Lucky Strike-jakki Spessa kominn í leitirnar Jakob Bjarnar skrifar 6. janúar 2020 08:59 Spessi hefur nú úr nægu að velja þegar hann vill klæðast skrautlegum og svölum leðurjökkum, sem er reyndar við öll tækifæri. Þessa glæsilegu jakka fékk Spessi vegna málsins þannig að fátt er svo með öllu illt. Frægur leðurjakki ljósmyndarans Spessa er komin í leitirnar. „Já, þessi Facebook-færsla sem fór væral og umfjöllun Vísis gerði að verkum að það vissi nánast öll þjóðin að Lucky-jakkanum mínum var stolið. Það leiddi svo til þess að þegar jakkinn flaut uppá yfirborðið rataði hann til mín,“ segir Spessi ánægður í samtali við Vísi. Eins og ljósmyndarinn nefnir fjallaði Vísir um það í lok maí á síðasta ári að óprúttinn aðili hafi gert sér lítið fyrir og brotist inn í baukhús Spessa og stolið þaðan borvélum tveimur og svo Lucky Stike-jakkanum umrædda. „Ef einhver er að reyna koma þessum jakka í verð þá látið mig vita hér í prívat skilaboðum. Endilega deilið. Mér er alveg sama um borvélarnar, þú sem framdir þennan verknað skilaðu Lucky jakkanum, vinur,“ sagði Spessi þá. Þetta vakti mikla athygli enda um afar sérstaka flík að ræða. Einn vinur Spessa fann til með honum, gerði sér lítið fyrir og gaf Spessa Marlboro-jakka ef það mætti verða til að hugga ljósmyndarann. „Og nokkrum mánuðum seinna hafði annar vinur minn samband og sá hafði keypt gulan Lucky Strike og færði mér. Svona getur nú lífið verið skemmtilegt,“ segir Spessi sem er alsæll með það að jakkinn sé kominn í hús. Nú á hann þrjá leðurjakka sem hver um sig er hnausþykkur leðurjakki og lífstíðareign. Lögreglumál Tengdar fréttir Skilaðu Lucky-jakkanum vinur Óljóst hvað þjófurinn ætlar að gera við hið einstaka þýfi. 27. maí 2019 09:01 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Sjá meira
Frægur leðurjakki ljósmyndarans Spessa er komin í leitirnar. „Já, þessi Facebook-færsla sem fór væral og umfjöllun Vísis gerði að verkum að það vissi nánast öll þjóðin að Lucky-jakkanum mínum var stolið. Það leiddi svo til þess að þegar jakkinn flaut uppá yfirborðið rataði hann til mín,“ segir Spessi ánægður í samtali við Vísi. Eins og ljósmyndarinn nefnir fjallaði Vísir um það í lok maí á síðasta ári að óprúttinn aðili hafi gert sér lítið fyrir og brotist inn í baukhús Spessa og stolið þaðan borvélum tveimur og svo Lucky Stike-jakkanum umrædda. „Ef einhver er að reyna koma þessum jakka í verð þá látið mig vita hér í prívat skilaboðum. Endilega deilið. Mér er alveg sama um borvélarnar, þú sem framdir þennan verknað skilaðu Lucky jakkanum, vinur,“ sagði Spessi þá. Þetta vakti mikla athygli enda um afar sérstaka flík að ræða. Einn vinur Spessa fann til með honum, gerði sér lítið fyrir og gaf Spessa Marlboro-jakka ef það mætti verða til að hugga ljósmyndarann. „Og nokkrum mánuðum seinna hafði annar vinur minn samband og sá hafði keypt gulan Lucky Strike og færði mér. Svona getur nú lífið verið skemmtilegt,“ segir Spessi sem er alsæll með það að jakkinn sé kominn í hús. Nú á hann þrjá leðurjakka sem hver um sig er hnausþykkur leðurjakki og lífstíðareign.
Lögreglumál Tengdar fréttir Skilaðu Lucky-jakkanum vinur Óljóst hvað þjófurinn ætlar að gera við hið einstaka þýfi. 27. maí 2019 09:01 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Sjá meira
Skilaðu Lucky-jakkanum vinur Óljóst hvað þjófurinn ætlar að gera við hið einstaka þýfi. 27. maí 2019 09:01