Höskuldur Eiríksson til KPMG Lögmanna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. janúar 2020 16:15 Höskuldur Eiríksson. Höskuldur Eiríksson hefur hafið störf hjá KPMG Lögmönnum og er jafnframt orðinn einn eigenda stofunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá H:N Markaðsskiptum. Hann starfaði áður hjá lögmannsstofunni BBA Legal þar sem hann var einnig einn eigenda. Í tilkynningunni segir að KPMG Lögmenn sé lögmannsstofa sem sett var á laggirnar árið 2018 á grunni KPMG en þar starfa nú tæplega 30 manns, þar af tuttugu lögmenn og lögfræðingar og tíu aðrir sérfræðingar sem búa yfir sérþekkingu á öðrum sviðum viðskipta og fjármála. Þetta segir um Höskuld og fyrri störf hans í tilkynningunni: „Höskuldur hóf störf hjá Logos lögmannsþjónustu 2006 en færði sig til BBA Legal árið 2007. Hjá BBA Legal hefur Höskuldur byggt upp mikla þekkingu og reynslu í tengslum við lögfræðilega ráðgjöf tengda viðskiptalífinu. Í seinni tíð hefur hann unnið einna mest í kaupum- og sölum fyrirtækja á Íslandi og yfir landamæri (Cross-border M&A). Höskuldur hefur m.a. unnið fyrir ýmsa sjóði, sjóðsstýringarfyrirtæki og banka í slíkum verkefnum, sem sum hver eru á meðal stærstu viðskipta frá hruni og varða m.a. kaup og sölu á upplýsingatæknifyrirtækjum, fasteignafélögum, þjónustufyrirtækjum og fyrirtækjum í smávöruverslun. Jafnframt hefur hann veitt víðtæka ráðgjöf um félagaréttarleg málefni og annast ýmiss konar samningagerð og lögfræðilega greiningu fyrir fyrirtæki í tengslum við ýmiss konar fjárfestingar og samningagerð, bæði innanlands og utan. Þá hefur Höskuldur sérhæft sig í alþjóðlegum og innlendum lánssamningum og hefur unnið fyrir flesta íslensku bankana sem og ýmsa erlenda banka í slíkri samningagerð og veðtöku tengdri slíkum lánum. Hann náði sér t.a.m. í LL.M. gráðu í International Banking & Finance hjá UCL í London. Þá er Höskuldur höfundur bókarinnar „Lánssamningar á milli banka og fyrirtækja“. „Það er ánægjulegt og mikill fengur að fá Höskuld til liðs við okkur hjá KPMG Lögmönnum. Höskuldur hefur víðtækna reynslu og þekkingu á málum sem viðkemur þeirri ráðgjöf sem við veitum viðskiptavinum KPMG. Hann hefur veitt ráðgjöf í tengslum við mörg af stærstu endurskipulagningarverkefnum síðustu ára, sem vörðuðu fjármálafyrirtæki, fasteignafyrirtæki og framleiðslufyrirtæki, og hefur þar unnið fyrir erlenda sambanka, erlend fjármögnunarleigufyrirtæki, innlenda banka og slitastjórn eins föllnu bankanna,“ segir Soffía Eydís Björgvinsdóttir, eigandi hjá KPMG Lögmönnum. Höskuldur er giftur Freyju Jónsdóttur lyfjafræðingi og eiga þau fimm börn.“ Vistaskipti Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira
Höskuldur Eiríksson hefur hafið störf hjá KPMG Lögmönnum og er jafnframt orðinn einn eigenda stofunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá H:N Markaðsskiptum. Hann starfaði áður hjá lögmannsstofunni BBA Legal þar sem hann var einnig einn eigenda. Í tilkynningunni segir að KPMG Lögmenn sé lögmannsstofa sem sett var á laggirnar árið 2018 á grunni KPMG en þar starfa nú tæplega 30 manns, þar af tuttugu lögmenn og lögfræðingar og tíu aðrir sérfræðingar sem búa yfir sérþekkingu á öðrum sviðum viðskipta og fjármála. Þetta segir um Höskuld og fyrri störf hans í tilkynningunni: „Höskuldur hóf störf hjá Logos lögmannsþjónustu 2006 en færði sig til BBA Legal árið 2007. Hjá BBA Legal hefur Höskuldur byggt upp mikla þekkingu og reynslu í tengslum við lögfræðilega ráðgjöf tengda viðskiptalífinu. Í seinni tíð hefur hann unnið einna mest í kaupum- og sölum fyrirtækja á Íslandi og yfir landamæri (Cross-border M&A). Höskuldur hefur m.a. unnið fyrir ýmsa sjóði, sjóðsstýringarfyrirtæki og banka í slíkum verkefnum, sem sum hver eru á meðal stærstu viðskipta frá hruni og varða m.a. kaup og sölu á upplýsingatæknifyrirtækjum, fasteignafélögum, þjónustufyrirtækjum og fyrirtækjum í smávöruverslun. Jafnframt hefur hann veitt víðtæka ráðgjöf um félagaréttarleg málefni og annast ýmiss konar samningagerð og lögfræðilega greiningu fyrir fyrirtæki í tengslum við ýmiss konar fjárfestingar og samningagerð, bæði innanlands og utan. Þá hefur Höskuldur sérhæft sig í alþjóðlegum og innlendum lánssamningum og hefur unnið fyrir flesta íslensku bankana sem og ýmsa erlenda banka í slíkri samningagerð og veðtöku tengdri slíkum lánum. Hann náði sér t.a.m. í LL.M. gráðu í International Banking & Finance hjá UCL í London. Þá er Höskuldur höfundur bókarinnar „Lánssamningar á milli banka og fyrirtækja“. „Það er ánægjulegt og mikill fengur að fá Höskuld til liðs við okkur hjá KPMG Lögmönnum. Höskuldur hefur víðtækna reynslu og þekkingu á málum sem viðkemur þeirri ráðgjöf sem við veitum viðskiptavinum KPMG. Hann hefur veitt ráðgjöf í tengslum við mörg af stærstu endurskipulagningarverkefnum síðustu ára, sem vörðuðu fjármálafyrirtæki, fasteignafyrirtæki og framleiðslufyrirtæki, og hefur þar unnið fyrir erlenda sambanka, erlend fjármögnunarleigufyrirtæki, innlenda banka og slitastjórn eins föllnu bankanna,“ segir Soffía Eydís Björgvinsdóttir, eigandi hjá KPMG Lögmönnum. Höskuldur er giftur Freyju Jónsdóttur lyfjafræðingi og eiga þau fimm börn.“
Vistaskipti Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira