Nafn mannsins sem leitað er á Snæfellesnesi Jóhann K. Jóhannsson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 2. janúar 2020 11:45 Andris Kalvans, göngumaðurinn sem er saknað á Snæfellsnesi. Leit að Andris Kalvans, Lettanum sem týndur hefur verið frá því á mánudag verður haldið áfram í dag. Hann er vanur fjallgöngumaður en leitarmenn hafa litlar sem engar vísbendingar um ferðir hans. Lögregla biðlar til þeirra sem kunni að hafa upplýsingar um ferðir hans að hafa samband við lögreglu. Bíll mannsins fannst í vegkanti á milli bæjanna Heggstaða og Mýrdals á Snæfellsnesi. Ráðist var í umfangsmikla leit á mánudag og þriðjudag við Heydalsveg, í átt að Hrútaborg, á Haffjarðardal, Kaldadal, Kolbeinsstaðafjalli og í Eldborgahrauni. Ekki var leitað í gær, nýársdag. Leitin bar hins vegar ekki árangur en á milli tíu til tuttugu björgunarsveitarmenn munu halda áfram leit í dag. „Það fara tíu til tuttugu manns á fjall í dag til að fylgja eftir vísbendingum frá sporhundunum. Svo er stefnt að meiri leit á morgun,“ segir Jón Sigurður Ólafsson, yfirlögregluþjónn, í samtali við Vísi. Litlar upplýsingar eru fyrir hendi um ferðir mannsins. „Þær eru frekar takmarkaðar. Það liggur ekki fyrir hvert maðurinn fór eða hvert hann stefndi. Hann virðist ekki hafa skilið eftir neina ferðaáætlun þannig að það er á litlu að byggja,“ segir Jón Sigurður sem biðlar til þeirra sem kunni að hafa upplýsingar um ferðir mannsins að hafa samband við lögreglu. Maðurinn heitir sem fyrr segir Andris Kalvans. Er hann frá Lettlandi en búsettur hér á landi. Hann er vanur fjallgöngumaður og talið er líklegast að hann hafi farið í fjallgöngu. Veður á leitarsvæðinu er að sögn Jóns Sigurðar frekar leiðinlegt en útlitið er skárra á morgun. Þá verður einnig skoðað hvort óskað verði eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar við leitina en hún flaug yfir í fyrradag í von um að finna merki frá síma Kalvans, án árangurs. Björgunarsveitir Borgarbyggð Lögreglumál Tengdar fréttir Leitin á Snæfellsnesi: Ákvörðun um framhald leitar tekin fyrir hádegi Í tilkynningu frá Lögreglunni á Vesturlandi frá því í nótt segir að tekin verði ákvörðun með morgninum um áframhaldandi leit. 31. desember 2019 07:44 Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna leitarinnar á Snæfellsnesi Leit er hafin á ný, en henni var hætt um klukkan tvö í nótt. 31. desember 2019 11:16 Munu ekki leita að göngumanninum í dag Ekki verður leitað að týnda göngumanninum í Heydölum á Snæfellsnesi í dag. 1. janúar 2020 11:51 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði Sjá meira
Leit að Andris Kalvans, Lettanum sem týndur hefur verið frá því á mánudag verður haldið áfram í dag. Hann er vanur fjallgöngumaður en leitarmenn hafa litlar sem engar vísbendingar um ferðir hans. Lögregla biðlar til þeirra sem kunni að hafa upplýsingar um ferðir hans að hafa samband við lögreglu. Bíll mannsins fannst í vegkanti á milli bæjanna Heggstaða og Mýrdals á Snæfellsnesi. Ráðist var í umfangsmikla leit á mánudag og þriðjudag við Heydalsveg, í átt að Hrútaborg, á Haffjarðardal, Kaldadal, Kolbeinsstaðafjalli og í Eldborgahrauni. Ekki var leitað í gær, nýársdag. Leitin bar hins vegar ekki árangur en á milli tíu til tuttugu björgunarsveitarmenn munu halda áfram leit í dag. „Það fara tíu til tuttugu manns á fjall í dag til að fylgja eftir vísbendingum frá sporhundunum. Svo er stefnt að meiri leit á morgun,“ segir Jón Sigurður Ólafsson, yfirlögregluþjónn, í samtali við Vísi. Litlar upplýsingar eru fyrir hendi um ferðir mannsins. „Þær eru frekar takmarkaðar. Það liggur ekki fyrir hvert maðurinn fór eða hvert hann stefndi. Hann virðist ekki hafa skilið eftir neina ferðaáætlun þannig að það er á litlu að byggja,“ segir Jón Sigurður sem biðlar til þeirra sem kunni að hafa upplýsingar um ferðir mannsins að hafa samband við lögreglu. Maðurinn heitir sem fyrr segir Andris Kalvans. Er hann frá Lettlandi en búsettur hér á landi. Hann er vanur fjallgöngumaður og talið er líklegast að hann hafi farið í fjallgöngu. Veður á leitarsvæðinu er að sögn Jóns Sigurðar frekar leiðinlegt en útlitið er skárra á morgun. Þá verður einnig skoðað hvort óskað verði eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar við leitina en hún flaug yfir í fyrradag í von um að finna merki frá síma Kalvans, án árangurs.
Björgunarsveitir Borgarbyggð Lögreglumál Tengdar fréttir Leitin á Snæfellsnesi: Ákvörðun um framhald leitar tekin fyrir hádegi Í tilkynningu frá Lögreglunni á Vesturlandi frá því í nótt segir að tekin verði ákvörðun með morgninum um áframhaldandi leit. 31. desember 2019 07:44 Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna leitarinnar á Snæfellsnesi Leit er hafin á ný, en henni var hætt um klukkan tvö í nótt. 31. desember 2019 11:16 Munu ekki leita að göngumanninum í dag Ekki verður leitað að týnda göngumanninum í Heydölum á Snæfellsnesi í dag. 1. janúar 2020 11:51 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði Sjá meira
Leitin á Snæfellsnesi: Ákvörðun um framhald leitar tekin fyrir hádegi Í tilkynningu frá Lögreglunni á Vesturlandi frá því í nótt segir að tekin verði ákvörðun með morgninum um áframhaldandi leit. 31. desember 2019 07:44
Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna leitarinnar á Snæfellsnesi Leit er hafin á ný, en henni var hætt um klukkan tvö í nótt. 31. desember 2019 11:16
Munu ekki leita að göngumanninum í dag Ekki verður leitað að týnda göngumanninum í Heydölum á Snæfellsnesi í dag. 1. janúar 2020 11:51