Enga loðnu að sjá við Hvalbak, leitarskip stefna á Langanes Kristján Már Unnarsson skrifar 16. janúar 2020 14:29 Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson lagði úr höfn á Norðfirði í hádeginu í dag en þangað kom skipið í gærmorgun. Mynd/Smári Geirsson. Engin loðna hefur enn fundist fyrir Austurlandi á fyrsta eiginlega leitardegi loðnuleitarinnar. Fimm leitarskip reyna næsta sólarhringinn að komast yfir sem stærst svæði áður en næsta illviðri skellur á, en spáð er norðvestanstormi á Austfjarðamiðum síðdegis á morgun, föstudag, og fram á laugardag. Sjá einnig: Vonast til að finna tuttugu milljarða króna auðlind Þrjú skip hófu leitina í gærkvöldi undan sunnanverðum Austfjörðum; veiðiskipin Ásgrímur Halldórsson SF, Bjarni Ólafsson AK og Polar Amaroq GR. Þau fóru fyrst á hafsvæðin austur og suðaustur af Hvalbak og hafa síðan verið að leita á Litladjúpi og á Rauðatorginu. Þar hefur engin loðna sést, að sögn Birkis Bárðarsonar leiðangursstjóra. „Loðna virðist ekki komin þangað suðureftir,“ sagði Birkir laust eftir hádegi í dag, staddur um borð í hafrannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni, sem var á leið út Norðfjarðarflóa. Birkir Bárðarson fiskifræðingur er leiðangursstjóri loðnuleitarinnarStöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Árni Friðriksson og Hákon EA stefna á Langanes. Þessi tvö skip munu fyrsta leita út af norðausturhorninu og byrja væntanlega á Rifsbanka. Árni Friðriksson mun síðan fikra sig suður með Austfjörðum á móti hinum þremur skipunum en áformað er að Hákon leiti síðan vestur með Norðurlandi og áleiðis til Vestfjarða, að sögn Birkis. Brottför Árna Friðrikssonar tafðist úr Neskaupstað þar sem hann fékk tóg í hliðarskrúfu og komst hann ekki af stað fyrr en um eittleytið í dag. Af þeim sökum hefur brottför Hákons einnig tafist en farið var í það að kvarða bergmálsmæli hans eftir að kvörðun lauk hjá Árna Friðrikssyni, en með því eru mælar skipanna samræmdir. Jón Þór Björnsson, stýrimaður á Hákoni, vonaðist þó til að þeir kæmust af stað fyrir klukkan fjögur í dag. Fjarðabyggð Sjávarútvegur Tengdar fréttir Fiskifræðingurinn segir mælingu loðnustofnsins afar mikilvæga Leitarskipin, sem hefja loðnuleitina, gætu orðið fjögur og eru þau ýmist komin austur á firði eða á leið þangað. Leiðangursstjórinn Birkir Bárðarson segir afar þýðingarmikið að fá góða mælingu á loðnuna. 14. janúar 2020 12:15 Loðnuleitin hert og fimmta skipinu bætt í leiðangurinn Fimmta skipinu, Ásgrími Halldórssyni SF, hefur verið bætt inn í loðnuleitarleiðangurinn sem nú er að hefjast við Austfirði. Stefnt er að því að allur leitarflotinn haldi til hafs í kvöld. 15. janúar 2020 14:31 Vonast til að finna tuttugu milljarða króna auðlind Loðnuleit hefst í næstu viku eftir að samkomulag náðist um að ríkið greiði helming leitarkostnaðar útgerðarfyrirtækja, sem leggja fram tvö til þrjú skip í leitina á móti einu skipi Hafrannsóknastofnunar. 8. janúar 2020 21:15 Leitin að loðnutorfunum hafin og stefnt á norðausturhornið Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson hélt til loðnuleitar úr Reykjavík í dag en frést hefur af loðnu bæði á Vestfjarðamiðum og norðaustur af Melrakkasléttu. 13. janúar 2020 22:00 Mest lesið Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sjá meira
