Hvar er best að búa: Dönskukennari hjá rússneskum tölvuleikjarisa á Kýpur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. janúar 2020 18:00 „Mér finnst ég ekki alltaf vera að hlaupa á móti vindi eins og þegar ég var kennari. Það gat stundum verið erfitt að sannfæra nemendur um að það gæti verið gagnlegt að læra dönsku,“ segir Marina Dögg Pledel Jónsdóttir hlæjandi, en hún tók u-beygju á starfsferlinum fyrir nokkrum árum þegar hún fór úr kennslu yfir í tölvuleikjabransann. Dögg er viðmælandi Lóu Pind í þætti kvöldsins af Hvar er best að búa? Dögg er afar sátt við starf sitt sem ráðningarstjóri hjá Wargaming á Kýpur en það getur tekið á taugarnar eins og heyra má í broti úr þættinum sem hér fylgir. Dögg hafði aðallega kennt dönsku í grunnskóla og framhaldsskóla þegar hún ákvað að læra mannauðsstjórnun og árið 2012 ákvað hún að nýta sér hið góða sumarfrí kennara til að láta reyna á þessa nýju gráðu. Hún hafði samband við nokkur fyrirtæki og bauð fram starfskrafta sína. CCP var eina fyrirtækið sem svaraði, þar vann hún á lágmarkslaunum um sumarið og var svo boðið starf um haustið. Nokkrum árum síðar varð röð tilviljana til þess að henni var boðið starf hjá hvítrússneska tölvuleikjafyrirtækinu Wargaming á Kýpur. Fjölskyldunni allri var boðið að koma og skoða aðstæður á Kýpur áður en hún tók ákvörðun. Þar sem þau stóðu við klett ástargyðjunnar Afródítu á Kýpur ákváðu þau að láta slag standa. Dögg flutti svo út í október 2017 og eiginmaður hennar Sveinbjörn Ólafur Ragnarsson og sonur þeirra Sveinbjörn Lucas komu 10 mánuðum síðar í ágúst 2018. Lóa Pind Aldísardóttir heimsótti Dögg, Sveinbjörn og Svenna Lucas ásamt Agli Aðalsteinssyni myndatökumanni fyrir þáttaröðina „Hvar er best að búa?“ og sjá má afraksturinn í 6. þætti sem er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld kl. 19:10. Í þessari 8 þátta seríu heimsækir Lóa Pind fólk og fjölskyldur í 9 löndum í fjórum heimsálfum. Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Kýpur Tengdar fréttir „Íslendingar vilja ekki spænsku litina” Lóa Pind skoðar íbúðir með fasteignasala á Spáni - glænýjar íbúðir frá 17,5 milljónum 12. janúar 2020 16:30 Seiðandi og kynþokkafullur með keim af leðri og rósum Andrea Maack segir að öll ilmvötnin sín séu hönnuð út frá tilfinningum. 13. janúar 2020 21:00 Íslendinganýlendan í Orihuela: „Besta ákvörðun sem ég hef tekið að flytja til Spánar“ Lóa Pind Aldísardóttir heimsótti samfélag Íslendinga í Orihuela ásamt Agli Aðalsteinssyni myndatökumanni fyrir þáttaröðina "Hvar er best að búa?” og sjá má afraksturinn í þætti kvöldsins. 12. janúar 2020 12:54 Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
„Mér finnst ég ekki alltaf vera að hlaupa á móti vindi eins og þegar ég var kennari. Það gat stundum verið erfitt að sannfæra nemendur um að það gæti verið gagnlegt að læra dönsku,“ segir Marina Dögg Pledel Jónsdóttir hlæjandi, en hún tók u-beygju á starfsferlinum fyrir nokkrum árum þegar hún fór úr kennslu yfir í tölvuleikjabransann. Dögg er viðmælandi Lóu Pind í þætti kvöldsins af Hvar er best að búa? Dögg er afar sátt við starf sitt sem ráðningarstjóri hjá Wargaming á Kýpur en það getur tekið á taugarnar eins og heyra má í broti úr þættinum sem hér fylgir. Dögg hafði aðallega kennt dönsku í grunnskóla og framhaldsskóla þegar hún ákvað að læra mannauðsstjórnun og árið 2012 ákvað hún að nýta sér hið góða sumarfrí kennara til að láta reyna á þessa nýju gráðu. Hún hafði samband við nokkur fyrirtæki og bauð fram starfskrafta sína. CCP var eina fyrirtækið sem svaraði, þar vann hún á lágmarkslaunum um sumarið og var svo boðið starf um haustið. Nokkrum árum síðar varð röð tilviljana til þess að henni var boðið starf hjá hvítrússneska tölvuleikjafyrirtækinu Wargaming á Kýpur. Fjölskyldunni allri var boðið að koma og skoða aðstæður á Kýpur áður en hún tók ákvörðun. Þar sem þau stóðu við klett ástargyðjunnar Afródítu á Kýpur ákváðu þau að láta slag standa. Dögg flutti svo út í október 2017 og eiginmaður hennar Sveinbjörn Ólafur Ragnarsson og sonur þeirra Sveinbjörn Lucas komu 10 mánuðum síðar í ágúst 2018. Lóa Pind Aldísardóttir heimsótti Dögg, Sveinbjörn og Svenna Lucas ásamt Agli Aðalsteinssyni myndatökumanni fyrir þáttaröðina „Hvar er best að búa?“ og sjá má afraksturinn í 6. þætti sem er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld kl. 19:10. Í þessari 8 þátta seríu heimsækir Lóa Pind fólk og fjölskyldur í 9 löndum í fjórum heimsálfum.
Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Kýpur Tengdar fréttir „Íslendingar vilja ekki spænsku litina” Lóa Pind skoðar íbúðir með fasteignasala á Spáni - glænýjar íbúðir frá 17,5 milljónum 12. janúar 2020 16:30 Seiðandi og kynþokkafullur með keim af leðri og rósum Andrea Maack segir að öll ilmvötnin sín séu hönnuð út frá tilfinningum. 13. janúar 2020 21:00 Íslendinganýlendan í Orihuela: „Besta ákvörðun sem ég hef tekið að flytja til Spánar“ Lóa Pind Aldísardóttir heimsótti samfélag Íslendinga í Orihuela ásamt Agli Aðalsteinssyni myndatökumanni fyrir þáttaröðina "Hvar er best að búa?” og sjá má afraksturinn í þætti kvöldsins. 12. janúar 2020 12:54 Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
„Íslendingar vilja ekki spænsku litina” Lóa Pind skoðar íbúðir með fasteignasala á Spáni - glænýjar íbúðir frá 17,5 milljónum 12. janúar 2020 16:30
Seiðandi og kynþokkafullur með keim af leðri og rósum Andrea Maack segir að öll ilmvötnin sín séu hönnuð út frá tilfinningum. 13. janúar 2020 21:00
Íslendinganýlendan í Orihuela: „Besta ákvörðun sem ég hef tekið að flytja til Spánar“ Lóa Pind Aldísardóttir heimsótti samfélag Íslendinga í Orihuela ásamt Agli Aðalsteinssyni myndatökumanni fyrir þáttaröðina "Hvar er best að búa?” og sjá má afraksturinn í þætti kvöldsins. 12. janúar 2020 12:54