátt frá 28. desember. Hundruð skjálfta hafa mælst og þar af tíu yfir fjórum að styrk. Vazquez segist búast við að rafmagn verði komið á aftur að mestu innan tveggja sólarhringa, samkvæmt Reuters. Rafmagnsleysið hefur leitt til þess að minnst 300 þúsund manns hafa ekki aðgang að drykkjarvatni. Embættismenn í Púertó Ríkó segja minnst 346 manns hafa misst heimili sín. Fjölmargar byggingar hafa orðið fyrir skemmdum án þess að hrynja og er fólk verulega óttaslegið. Sjá einnig: Flýja húsin sín í Púertó Ríkó Samkvæmt Washington Post hrundu minnst 32 hús í bænum Yauco og eru rúmlega hundrað íbúðir óíbúðarhæfar. Neyðarástandsyfirlýsingin, sem Vazquez skrifaði undir í gærkvöldi, felur í sér að yfirvöld Púertó Ríkó geta leitað til alríkisstjórnar Bandaríkjanna eftir fjárhagsaðstoð vegna jarðskjálftanna. Íbúar eyjunnar eru enn að jafna sig á því þegar fellibylurinn María olli gífurlegum usla, skemmdum og manntjóni. Þar að auki eru yfirvöld eyjunnar að etja við gjaldþrotaferli vegna mikilla skuldbindinga. Púertó Ríkó Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Riveríutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Sjá meira
Wanda Vazquez, ríkisstjóri Púertó Ríkó, hefur lýst yfir neyðarástandi á eyjunni eftir að sterkur jarðskjálfti skall þar á í gær. Minnst einn lést í jarðskjálftanum og hús hrundu víða. Skjálftinn olli því einnig að nánast öll eyjan er á rafmagns en rúmlega þrjár milljónir búa á Púertó Ríkó. Skjálftar hafa verið að leika íbúa eyjunnar grátt frá 28. desember. Hundruð skjálfta hafa mælst og þar af tíu yfir fjórum að styrk. Vazquez segist búast við að rafmagn verði komið á aftur að mestu innan tveggja sólarhringa, samkvæmt Reuters. Rafmagnsleysið hefur leitt til þess að minnst 300 þúsund manns hafa ekki aðgang að drykkjarvatni. Embættismenn í Púertó Ríkó segja minnst 346 manns hafa misst heimili sín. Fjölmargar byggingar hafa orðið fyrir skemmdum án þess að hrynja og er fólk verulega óttaslegið. Sjá einnig: Flýja húsin sín í Púertó Ríkó Samkvæmt Washington Post hrundu minnst 32 hús í bænum Yauco og eru rúmlega hundrað íbúðir óíbúðarhæfar. Neyðarástandsyfirlýsingin, sem Vazquez skrifaði undir í gærkvöldi, felur í sér að yfirvöld Púertó Ríkó geta leitað til alríkisstjórnar Bandaríkjanna eftir fjárhagsaðstoð vegna jarðskjálftanna. Íbúar eyjunnar eru enn að jafna sig á því þegar fellibylurinn María olli gífurlegum usla, skemmdum og manntjóni. Þar að auki eru yfirvöld eyjunnar að etja við gjaldþrotaferli vegna mikilla skuldbindinga.
Púertó Ríkó Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Riveríutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Sjá meira