Erik Hamrén: Allir leikmennirnir hérna vilja vera þar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. janúar 2020 23:00 Erik Hamrén valdi 23 leikmenn fyrir leikina á móti Kanada og El Salvador. Mynd/Youtube/KSÍ Íslenska karlalandsliðið í fótbolta hefur leik á miðnætti í Kaliforníu þar sem liðið mætir Kanada í fyrri vináttulandsleik sínum í Bandaríkjaferð sinni. Ómars Smárason, fjölmiðlafulltrúi KSÍ, ræddi við landsliðsþjálfarann Erik Hamrén fyrir leikinn en þetta er fyrri leikurinn af tveimur í ferðinni og sá seinni er á móti El Salvador á sunnudaginn. „Við stefnum á það að ná góðum úrslitum í þessum tveimur leikjum eins og við gerum í öllum leikjum sem við spilum. Þetta er líka hluti af undirbúningi okkar fyrir umspilsleikina í mars og fyrir Evrópukeppnina í sumar,“ sagði Erik Hamrén. „Sumir af þessum leikmönnum munu verða þar og allir leikmennirnir vilja vera þar. Það er gott að hitta þessa nýju leikmenn og það er líka gott að hitta eldri leikmennina til að hefja undirbúninginn fyrir umspilið,“ sagði Erik Hamrén „Hér fæ ég tækifæri til að sjá hvað þessir nýju menn geta inn á vellinum en ég fæ einnig að sjá hvernig mann þeir hafa geyma utan vallar. Ég held að þetta sé mjög góð leið til að gera það. Ungu strákarnir fá að sjá hvernig þetta gengur allt fyrir sig hjá A-landsliðinu,“ sagði Erik Hamrén. Í leikmannahópnum eru reynslumiklir leikmenn en einnig fullt af leikmönnum úr 21 árs landsliðinu. „Þetta er einn gluggi fyrir þá til að sýna sig fyrir mér en annar gluggi fyrir þá er auðvitað hvernig þeir eru að spila með sínum félagsliðum. Hér getum við séð þá í návígi og fáum að hitta þá. Með því að fá að tala við þá þá fæ ég að kynnast persónuleika þeirra betur,“ sagði Erik Hamrén. „Það hjálpar þeim að opna gluggann fyrir sig með því að standa sig vel í þessum leikjum,“ sagði Erik Hamrén en hann er ekki tilbúinn að lofa því að allir 23 leikmennirnir fái mínútur í leikjunum. „Ég get ekki lofað því í dag því ég þarf að sjá hvernig leikirnir þróast og hvernig þeir standa sig á æfingunum og hvort einhverjir meiðast. Ég ætla samt að reyna að nota eins marga og mögulegt er,“ sagði Erik Hamrén. Leikur Íslands og Kanada hefst á miðnætti að íslenskum tíma eða klukkan fjögur að staðartíma í Los Angeles. Leikið er á Championship Soccer Stadium í Irvine. Íslenska liðið mætir svo El Salvador á sunnudag. EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta hefur leik á miðnætti í Kaliforníu þar sem liðið mætir Kanada í fyrri vináttulandsleik sínum í Bandaríkjaferð sinni. Ómars Smárason, fjölmiðlafulltrúi KSÍ, ræddi við landsliðsþjálfarann Erik Hamrén fyrir leikinn en þetta er fyrri leikurinn af tveimur í ferðinni og sá seinni er á móti El Salvador á sunnudaginn. „Við stefnum á það að ná góðum úrslitum í þessum tveimur leikjum eins og við gerum í öllum leikjum sem við spilum. Þetta er líka hluti af undirbúningi okkar fyrir umspilsleikina í mars og fyrir Evrópukeppnina í sumar,“ sagði Erik Hamrén. „Sumir af þessum leikmönnum munu verða þar og allir leikmennirnir vilja vera þar. Það er gott að hitta þessa nýju leikmenn og það er líka gott að hitta eldri leikmennina til að hefja undirbúninginn fyrir umspilið,“ sagði Erik Hamrén „Hér fæ ég tækifæri til að sjá hvað þessir nýju menn geta inn á vellinum en ég fæ einnig að sjá hvernig mann þeir hafa geyma utan vallar. Ég held að þetta sé mjög góð leið til að gera það. Ungu strákarnir fá að sjá hvernig þetta gengur allt fyrir sig hjá A-landsliðinu,“ sagði Erik Hamrén. Í leikmannahópnum eru reynslumiklir leikmenn en einnig fullt af leikmönnum úr 21 árs landsliðinu. „Þetta er einn gluggi fyrir þá til að sýna sig fyrir mér en annar gluggi fyrir þá er auðvitað hvernig þeir eru að spila með sínum félagsliðum. Hér getum við séð þá í návígi og fáum að hitta þá. Með því að fá að tala við þá þá fæ ég að kynnast persónuleika þeirra betur,“ sagði Erik Hamrén. „Það hjálpar þeim að opna gluggann fyrir sig með því að standa sig vel í þessum leikjum,“ sagði Erik Hamrén en hann er ekki tilbúinn að lofa því að allir 23 leikmennirnir fái mínútur í leikjunum. „Ég get ekki lofað því í dag því ég þarf að sjá hvernig leikirnir þróast og hvernig þeir standa sig á æfingunum og hvort einhverjir meiðast. Ég ætla samt að reyna að nota eins marga og mögulegt er,“ sagði Erik Hamrén. Leikur Íslands og Kanada hefst á miðnætti að íslenskum tíma eða klukkan fjögur að staðartíma í Los Angeles. Leikið er á Championship Soccer Stadium í Irvine. Íslenska liðið mætir svo El Salvador á sunnudag.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira