Dæla efnum í ský til að koma í veg fyrir frekari úrkomu Kjartan Kjartansson skrifar 3. janúar 2020 15:01 Íbúi Jakarta flýtur um í frauðkassa eftir mikil flóð þar á gamlársdag og nýársmorgun. Vísir/EPA Yfirvöld á Indónesíu reyna nú að láta flugvélar dæla efnum inn í ský til að koma í veg fyrir að frekari úrkoma falli í höfuðborginni Jakarta. Að minnsta kosti 43 hafa farist og hátt í 200.000 manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna flóða og aurskriðna þar um áramótin. Flugherinn skýtur nú salti inn í skýi sem eru talin líkleg til að bera með sér úrkomu. Saltið á að leysa skýin upp áður en þau ná til Jakarta. Yfirmaður tæknistofnunar landsins segir að þetta verði gert á hverjum degi næstu dagi ef þörf þykir. Reuters-fréttastofan segir að aðferðin sé notuð til að slökkva skógarelda á þurrkatímabilinu á Indónesíu. Úrhellisúrkomu gerði í Jakarta og nágrenni þar sem um þrjátíu milljónir manna búa á gamlársdag og fram á nýársdag. Úrkoman er eins sú ákafasta sem þar hefur gert frá því að mælingar veðurstofu landsins hófust árið 1866. Stofnunin telur að loftslagsbreytingar af völdum manna hafi aukið líkurnar á veðuröfgum sem þessum. Varar hún við því að mikil úrkoma geti haldið áfram fram í miðjan febrúar. Hún gæti náð hámarki á milli 11.- og 15. janúar. Ekki bætir úr skák að Jakarta sekkur um nokkra sentímetra á ári vegna þess hversu hratt hefur verið gengið á grunnvatn þannig að berg- og setlög hafa fallið saman. Indónesía Loftslagsmál Tengdar fréttir 21 látinn í flóðum í Jakarta Gríðarlegt úrhelli hefur verið á svæðinu, það mesta í 24 ár hið minnsta. 2. janúar 2020 10:09 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Yfirvöld á Indónesíu reyna nú að láta flugvélar dæla efnum inn í ský til að koma í veg fyrir að frekari úrkoma falli í höfuðborginni Jakarta. Að minnsta kosti 43 hafa farist og hátt í 200.000 manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna flóða og aurskriðna þar um áramótin. Flugherinn skýtur nú salti inn í skýi sem eru talin líkleg til að bera með sér úrkomu. Saltið á að leysa skýin upp áður en þau ná til Jakarta. Yfirmaður tæknistofnunar landsins segir að þetta verði gert á hverjum degi næstu dagi ef þörf þykir. Reuters-fréttastofan segir að aðferðin sé notuð til að slökkva skógarelda á þurrkatímabilinu á Indónesíu. Úrhellisúrkomu gerði í Jakarta og nágrenni þar sem um þrjátíu milljónir manna búa á gamlársdag og fram á nýársdag. Úrkoman er eins sú ákafasta sem þar hefur gert frá því að mælingar veðurstofu landsins hófust árið 1866. Stofnunin telur að loftslagsbreytingar af völdum manna hafi aukið líkurnar á veðuröfgum sem þessum. Varar hún við því að mikil úrkoma geti haldið áfram fram í miðjan febrúar. Hún gæti náð hámarki á milli 11.- og 15. janúar. Ekki bætir úr skák að Jakarta sekkur um nokkra sentímetra á ári vegna þess hversu hratt hefur verið gengið á grunnvatn þannig að berg- og setlög hafa fallið saman.
Indónesía Loftslagsmál Tengdar fréttir 21 látinn í flóðum í Jakarta Gríðarlegt úrhelli hefur verið á svæðinu, það mesta í 24 ár hið minnsta. 2. janúar 2020 10:09 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
21 látinn í flóðum í Jakarta Gríðarlegt úrhelli hefur verið á svæðinu, það mesta í 24 ár hið minnsta. 2. janúar 2020 10:09