Heppinn miðahafi í Víkingalottói vikunnar hreppti rúmar tvær milljónir króna í þriðja vinning. Vinningshafinn keypti miðann á smurbrauðsstofunni Bitahöllinni við Stórhöfða 15 í Reykjavík, að því er fram kemur í tilkynningu frá Íslenskri getspá.
Fyrsti vinningur gekk ekki út í þetta skiptið en þrír í Noregi unnu annan vinning og fá rétt tæpar tólf milljónir króna hver í sinn hlut.
Þá fengu sex vinningshafar 100 þúsund krónur hver fyrir fjórar réttar Jókertölur í röð. Miðarnir voru keyptir í Fjarðarkaupum í Hafnarfirði, EuroMarket á Smiðjuvegi, Prinsinum í Þönglabakka, á Lotto.is og tveir í áskrift.