Ráðleggur fólki að gefa ekki upp upplýsingar um lyfjanotkun á samfélagsmiðlum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 3. janúar 2020 12:30 Rúna Hauksdóttir Hvannberg er forstjóri Lyfjastofnunar. Forstjóri Lyfjastofnunar brýnir fyrir fólki að gefa ekki upp upplýsingar um lyfjanotkun á samfélagsmiðlum. Dæmi eru um að óprúttnir aðilar leysi út lyf annarra og réttmætir eigendur lyfjanna sitja uppi lyfjalausir. Á dögunum lenti kona í því að lyf hennar voru leyst út af ókunnugri manneskju. Manneskjan framvísaði sínum eigin skilríkjum og skrifaði undir móttöku lyfjanna með eigin nafni og kennitölu. Réttmætur eigandi lyfjanna situr því eftir lyfjalaus. Forstjóri Lyfjastofnunar segir að vegna svokallaðs umboðsmannaákvæðis sé hægt að misnota úttekt á lyfjum annarra. „Það er þannig að einstaklingar eiga sjálfir að sækja lyfin sín en það getur annar aðili sótt lyfin þín gegn því að hann framvísi persónuskilríkjum. Þetta er byggt á svokölluðu umboðsmannaákvæði af því að fólk gæti legið veikt heima eða ekki átt heimangengt og því gæti einhver sótt lyfin fyrir þau. Ég vek líka athygli á því að þegar þú kemur í apótek og sækir lyf fyrir aðra, þá er spurt nákvæmlega um hvaða lyf ert þú að sækja og fólk þarf að hafa einhverjar upplýsingar um það hvaða lyf það er að sækja til að geta misnotað þetta. Ég brýni bara fyrir fólki að vera ekki að gefa upp persónulegar upplýsingar á samfélagsmiðlum eða miðla reynslu sinni af lyfjatöku því þá er mjög auðvelt að misnota þetta á þennan átt,“ sagði Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunnar. Þá bendir hún á að fólk geti takmarkað það hverjir leysi út lyf þeirra. „Það getur annað hvort verið enginn nema viðkomandi, eða að hann tiltaki einhvern ákveðinn. En við verðum að gera þetta handvirkt með tölvupósti á hvert einasta apótek en við höfum farið á leit við embætti landlæknis að það sé forritað í Heilsuveru að fólk geti merkt hverjir sækja lyf fyrir þau og það væri lang best að þetta sé gert með þeim hætti,“ sagði Rúna. Heilbrigðismál Lyf Samfélagsmiðlar Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Fleiri fréttir Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira
Forstjóri Lyfjastofnunar brýnir fyrir fólki að gefa ekki upp upplýsingar um lyfjanotkun á samfélagsmiðlum. Dæmi eru um að óprúttnir aðilar leysi út lyf annarra og réttmætir eigendur lyfjanna sitja uppi lyfjalausir. Á dögunum lenti kona í því að lyf hennar voru leyst út af ókunnugri manneskju. Manneskjan framvísaði sínum eigin skilríkjum og skrifaði undir móttöku lyfjanna með eigin nafni og kennitölu. Réttmætur eigandi lyfjanna situr því eftir lyfjalaus. Forstjóri Lyfjastofnunar segir að vegna svokallaðs umboðsmannaákvæðis sé hægt að misnota úttekt á lyfjum annarra. „Það er þannig að einstaklingar eiga sjálfir að sækja lyfin sín en það getur annar aðili sótt lyfin þín gegn því að hann framvísi persónuskilríkjum. Þetta er byggt á svokölluðu umboðsmannaákvæði af því að fólk gæti legið veikt heima eða ekki átt heimangengt og því gæti einhver sótt lyfin fyrir þau. Ég vek líka athygli á því að þegar þú kemur í apótek og sækir lyf fyrir aðra, þá er spurt nákvæmlega um hvaða lyf ert þú að sækja og fólk þarf að hafa einhverjar upplýsingar um það hvaða lyf það er að sækja til að geta misnotað þetta. Ég brýni bara fyrir fólki að vera ekki að gefa upp persónulegar upplýsingar á samfélagsmiðlum eða miðla reynslu sinni af lyfjatöku því þá er mjög auðvelt að misnota þetta á þennan átt,“ sagði Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunnar. Þá bendir hún á að fólk geti takmarkað það hverjir leysi út lyf þeirra. „Það getur annað hvort verið enginn nema viðkomandi, eða að hann tiltaki einhvern ákveðinn. En við verðum að gera þetta handvirkt með tölvupósti á hvert einasta apótek en við höfum farið á leit við embætti landlæknis að það sé forritað í Heilsuveru að fólk geti merkt hverjir sækja lyf fyrir þau og það væri lang best að þetta sé gert með þeim hætti,“ sagði Rúna.
Heilbrigðismál Lyf Samfélagsmiðlar Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Fleiri fréttir Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira