Ekið var á ljósastaur á Reykjanesbrautinni, skammt frá Vífilsstaðavegi, á sjötta tímanum í dag.
Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins fóru sjúkrabíll og tækjabíll á staðinn en ekki þurfti að flytja neinn á slysadeild.
Þegar Vísir náði tali af varðstjóra slökkviliðsins rétt fyrir sex var vinnu lokið á vettvangi og viðbragðsaðilar á leið í burtu.
Ljóst er að eitthvað eignatjón hefur orðið og er ljósastaurinn til að mynda mikið skemmdur.

