Ákvörðun ríkisstjórnarinnar álitlegasti kosturinn Sylvía Hall skrifar 14. ágúst 2020 15:27 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason telur þann kost sem ríkisstjórnin valdi varðandi skimun á landamærunum vera þann álitlegasta. Með þessum hætti sé hægt að takmarka það að veiran berist inn til landsins með ferðamönnum, þó ekki sé hægt að útiloka að slíkt gerist. „Það eru gallar við allt sem okkur datt í hug að gera. Það sýnir bara það að við getum ekki haldið þessari veiru frá Íslandi,“ sagði Þórólfur eftir blaðamannafund ríkisstjórnarinnar þar sem breytingar á landamæraskimun voru kynntar. Hann nefnir sem dæmi ný smit í löndum sem hafa gripið til mun harðari aðgerða en Ísland. Til að mynda hefur fjöldi smita greinst í Nýja-Sjálandi eftir rúmlega hundrað daga án nýrra tilfella. Þórólfur segir besta kostinn í stöðunni vera að lágmarka áhættuna með skynsamlegum viðbrögðum á landamærum sem og innanlands. Þórólfur lagði fram níu valmöguleika í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra. Hann segir sínar tillögur byggja á sóttvarnasjónarmiðum en það sé undir ríkisstjórninni komið að leggja mat á kostina með tilliti til annarra hagsmuna. Heildarútkoman sé í þeirra höndum. „Ég tel að þetta muni minnka líkurnar á því að veiran komist hingað inn,“ sagði Þórolfur. Hann segir skimanir á landamærum hafa skilað miklum árangri til þessa. Með því að skima komufarþega við komuna til landsins hafi verið komið í veg fyrir að tæplega fimmtíu virk smit kæmust inn í landið. Hefði það ekki verið gert gæti staðan verið mun alvarlegri í ljósi þess hvernig staðan er núna eftir að eitt afbrigði veirunnar fór að smitast á milli manna. „Við erum að eiga við eina veiru sem einhvern veginn hefur komist inn, við vitum ekki hvernig. Við erum með 120 manns sem hafa smitast af henni og fjórar innlagnir á sjúkrahús, þar af einn á gjörgæslu sem þurfti öndunarvél.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Níu útfærslur Þórólfs á aðgerðum á landamærunum Í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra leggur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fram níu valmöguleika þegar kemur að aðgerðum á landamærunum. 12. ágúst 2020 16:16 Segir koma vel til greina að hækka skimunargjaldið Fjármálaráðherra segir að til greina komi að hækka það gjald sem ferðmenn sem koma til landsins þurfa að greiða.Ríkisstjórn kynnir næstu skref vegna skimunnar á landsmærum í Safnahúsinu í dag. 14. ágúst 2020 12:00 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Sjá meira
Þórólfur Guðnason telur þann kost sem ríkisstjórnin valdi varðandi skimun á landamærunum vera þann álitlegasta. Með þessum hætti sé hægt að takmarka það að veiran berist inn til landsins með ferðamönnum, þó ekki sé hægt að útiloka að slíkt gerist. „Það eru gallar við allt sem okkur datt í hug að gera. Það sýnir bara það að við getum ekki haldið þessari veiru frá Íslandi,“ sagði Þórólfur eftir blaðamannafund ríkisstjórnarinnar þar sem breytingar á landamæraskimun voru kynntar. Hann nefnir sem dæmi ný smit í löndum sem hafa gripið til mun harðari aðgerða en Ísland. Til að mynda hefur fjöldi smita greinst í Nýja-Sjálandi eftir rúmlega hundrað daga án nýrra tilfella. Þórólfur segir besta kostinn í stöðunni vera að lágmarka áhættuna með skynsamlegum viðbrögðum á landamærum sem og innanlands. Þórólfur lagði fram níu valmöguleika í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra. Hann segir sínar tillögur byggja á sóttvarnasjónarmiðum en það sé undir ríkisstjórninni komið að leggja mat á kostina með tilliti til annarra hagsmuna. Heildarútkoman sé í þeirra höndum. „Ég tel að þetta muni minnka líkurnar á því að veiran komist hingað inn,“ sagði Þórolfur. Hann segir skimanir á landamærum hafa skilað miklum árangri til þessa. Með því að skima komufarþega við komuna til landsins hafi verið komið í veg fyrir að tæplega fimmtíu virk smit kæmust inn í landið. Hefði það ekki verið gert gæti staðan verið mun alvarlegri í ljósi þess hvernig staðan er núna eftir að eitt afbrigði veirunnar fór að smitast á milli manna. „Við erum að eiga við eina veiru sem einhvern veginn hefur komist inn, við vitum ekki hvernig. Við erum með 120 manns sem hafa smitast af henni og fjórar innlagnir á sjúkrahús, þar af einn á gjörgæslu sem þurfti öndunarvél.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Níu útfærslur Þórólfs á aðgerðum á landamærunum Í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra leggur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fram níu valmöguleika þegar kemur að aðgerðum á landamærunum. 12. ágúst 2020 16:16 Segir koma vel til greina að hækka skimunargjaldið Fjármálaráðherra segir að til greina komi að hækka það gjald sem ferðmenn sem koma til landsins þurfa að greiða.Ríkisstjórn kynnir næstu skref vegna skimunnar á landsmærum í Safnahúsinu í dag. 14. ágúst 2020 12:00 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Sjá meira
Níu útfærslur Þórólfs á aðgerðum á landamærunum Í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra leggur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fram níu valmöguleika þegar kemur að aðgerðum á landamærunum. 12. ágúst 2020 16:16
Segir koma vel til greina að hækka skimunargjaldið Fjármálaráðherra segir að til greina komi að hækka það gjald sem ferðmenn sem koma til landsins þurfa að greiða.Ríkisstjórn kynnir næstu skref vegna skimunnar á landsmærum í Safnahúsinu í dag. 14. ágúst 2020 12:00