Engin loðna hefur enn fundist fyrir Austurlandi á fyrsta eiginlega leitardegi loðnuleitarinnar. Fimm leitarskip reyna næsta sólarhringinn að komast yfir sem stærst svæði áður en næsta illviðri skellur á, en spáð er norðvestanstormi á Austfjarðamiðum síðdegis á morgun, föstudag, og fram á laugardag. Sjá einnig: Vonast til að finna tuttugu milljarða króna auðlind Þrjú skip hófu leitina í gærkvöldi undan sunnanverðum Austfjörðum; veiðiskipin Ásgrímur Halldórsson SF, Bjarni Ólafsson AK og Polar Amaroq GR. Þau fóru fyrst á hafsvæðin austur og suðaustur af Hvalbak og hafa síðan verið að leita á Litladjúpi og á Rauðatorginu. Þar hefur engin loðna sést, að sögn Birkis Bárðarsonar leiðangursstjóra. „Loðna virðist ekki komin þangað suðureftir,“ sagði Birkir laust eftir hádegi í dag, staddur um borð í hafrannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni, sem var á leið út Norðfjarðarflóa. Birkir Bárðarson fiskifræðingur er leiðangursstjóri loðnuleitarinnarStöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Árni Friðriksson og Hákon EA stefna á Langanes. Þessi tvö skip munu fyrsta leita út af norðausturhorninu og byrja væntanlega á Rifsbanka. Árni Friðriksson mun síðan fikra sig suður með Austfjörðum á móti hinum þremur skipunum en áformað er að Hákon leiti síðan vestur með Norðurlandi og áleiðis til Vestfjarða, að sögn Birkis. Brottför Árna Friðrikssonar tafðist úr Neskaupstað þar sem hann fékk tóg í hliðarskrúfu og komst hann ekki af stað fyrr en um eittleytið í dag. Af þeim sökum hefur brottför Hákons einnig tafist en farið var í það að kvarða bergmálsmæli hans eftir að kvörðun lauk hjá Árna Friðrikssyni, en með því eru mælar skipanna samræmdir. Jón Þór Björnsson, stýrimaður á Hákoni, vonaðist þó til að þeir kæmust af stað fyrir klukkan fjögur í dag.
Fjarðabyggð Sjávarútvegur Tengdar fréttir Fiskifræðingurinn segir mælingu loðnustofnsins afar mikilvæga Leitarskipin, sem hefja loðnuleitina, gætu orðið fjögur og eru þau ýmist komin austur á firði eða á leið þangað. Leiðangursstjórinn Birkir Bárðarson segir afar þýðingarmikið að fá góða mælingu á loðnuna. 14. janúar 2020 12:15 Loðnuleitin hert og fimmta skipinu bætt í leiðangurinn Fimmta skipinu, Ásgrími Halldórssyni SF, hefur verið bætt inn í loðnuleitarleiðangurinn sem nú er að hefjast við Austfirði. Stefnt er að því að allur leitarflotinn haldi til hafs í kvöld. 15. janúar 2020 14:31 Vonast til að finna tuttugu milljarða króna auðlind Loðnuleit hefst í næstu viku eftir að samkomulag náðist um að ríkið greiði helming leitarkostnaðar útgerðarfyrirtækja, sem leggja fram tvö til þrjú skip í leitina á móti einu skipi Hafrannsóknastofnunar. 8. janúar 2020 21:15 Leitin að loðnutorfunum hafin og stefnt á norðausturhornið Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson hélt til loðnuleitar úr Reykjavík í dag en frést hefur af loðnu bæði á Vestfjarðamiðum og norðaustur af Melrakkasléttu. 13. janúar 2020 22:00 Mest lesið Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sjá meira
Fiskifræðingurinn segir mælingu loðnustofnsins afar mikilvæga Leitarskipin, sem hefja loðnuleitina, gætu orðið fjögur og eru þau ýmist komin austur á firði eða á leið þangað. Leiðangursstjórinn Birkir Bárðarson segir afar þýðingarmikið að fá góða mælingu á loðnuna. 14. janúar 2020 12:15
Loðnuleitin hert og fimmta skipinu bætt í leiðangurinn Fimmta skipinu, Ásgrími Halldórssyni SF, hefur verið bætt inn í loðnuleitarleiðangurinn sem nú er að hefjast við Austfirði. Stefnt er að því að allur leitarflotinn haldi til hafs í kvöld. 15. janúar 2020 14:31
Vonast til að finna tuttugu milljarða króna auðlind Loðnuleit hefst í næstu viku eftir að samkomulag náðist um að ríkið greiði helming leitarkostnaðar útgerðarfyrirtækja, sem leggja fram tvö til þrjú skip í leitina á móti einu skipi Hafrannsóknastofnunar. 8. janúar 2020 21:15
Leitin að loðnutorfunum hafin og stefnt á norðausturhornið Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson hélt til loðnuleitar úr Reykjavík í dag en frést hefur af loðnu bæði á Vestfjarðamiðum og norðaustur af Melrakkasléttu. 13. janúar 2020 22:00