Íslenska karlalandsliðið í fótbolta vann 1-0 sigur á Kanada er liðin mættust í æfingaleik í Bandaríkjunum í nótt.
Ekki er um alþjóðlegan landsleikjadag að ræða svo ekki voru margir fastamenn í íslenska liðinu.
Byrjunarlið Íslands gegn Kanada. ISL starting line up vs Canada, friendly match played in Orange County, CA.#fyririslandpic.twitter.com/5Nb1uDhbbv
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) January 16, 2020
Fyrsta og eina mark leiksins kom á 21. mínútu. Eftir hornspyrnu íslenska liðsins ákvað markmaður Kanada að fara í skógarúthlaup.
Hólmar Örn Eyjólfsson þakkaði pent fyrir sig og skoraði sitt annað landsliðsmark. Lokatölur 1-0.
Daníel Leó Grétarsson, Höskuldur Gunnlaugsson, Stefán Teitur Þórðarson, Alfons Sampsted og Bjarni Mark Antonsson léku allir sinn fyrsta landsleik.
Nokkrar myndir úr vináttuleik Kanada og Íslands, sem fram fór í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Pictures from the Orange County, USA friendly between Canada and Iceland. pic.twitter.com/B8h2SlBPP9
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) January 16, 2020
Ísland mætir svo El Salvador á aðfaranótt mánudags.