Hólmar Örn: Góður gluggi fyrir marga til að sýna sig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. janúar 2020 17:00 Hólmar Örn Eyjólfsson er 29 ára gamall varnaður sem hefur spilað 12 A-landsleiki fyrir Ísland. Mynd/Youtube/KSÍ Íslenska handboltalandsliðið er ekki eina A-landsliðs Íslands sem er að spila í dag því karlalandsliðið í fótbolta mætir Kanada í kvöld í vináttulandsleik sem verður spilaður í Los Angeles í Bandaríkjunum. Ómars Smárason, fjölmiðlafulltrúi KSÍ, ræddi við Hólmar Örn Eyjólfsson fyrir leikinn en þetta er fyrri leikurinn af tveimur í ferðinni. „Ferðalagið gekk vel en þetta er smá ferðalag og það tekur smá tíma að ná því úr sér, tímamismuninum og svona. Við erum búnir að ná einni góðri æfingu og þetta er búið að vera flott hingað til,“ sagði Hólmar Örn sem spilar væntanlega sinn þrettánda landsleik í kvöld. Leikmannahópurinn er blanda af reynslumiklum mönnum, strákum úr 21 árs landsliðinu og leikmönnum sem hafa verið að banka á dyrnar hjá A-landsliðinu. Við hverjum má búast í þessum tveimur leikjum? „Þetta er góður gluggi fyrir marga til þess að sýna sig. Það sem maður sá frá yngri strákunum á æfingunni í gær var mjög flott og lofar góðu. Þetta er líka frábært tækifæri fyrir okkur sem höfum minna spilað að sýna okkur og sanna,“ sagði Hólmar Örn. Hólmar missti út heilt ár vegna meiðsla en þetta verður fyrsti A-landsleikur hans síðan í október 2018. Hvernig lítur framhaldið út hjá honum? „Mér lýst mjög vel á knattspyrnu árið 2020. Ég er kominn á gott ról og finn lítið fyrir þessu. Það er geggjað að vera kominn aftur í hópinn og vera partur af þessu. Þetta lítur bara vel út og nú þarf maður bara að láta af sér kveða,“ sagði Hólmar Örn en það má sjá viðtalið hér fyrir neðan. Leikur Íslands og Kanada hefst á miðnætti að íslenskum tíma eða klukkan fjögur að staðartíma í Los Angeles. Leikið er á Championship Soccer Stadium í Irvine. Íslenska liðið mætir svo El Salvador á sunnudag. EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið er ekki eina A-landsliðs Íslands sem er að spila í dag því karlalandsliðið í fótbolta mætir Kanada í kvöld í vináttulandsleik sem verður spilaður í Los Angeles í Bandaríkjunum. Ómars Smárason, fjölmiðlafulltrúi KSÍ, ræddi við Hólmar Örn Eyjólfsson fyrir leikinn en þetta er fyrri leikurinn af tveimur í ferðinni. „Ferðalagið gekk vel en þetta er smá ferðalag og það tekur smá tíma að ná því úr sér, tímamismuninum og svona. Við erum búnir að ná einni góðri æfingu og þetta er búið að vera flott hingað til,“ sagði Hólmar Örn sem spilar væntanlega sinn þrettánda landsleik í kvöld. Leikmannahópurinn er blanda af reynslumiklum mönnum, strákum úr 21 árs landsliðinu og leikmönnum sem hafa verið að banka á dyrnar hjá A-landsliðinu. Við hverjum má búast í þessum tveimur leikjum? „Þetta er góður gluggi fyrir marga til þess að sýna sig. Það sem maður sá frá yngri strákunum á æfingunni í gær var mjög flott og lofar góðu. Þetta er líka frábært tækifæri fyrir okkur sem höfum minna spilað að sýna okkur og sanna,“ sagði Hólmar Örn. Hólmar missti út heilt ár vegna meiðsla en þetta verður fyrsti A-landsleikur hans síðan í október 2018. Hvernig lítur framhaldið út hjá honum? „Mér lýst mjög vel á knattspyrnu árið 2020. Ég er kominn á gott ról og finn lítið fyrir þessu. Það er geggjað að vera kominn aftur í hópinn og vera partur af þessu. Þetta lítur bara vel út og nú þarf maður bara að láta af sér kveða,“ sagði Hólmar Örn en það má sjá viðtalið hér fyrir neðan. Leikur Íslands og Kanada hefst á miðnætti að íslenskum tíma eða klukkan fjögur að staðartíma í Los Angeles. Leikið er á Championship Soccer Stadium í Irvine. Íslenska liðið mætir svo El Salvador á sunnudag.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira