Styttan af Zlatan Ibrahimovic, sem var felld í aðfaranótt sunnudags, hefur verið fjarlægð.
Bronslituð stytta af Zlatan fyrir utan heimavöll Malmö í Svíþjóð var afhjúpuð 8. október í fyrra.
Í nóvember keypti Zlatan hlut í liði Hammarby sem hleypti illu blóði í stuðningsmenn Malmö.
Þeir létu reiði sína bitna á styttunni; reyndu að kveikja í henni, söguðu nefið af henni og í fyrrinótt felldu þeir hana.
Það var því ekki annað að gera en að fjarlægja styttuna. Það var gert í gær eins og sjá má á myndbandinu hér fyrir neðan.
Zlatan gæti leikið sinn fyrsta leik með AC Milan í átta ár þegar liðið tekur á móti Sampdoria í dag. Leikurinn hefst klukkan 14:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.