Engin áhrif á bensínverð hér á landi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. janúar 2020 12:00 Mótmælendur í Íran bregðast við árásinni með því að eyðileggja bandaríska fánann. AP/Vahid Salemi Engin hreyfing hefur orðið á bensínverði hér á landi í kjölfar þess að Bandaríkin réðu einn valdamesta mann í Íran af dögum í nótt. Framkvæmdastjóri sölusviðs Skeljungs segir heimsmarkaðsverð þó hafa tekið kipp og sveiflan á bilinu 3-5 prósent sem sé greinilega vegana atburða næturinnar. Hershöfðinginn Qasem Soleimani fór fyrir Quds-sérsveitum íranska byltingarvarðarins sem standa fyrir öllum hernaðaraðgerðum Írana utan heimalandsins. Var hann ráðinn af dögum í drónaárás í Bagdad, höfuðborg Írak. Donald Trump fyrirskipaði árásina og fagnar niðurstöðunni á Twitter. Æðsti leiðtogi Írans, Ayatollah Ali Khamenei, segir að morðinu verði hefnt á grimmilegan hátt. Þá lýsti hann einnig yfir þriggja daga þjóðarsorg í landinu Bandarískir fjölmiðlar greina frá töluverðri hækkun á bensínverði þar í landi. Þórður Guðjónsson, framkvæmdastjóri sölusviðs Skeljungs, segir fyrirtækið raunar hafa lækkað verðið lítillega í morgun í framhaldi af hækkunum um áramótin vegna skattahækkun. Þórður Guðjónsson, framkvæmdastjóri sölusviðs Skeljungs og fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu. Þórður segir það aldrei góðs viti fyrir bensínverð þegar atburðir á borð við þessa gerast í Mið-Austurlöndum. „Ég held að íslenski markaðurinn þurfi í augnablikinu ekki að hafa stórar áhyggjur,“ segir Þórður. Ekki eins og markaðurinn sé að hreyfast nú. Miðað við það eru áhrif vegna skattahækkunar hér heima meiri. „En svo veistu ekkert hvað gerist.“ Verðið sé almennt á uppleið en heimsmarkaðsverðið hafi verið að ýtast upp undnafarnar vikur og mánuði. Þar komi meðal annars til breytingar á reglum um svartolíu en frá áramótum megi brennisteinsinnihald ekki vera meira en 0,5 prósent. Hámarkaði var áður 3,5 prósent. Áhrif vegna breytinganna sem tóku gildi um áramótin hafi verið farin að sjást seint á nýliðnu ári. Bensínverð á landinu er víðast hvar á bilinu 232-243 krónur á lítrann. Bensín og olía Íran Tengdar fréttir Bandaríkin réðu einn valdamesta mann Írans af dögum Bandaríkjamenn réðu einn háttsettasta mann íranska byltingarvarðarins af dögum í Bagdad í Írak í nótt. 3. janúar 2020 06:42 Óttast hættulegri heim eftir morðið á Soleimani Bandaríkjaher felldi einn æðsta yfirmann hermála í Íran. Stjórnvöld í Teheran hafa heitið grimmilegum hefndum. 3. janúar 2020 11:30 Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Sjá meira
Engin hreyfing hefur orðið á bensínverði hér á landi í kjölfar þess að Bandaríkin réðu einn valdamesta mann í Íran af dögum í nótt. Framkvæmdastjóri sölusviðs Skeljungs segir heimsmarkaðsverð þó hafa tekið kipp og sveiflan á bilinu 3-5 prósent sem sé greinilega vegana atburða næturinnar. Hershöfðinginn Qasem Soleimani fór fyrir Quds-sérsveitum íranska byltingarvarðarins sem standa fyrir öllum hernaðaraðgerðum Írana utan heimalandsins. Var hann ráðinn af dögum í drónaárás í Bagdad, höfuðborg Írak. Donald Trump fyrirskipaði árásina og fagnar niðurstöðunni á Twitter. Æðsti leiðtogi Írans, Ayatollah Ali Khamenei, segir að morðinu verði hefnt á grimmilegan hátt. Þá lýsti hann einnig yfir þriggja daga þjóðarsorg í landinu Bandarískir fjölmiðlar greina frá töluverðri hækkun á bensínverði þar í landi. Þórður Guðjónsson, framkvæmdastjóri sölusviðs Skeljungs, segir fyrirtækið raunar hafa lækkað verðið lítillega í morgun í framhaldi af hækkunum um áramótin vegna skattahækkun. Þórður Guðjónsson, framkvæmdastjóri sölusviðs Skeljungs og fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu. Þórður segir það aldrei góðs viti fyrir bensínverð þegar atburðir á borð við þessa gerast í Mið-Austurlöndum. „Ég held að íslenski markaðurinn þurfi í augnablikinu ekki að hafa stórar áhyggjur,“ segir Þórður. Ekki eins og markaðurinn sé að hreyfast nú. Miðað við það eru áhrif vegna skattahækkunar hér heima meiri. „En svo veistu ekkert hvað gerist.“ Verðið sé almennt á uppleið en heimsmarkaðsverðið hafi verið að ýtast upp undnafarnar vikur og mánuði. Þar komi meðal annars til breytingar á reglum um svartolíu en frá áramótum megi brennisteinsinnihald ekki vera meira en 0,5 prósent. Hámarkaði var áður 3,5 prósent. Áhrif vegna breytinganna sem tóku gildi um áramótin hafi verið farin að sjást seint á nýliðnu ári. Bensínverð á landinu er víðast hvar á bilinu 232-243 krónur á lítrann.
Bensín og olía Íran Tengdar fréttir Bandaríkin réðu einn valdamesta mann Írans af dögum Bandaríkjamenn réðu einn háttsettasta mann íranska byltingarvarðarins af dögum í Bagdad í Írak í nótt. 3. janúar 2020 06:42 Óttast hættulegri heim eftir morðið á Soleimani Bandaríkjaher felldi einn æðsta yfirmann hermála í Íran. Stjórnvöld í Teheran hafa heitið grimmilegum hefndum. 3. janúar 2020 11:30 Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Sjá meira
Bandaríkin réðu einn valdamesta mann Írans af dögum Bandaríkjamenn réðu einn háttsettasta mann íranska byltingarvarðarins af dögum í Bagdad í Írak í nótt. 3. janúar 2020 06:42
Óttast hættulegri heim eftir morðið á Soleimani Bandaríkjaher felldi einn æðsta yfirmann hermála í Íran. Stjórnvöld í Teheran hafa heitið grimmilegum hefndum. 3. janúar 2020 11:30