
Íran

Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“
Fundur fulltrúa Bandaríkjana og fulltrúa Íran í Óman um kjarnorkuvopn var lýst sem „uppbyggilegum.“ Annar fundur hefur verið boðaður eftir viku.

Mikilvægur fundur með Íran framundan
Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, heimsótti Donald Trump, forseta Bandaríkjanna í Hvíta húsið. Þeir ræddu meðal annars tollgjöld forsetans, fund Bandaríkjamanna við Íran og átök á milli Ísrael og Gasa.

Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum
Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti í gær að senda ætti töluverðan herafla til Mið-Austurlanda. Bandaríkjamenn hafa gert umfangsmiklar loftárásir gegn Hútum í Jemen að undanförnu og þá hefur spenna milli ríkisstjórnar Donalds Trump og klerkastjórnarinnar í Íran.

Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir
Stjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, stefnir á að gefa út víðtækar ferðatakmarkanir fyrir ríkisborgara 43 landa. Löndunum er skipt í þrjú stig en ríkisborgum ellefu landa verður alfarið bannað að ferðast til Bandaríkjanna.

„Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana
Umfangsmiklar loftárásir Bandaríkjanna á skotmörk í Jemen í gærkvöld urðu nokkrum leiðtogum Húta að bana að sögn þjóðaröryggisráðgjafa. Donald Trump Bandaríkjaforseti hét því að beita Húta „yfirþyrmandi banvænu afli“ þar til þeir létu af árásum sínum á skip á Rauðahafi.

Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skipaði her sínum í gærkvöldi að hefja umfangsmiklar loft- og eldflaugaárásir gegn Hútum í Jemen. Hét hann því að beita áfram „yfirþyrmandi banvænu afli“ þar til Hútar létu af árásum sínum á skip á Rauðahafi og gagnrýndi hann Joe Biden, forvera sinn, fyrir meintan veikleika.

„Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins
Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er sagður munu eiga fund með Mohammed bin Salman, krónprinsi Sádi Arabíu, í dag eða síðar í vikunni.

Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki
Forsætisráðherra Svíþjóðar segir að mögulegt sé að erlent ríki hafi komið nálægt morði á írökskum flóttamanni sem vakti athygli fyrir að brenna trúarrit múslima á miðvikudag. Fimm menn eru í haldi lögreglu vegna morðsins.

Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran
Tveir Hæstaréttardómarar voru skotnir til bana og sá þriðji særður í banatilræði í eða við byggingu Hæstaréttar í Tehran í Íran í morgun. Árásarmaðurinn er sagður hafa svipt sig lífi eftir árásina.

Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen
Ísraelar vörpuðu í morgun sprengjum á Jemen. Eru þessar árásir sagðar viðbrögð við dróna- og eldflaugaárásum Húta á Ísrael á undanförnum vikum. Fyrr í vikunni vörpuðu Bandaríkjamenn sprengjum á skotmörk sem þeir segja í eigu Húta.

Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu
Íranska landsliðsmanninum Ramin Rezaeian var ekki sýnd mikil miskunn í heimalandinu vegna að því virtist sakleysislegs faðmlags hans fyrir leik í írönsku deildinni.

Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt
Konur í Íran geta átt von á því að vera dæmdar til dauða eða í allt að fimmtán ára fangelsi ef þær brjóta gegn nýjum „siðferðislögum“ sem taka gildi núna í vikunni.

Fall Assads góðar fréttir fyrir Sýrlendinga og heimsbyggðina alla
Sérfræðingur í varnarmálum segir fall al-Assad-stjórnarinnar í Sýrlandi ekki aðeins vera góðar fréttir fyrir almenning í Sýrlandi heldur fyrir heiminn allan. Nú reyni á leiðtoga sameinaðra uppreisnarafla að halda stöðugleika og friði á milli ólíkra fylkinga.

Sýrlenska þjóðin á krossgötum: Hver er Abu Mohammed al-Jolani?
Abu Mohammed al-Jolani er fyrirferðarmikill þessa dagana enda leiddi skyndisókn hans og bandamanna hans í gegnum varnir Aleppo, Hama og Homs í Sýrlandi til falls einræðisstjórnar sem hafði verið við völd í Sýrlandi í meira en hálfa öld. Þykir hann líklegur til að reyna að mynda nýja ríkisstjórn í Sýrlandi en hvort honum takist það og hvernig sú ríkisstjórn mun líta út er erfitt að segja til um.

„Dögun þriðju kjarnorkualdarinnar er í vændum“
Æðsti hernaðarleiðtogi Bretlands segir heiminn hafa breyst og að hann sé flóknari. Þá segir hann að þriðja kjarnorkuöldin sé að hefjast og að hún yrði mun flóknari en þær fyrri.

Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi
Harðir bardagar eru sagðir eiga sér stað milli uppreisnar- og vígamanna annars vegar og stjórnarhers Bashars al-Assad, forseta Sýrlands, og annarra sveita honum hliðhollar hinsvegar norður af borginni Hama. Það er ein af stærstu borgum Sýrlands og höfuðborg Hama-héraðs og hafa uppreisnarmennirnir tekið nokkra bæi norður af borginni í dag.

Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum
Hundruð meðlima írakskra vopnahópa hafa streymt yfir landamærin til Sýrlands í dag. Þar ætla þeir að aðstoða sveitir Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, gegn uppreisnar- og vígamönnum sem tóku stjórn á borginni Aleppo og stórum nærliggjandi svæðum í vikunni.

Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa
Uppreisnar- og vígamenn höfðu í morgun náð tökum á bróðurparti Aleppo-borgar í Idlib héraði í Sýrlandi eftir umfangsmikla skyndisókn og hafa þeir einnig náð tökum á stóru svæði kringum borgina á undanförnum þremur dögum. Í nótt tóku uppreisnarmenn kastala Aleppo, í miðri borginni, og í morgun lýsti ríkisstjórn Sýrlands því yfir að herinn hefði hörfað frá borginni.

Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo
Uppreisnar- og vígamenn hafa sótt hratt inn í borgina Aleppo í Idlib-héraði í Sýrlandi í dag. Svo virðist sem að varnir hers Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, hafi brostið og hafa stórir hlutar borgarinnar, sem var sú stærsta í Sýrlandi á árum áður fallið. Þá hafa fregnir borist af því að umfangsmikil vopnabúr hafi fallið í hendur uppreisnarmanna.

Sækja óvænt og hratt að Aleppo
Uppreisnarmenn og vígahópar gerðu í gær umfangsmiklar árásir á hersveitir Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, og aðrar sveitir sem styðja hann vestur af borginni Aleppo í Idlib-héraði í gær. Útlit er fyrir að hóparnir hafi lagt undir sig stórt svæði við borgina og að sóknin hafi náð að jaðri borgarinnar.

Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum
Seyed Abbas Araghchi, utanríkisráðherra Íran, segir hætt við því að stjórnvöld muni íhuga að einbeita sér að því að eignast kjarnorkuvopn ef Vesturlönd standi við þá hótun sína að taka aftur upp allsherjarþvinganir gegn landinu.

Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna
Vopnahlé sem tók gildi milli Ísraela og Hezbollah í nótt hefur haldið að mestu í dag, þó það þyki brothætt og að Ísraelar hafi varpað sprengjum á tvö þorp í suðurhluta Líbanon. Fólk sem þurft hefur að flýja heimili sín streymir til suðurs þó herir bæði Ísrael og Líbanon hafi varað fólk við því.

Segir Biden „hella olíu á eldinn“
Talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, sakaði Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, í morgun um að „hella olíu á eldinn“ með því að veita Úkraínumönnum leyfi til að nota bandarískar eldflaugar til árása í Rússlandi.

Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran
Ísraelar vörpuðu sprengjum á leynilega rannsóknarstöð í Íran þar sem unnið er að þróun kjarnorkuvopna. Þessi árás var hluti af umfangsmikilli árás á Íran í október, eftir að Íranar skutu fjölmörgum skotflaugum að Ísrael.

Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran
Auðjöfurinn og frumkvöðullinn Elon Musk átti fund á mánudag með sendiherra Íran við Sameinuðu þjóðirnar. Þetta hefur New York Times eftir írönskum embættismönnum.

Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi
Bandarískir flugmenn framkvæmdu í gær loftárásir á níu skotmörk tengd vígahópum á vegum íranska byltingarvarðarins í Sýrlandi. Yfirmenn herafla Bandaríkjanna á svæðinu segja árásirnar hafa verið gerðar vegna ítrekaðra árása á bandaríska hermenn í austurhluta Sýrlands.

Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum
Íranskur karlmaður hefur ákærður fyrir tengsl hans við meint ráðabrugg um að ráða Donald Trump, nýkjörinn forseta Bandaríkjanna, af dögum. Hann segir íranska byltingarvörðinn hafa verið að baki ráðabrugginu.

Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum
Ráðamenn í Rússlandi og Íran ætla að skrifa undir „umfangsmikinn“ sáttmála sem mun meðal annars snúast um aukið samstarf á sviði varnarmála. Skrifa á undir sáttmálann í náinni framtíð.

Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar
Loftvarnarkerfi Íran skutu niður örfáar ef einhverjar af þeim eldflaugum sem Ísraelar skutu að skotmörkum í landinu um helgina. Loftvarnarkerfin sjálf, sem Íranar fengu frá Rússlandi, voru meðal skotmarkanna.

Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah
Forsvarsmenn Hezbollah samtakanna í Líbanon tilkynntu í morgun að Naim Qassem myndi taka við stjórnartaumunum af Hassan Nasrallah, sem felldur var í loftárás í síðasta mánuði. Qassem var næstráðandi Hezbollah en Hashem Safieddine, sem var arftaki Nasrallah, var einnig felldur í loftárás í byrjun október.