Netanyahu biður þingið um friðhelgi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. janúar 2020 22:22 Bejamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael. getty/Lior Mizrahi Ísraelski forsætisráðherrann, Benjamin Netanyahu, hefur ákveðið að biðja þingið um friðhelgi undan sakfellingu vegna spillingarásakana. Beiðnin mun líklega tefja dósmálið þar til eftir þingkosningar sem halda á í mars. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Forsætisráðherrann var ákærður í nóvember fyrir spillingu, svik, mútur og umboðssvik í þremur mismunandi dómsmálum. Netanyahu hefur neitað sök í öllum þremur málunum. Til þess að hann fái friðhelgi þarf meirihluti þingmanna ísraelska þingsins að kjósa með því. Netanyahu er sá leiðtogi landsins sem hefur setið lengst í valdastóli og er hann sakaður um að hafa þegið gjafir frá forríkum viðskiptamönnum og boðið greiða í von um jákvæðari umfjöllun í fjölmiðlum. Hann bað um friðhelgina í áramótaávarpi sem var spilað í sjónvarpinu aðeins fjórum klukkustundum áður en fresturinn til þess rann út. Hann sagði að beiðnin væri í samræmi við lögin og til þess að hann gæti haldið áfram að vinna í þágu Ísraela og framtíðar Ísraelsríkis. Í mars verða haldnar þriðju þingkosningarnar á innan við ári en Netanyahu hefur ekki tekist að mynda ríkisstjórn eftir síðustu tvær kosningar. Dómsmál geta ekki hafist ef búið er að biðja um friðhelgi þingsins og ísraelska þingið, sem kallað er Knesset, hefur verið leyst upp fyrir komandi kosningar og er því ólíklegt að beiðni Netanyahu verði tekin fyrir þar fyrir kosningarnar. Samkvæmt lögum Ísrael fá meðlimir þingsins ekki sjálfkrafa friðhelgi frá sakfellingu, en geta beðið um hana ef það á við. Sitjandi forsætisráðherra Ísraels þarf aðeins að stíga til hliðar eftir að hann hefur verið sakfelldur. Í síðustu þingkosningum fékk Linkud flokkur Netanyahu 32 þingmenn en stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, Blár og Hvítur, fékk 33 þingmenn og náði hvorugur flokkurinn að mynda ríkisstjórn. Ísrael Tengdar fréttir Netanyahu hrósar sigri í formannskjöri Útgönguspár benda til þess að Netanyahu hafi hlotið um 70 prósent atkvæða í baráttunni um formannssæti Líkúd-flokksins gegn Gideon Saar. 26. desember 2019 23:02 Skorað á Netanyahu í formannskosningum Formannskosningar standa nú yfir hjá Likud flokknum í Ísrael en Gideon Saar er í framboði á móti Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra og formanni flokksins. 26. desember 2019 13:46 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Ísraelski forsætisráðherrann, Benjamin Netanyahu, hefur ákveðið að biðja þingið um friðhelgi undan sakfellingu vegna spillingarásakana. Beiðnin mun líklega tefja dósmálið þar til eftir þingkosningar sem halda á í mars. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Forsætisráðherrann var ákærður í nóvember fyrir spillingu, svik, mútur og umboðssvik í þremur mismunandi dómsmálum. Netanyahu hefur neitað sök í öllum þremur málunum. Til þess að hann fái friðhelgi þarf meirihluti þingmanna ísraelska þingsins að kjósa með því. Netanyahu er sá leiðtogi landsins sem hefur setið lengst í valdastóli og er hann sakaður um að hafa þegið gjafir frá forríkum viðskiptamönnum og boðið greiða í von um jákvæðari umfjöllun í fjölmiðlum. Hann bað um friðhelgina í áramótaávarpi sem var spilað í sjónvarpinu aðeins fjórum klukkustundum áður en fresturinn til þess rann út. Hann sagði að beiðnin væri í samræmi við lögin og til þess að hann gæti haldið áfram að vinna í þágu Ísraela og framtíðar Ísraelsríkis. Í mars verða haldnar þriðju þingkosningarnar á innan við ári en Netanyahu hefur ekki tekist að mynda ríkisstjórn eftir síðustu tvær kosningar. Dómsmál geta ekki hafist ef búið er að biðja um friðhelgi þingsins og ísraelska þingið, sem kallað er Knesset, hefur verið leyst upp fyrir komandi kosningar og er því ólíklegt að beiðni Netanyahu verði tekin fyrir þar fyrir kosningarnar. Samkvæmt lögum Ísrael fá meðlimir þingsins ekki sjálfkrafa friðhelgi frá sakfellingu, en geta beðið um hana ef það á við. Sitjandi forsætisráðherra Ísraels þarf aðeins að stíga til hliðar eftir að hann hefur verið sakfelldur. Í síðustu þingkosningum fékk Linkud flokkur Netanyahu 32 þingmenn en stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, Blár og Hvítur, fékk 33 þingmenn og náði hvorugur flokkurinn að mynda ríkisstjórn.
Ísrael Tengdar fréttir Netanyahu hrósar sigri í formannskjöri Útgönguspár benda til þess að Netanyahu hafi hlotið um 70 prósent atkvæða í baráttunni um formannssæti Líkúd-flokksins gegn Gideon Saar. 26. desember 2019 23:02 Skorað á Netanyahu í formannskosningum Formannskosningar standa nú yfir hjá Likud flokknum í Ísrael en Gideon Saar er í framboði á móti Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra og formanni flokksins. 26. desember 2019 13:46 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Netanyahu hrósar sigri í formannskjöri Útgönguspár benda til þess að Netanyahu hafi hlotið um 70 prósent atkvæða í baráttunni um formannssæti Líkúd-flokksins gegn Gideon Saar. 26. desember 2019 23:02
Skorað á Netanyahu í formannskosningum Formannskosningar standa nú yfir hjá Likud flokknum í Ísrael en Gideon Saar er í framboði á móti Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra og formanni flokksins. 26. desember 2019 13:46