Aska frá áströlsku kjarreldunum þekur nýsjálenska jökla Kjartan Kjartansson skrifar 2. janúar 2020 10:15 Reyk frá gróðureldunum í Ástralíu lagði meira en tvö þúsund kílómetra yfir Tasmaníuhaf og yfir Nýja-Sjáland. Vísir/EPA Jöklar og snjór á Nýja-Sjálandi er orðinn brúnn á lit vegna ösku sem kemur frá gróðureldunum sem hafa geisað í Ástralíu svo vikum skiptir. Talið er að öskulagið gæti aukið sumarbráðnun jökla þar um allt að tæpan þriðjung. Reyk frá eldunum í Viktoríu og Nýja Suður-Wales lagði austur á gamlárskvöld og olli mistrið rauðri sólarupprás á Suðureyju Nýja-Sjálands að morgni nýársdags, að sögn The Guardian. Í dag voru svo jöklar og snjór í fjöllum orðinn brúnn á lit vegna ryksins. Andrew Mackintosh, forstöðumaður jarð-, loftslags- og umhverfissrannsókna við Monash-háskóla, segist ekki hafa séð annað eins magn ryks berast yfir Tasmaníuhaf á þeim tuttugu árum sem hann hefur rannsakað nýsjálenska jökla. Gróft áætlað telur hann að rykið gæti aukið bráðnun jöklanna á suðurhvelssumrinu sem nú stendur yfir um 20-30% þar sem dökkt rykið drekkur í sig sólarorku sem hvítt yfirborð þeirra hefði alla jafna endurvarpað. Nýsjálenskir jöklar hafa skroppið saman um tæpan þriðjung frá 8. áratug síðustu aldar. Vísindamenn spá því að þeir hverfi algerlega fyrir lok aldarinnar vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna.Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Nýja Suður-Wales vegna skógar- og kjarreldanna í ljósi slæmrar veðurspár fyrir helgina. Búist er við stífum vindi og hita sem eykur enn hættuna á eldum. Átján manns hafa látið lífið frá því að eldarnir kviknuðu fyrst í Ástralíu í september og um 1.200 heimili hafa orðið þeim að bráð. Hazy sunrises for the North Island today! The main band of smoke has moved north from yesterday, while another band of smoke lingers over the South Island. ^Tahlia pic.twitter.com/eafnnsu89q— MetService (@MetService) January 1, 2020 Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Loftslagsmál Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Hefur lýst yfir neyðarástandi í Nýja Suður-Wales Veðurspáin fyrir helgina er slæm, mikill vindur og hiti sem eykur enn á hættuna af eldunum sem brunnið hafa víðsvegar um Ástralíu síðustu mánuði. 2. janúar 2020 06:38 Slökkviliðsmaður lét lífið í versnandi gróðureldum í Ástralíu Hitinn hefur farið yfir 40°C í öllum ríkjum Ástralíu í dag. Ástandið í Viktoríu er talið sérstaklega eldfimt en þar eru ellefu neyðarviðvarandi í gildi vegna kjarrelda. 30. desember 2019 09:44 Átján látnir vegna gróðureldanna Viðbragðsaðilar hafa ekki getað komist að sumum svæðum þar sem gróðureldarnir geisa. 1. janúar 2020 10:09 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Sjá meira
Jöklar og snjór á Nýja-Sjálandi er orðinn brúnn á lit vegna ösku sem kemur frá gróðureldunum sem hafa geisað í Ástralíu svo vikum skiptir. Talið er að öskulagið gæti aukið sumarbráðnun jökla þar um allt að tæpan þriðjung. Reyk frá eldunum í Viktoríu og Nýja Suður-Wales lagði austur á gamlárskvöld og olli mistrið rauðri sólarupprás á Suðureyju Nýja-Sjálands að morgni nýársdags, að sögn The Guardian. Í dag voru svo jöklar og snjór í fjöllum orðinn brúnn á lit vegna ryksins. Andrew Mackintosh, forstöðumaður jarð-, loftslags- og umhverfissrannsókna við Monash-háskóla, segist ekki hafa séð annað eins magn ryks berast yfir Tasmaníuhaf á þeim tuttugu árum sem hann hefur rannsakað nýsjálenska jökla. Gróft áætlað telur hann að rykið gæti aukið bráðnun jöklanna á suðurhvelssumrinu sem nú stendur yfir um 20-30% þar sem dökkt rykið drekkur í sig sólarorku sem hvítt yfirborð þeirra hefði alla jafna endurvarpað. Nýsjálenskir jöklar hafa skroppið saman um tæpan þriðjung frá 8. áratug síðustu aldar. Vísindamenn spá því að þeir hverfi algerlega fyrir lok aldarinnar vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna.Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Nýja Suður-Wales vegna skógar- og kjarreldanna í ljósi slæmrar veðurspár fyrir helgina. Búist er við stífum vindi og hita sem eykur enn hættuna á eldum. Átján manns hafa látið lífið frá því að eldarnir kviknuðu fyrst í Ástralíu í september og um 1.200 heimili hafa orðið þeim að bráð. Hazy sunrises for the North Island today! The main band of smoke has moved north from yesterday, while another band of smoke lingers over the South Island. ^Tahlia pic.twitter.com/eafnnsu89q— MetService (@MetService) January 1, 2020
Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Loftslagsmál Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Hefur lýst yfir neyðarástandi í Nýja Suður-Wales Veðurspáin fyrir helgina er slæm, mikill vindur og hiti sem eykur enn á hættuna af eldunum sem brunnið hafa víðsvegar um Ástralíu síðustu mánuði. 2. janúar 2020 06:38 Slökkviliðsmaður lét lífið í versnandi gróðureldum í Ástralíu Hitinn hefur farið yfir 40°C í öllum ríkjum Ástralíu í dag. Ástandið í Viktoríu er talið sérstaklega eldfimt en þar eru ellefu neyðarviðvarandi í gildi vegna kjarrelda. 30. desember 2019 09:44 Átján látnir vegna gróðureldanna Viðbragðsaðilar hafa ekki getað komist að sumum svæðum þar sem gróðureldarnir geisa. 1. janúar 2020 10:09 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Sjá meira
Hefur lýst yfir neyðarástandi í Nýja Suður-Wales Veðurspáin fyrir helgina er slæm, mikill vindur og hiti sem eykur enn á hættuna af eldunum sem brunnið hafa víðsvegar um Ástralíu síðustu mánuði. 2. janúar 2020 06:38
Slökkviliðsmaður lét lífið í versnandi gróðureldum í Ástralíu Hitinn hefur farið yfir 40°C í öllum ríkjum Ástralíu í dag. Ástandið í Viktoríu er talið sérstaklega eldfimt en þar eru ellefu neyðarviðvarandi í gildi vegna kjarrelda. 30. desember 2019 09:44
Átján látnir vegna gróðureldanna Viðbragðsaðilar hafa ekki getað komist að sumum svæðum þar sem gróðureldarnir geisa. 1. janúar 2020 10:09