Innlent

Flugeldasprengju kastað inn á pall

Eiður Þór Árnason skrifar
Fjöldi mála kom inn á borð lögreglu í gærkvöldi og nótt.
Fjöldi mála kom inn á borð lögreglu í gærkvöldi og nótt. Vísir/Vilhelm

Klukkan níu í gærkvöld barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um að flugeldasprengju hafi verið kastað inn á pall. Ekki varð verulegt tjón en málið þó skoðað af lögreglu.

Á ellefta tímanum var lögregla kölluð til vegna veikinda í fjölbýlishúsi þegar annar íbúi í húsinu gerði tilraun til að hindra lögreglu við störf. Maðurinn var ofurölvi og var handtekinn vegna málsins, er fram kemur í tilkynningu lögreglu.

Rétt eftir miðnætti var tilkynnt um mann sem var að stela í verslun. Hann er nú grunaður um þjófnað og fíkniefnalagabrot.

Lögregla stöðvaði fjóra ökumenn sem eru grunaðir um akstur undir áhrifum og var beðin um að aðhafast þegar slagsmál brutust út á skemmtistað.

Auk þess var talsvert um önnur minniháttar mál sem komu inn á borð lögreglu í gærkvöldi og nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×